Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Ábyrgð felst í skoðanafrelsi Leiðari Það má eiginlega segja að það hafi verið í senn tregafullt, erfitt og vissulega líka á stundum gleðilegt að fylgjast með umræðunni á samfélagsmiðlunum síðustu vikuna. Nú á ég marga ágæta vini á Fésbókinni og er þakklátur fyrir að rækta tengsl við þá með þessum hætti. Þótt maður hitti þetta fólk sjald- an í eigin persónu, þá einhvern veginn gjörþekkir maður það engu að síður. Raunverulegar skoðanir fólks á þjóðmálunum endurspeglast svo vel í skrif- um, „lækum“ og umræðunni á þessum samskiptavef sem flestir nota. Þess- ir vinir mínir eru allt frá því að vera yst á vinstri væng stjórnmálanna og til þess að vera lengst til hægri og allt þar á milli. Þarna eru þjóðernissinnaðir rétttrúnaðarsinnar í bland við íhaldssama sjálfstæðismenn, frjálslynda sjálf- stæðismenn og svo náttúrlega dass af vinstri grænum, samfylkingarfólki, pírötum og fólki með Bjarta framtíð. Svona dágóð blanda af litrófi stjórn- málanna í dag. Öllu þessu fólki hleypir maður svo inn í líf sitt í hvert skipti sem opnað er fyrir tölvuna. Stundum er meirihluti umræðunnar mannbæt- andi, stundum ekki. Þá er betra að gefa tölvunni frí. Það er nefnilega þann- ig að of mikil neikvæðni skaðar. Hún dregur úr manni kraftinn þótt það hafi ekki verið ætlunin að láta það gerast. Þau málefni liðinnar viku sem stóðu upp úr í fréttalegu tilliti voru nokk- ur. Harkalegar uppsagnir starfsmanna Ríkisútvarpsins tóku toll. Um RUV kjósa allir að hafa skoðanir enda er það réttur íslenskra þegna að hafa þær. Þetta er jú almanna fjölmiðill. Flestir vilja veg og vanda RUV sem mest- an, en ekki þó allir. Það kom mér á óvart hversu grimmúðleg þessi um- ræða varð á samfélagsmiðlunum í vikunni. Sjónarmið beggja málsaðila skil ég vel, nema þegar umræðan er komin út í skítkast, róg og níð sem hef- ur ekkert með eðlileg skoðanaskipti að gera. Ég skil að það þurfi að hag- ræða hjá RUV eins og í öðrum ríkisstofnunum. Ég skil líka að það þurfi að vernda íslenska dagskrárgerð og standa vörð um hlutlaust almannaút- varp og sjónvarp, kannski ekki síst Rás 1 og þáttagerð sem markaðsöflin hafa ekki áhuga fyrir. En grimmdin sem fylgdi ummælum fólks með eða á móti var of mikil. En það átti eftir að reynast miklu fleira í fréttum vikunnar. Átakanleg lýs- ing á harmleik í Hraunbæ í Reykjavík vakti fólk illa sem kveikti á útvarpinu á mánudagsmorguninn. Þá varð gagnaleki frá fjarskiptafyrirtækinu Voda- fone um helgina. Upplýsingar sem höfðu að geyma persónuleg mál fjölda fólks fóru sem eldur í sinu um netheima. Ég leyfi mér að minna fólk á að það er lögbrot að miðla slíkum illa fengnum upplýsingum og fordæmi þá sem fá eitthvað út úr því að kafa ofan í einkalíf fólks eins og því komi það eitthvað við. Svo ég tali nú ekki um fréttamenn sem sögðu fréttir í sjón- varpið um helgina þar sem ýmsum samskiptum nafnkunnra stjórnmála- manna var lýst. Hvílík lágkúra! Frétt vikunnar var þó engu að síður ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að koma til móts við skuldsett heimili. Sú aðgerð sem slík þurfti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda fékk ríkisstjórnin meirihluta á þingi út á ná- kvæmlega loforð um slíkar aðgerðir. Þess vegna ætlaði ég ekki að trúa því þegar fólk fór að lýsa vantrú, fyrirlitningu og óvild í garð forystumanna rík- isstjórnarinnar fyrir það eitt að standa við þau loforð sem þeir höfðu gef- ið í aðdraganda kosninganna. Ég minni á að þetta var vilji meirihluta þjóð- arinnar, hvaða skoðun sem menn hafa á aðgerðunum. Að til væru svona margar ólíkar skoðanir á ekki flóknari aðgerð, kom mér engu að síður á óvart. Allt eftir því hvar fólk stóð í pólitík, hversu mikið það sjálft skuld- ar eða jafnvel er skuldlaust. En það er bara allt í lagi, ég virði skoðanir allra sem setja þær fram með hófstilltum hætti. Orðræða um ólíkar skoð- anir leiðir til framfara, en hvassyrtur fúkyrðaflaumur er til tjóns. Hvet því að endingu þá sem ganga um gleðinnar dyr samfélagsmiðlanna að gæta hófs því mikilli ábyrgð fylgja þau forréttindi að hafa skoðanafrelsi. Það hafa nefnilega ekki allir jarðarbúar. Magnús Magnússon. Stjórnendur Faxaflóahafna til- kynntu á dögunum styrkveitingar til samfélagsverkefna á starfssvæði fyrirtækisins. Þetta var gert um leið og minnst var 100 ára tímamóta hjá Faxaflóahöfnum og kynnt út- gáfu bókarinnar um hafnir Faxa- flóahafna, Hér heilsast skipin, sem Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur skráði. Styrkirnir nema alls 11,5 milljónum króna og öll tengjast verkefnin sem fá styrki sögu Faxa- flóahafna. Meðal þeirra er um- hverfisverkefni á Breiðinni á Akra- nesi sem fá 1,5 milljón króna. End- urbygging Grímshúss í Borganesi fær eina milljón króna, sömu upp- hæð og Hernámssafnið að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Stærstu styrk- veitingarnar fara til endursmíði á Aðalbjörgu RE 5 og endurbóta á dráttarbátnum Magna. Hvort verk- efni um sig fær fjögurra milljóna króna styrk. þá Eldur kom upp í flutningabíl með löngum tengivagni sem var á leið yfir Þröskulda, milli Hólmavíkur og Reykhólasveitar, síðdegis á fimmtu- daginn í liðinni viku. Vegfarandi sem átti leið þarna um segir bílstjóra flutningabílsins hafa reynt að slökkva eldinn en á endanum þurft að sætta sig við að horfa á bílinn brenna. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er flutningabíllinn nánast ónýtur eftir brunann. þá/ Ljósm. Oddur Jónsson. Foreldradagur samtakanna Heim- ilis og skóla fór fram í þriðja sinn í Hjálmakletti í Borgarnesi föstudag- inn 22. nóvember sl. Yfirskrift dags- ins að þessu sinni var „Komdu, ég þarf að hlusta á þig,“ þar sem þátt- takendur gerðu tilraun til að svara því hvernig foreldrar geta unn- ið að forvörnum og stuðlað að vel- ferð barna sinna. Efnt var til fræð- andi og skemmtilegrar dagskrár sem m.a. góður hópur foreldra og forráðamanna tók þátt í. Þrjú fram- söguerindi voru flutt og voru frum- mælendur þeir Ketill B. Magnús- son formaður Heimils og skóla, Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur, sem kynnti nýja rannsókn frá Rann- sóknum og greiningu, og Jóna Kar- en Sverrisdóttir ráðgjafi hjá Capa- cent sem kynnti niðurstöður nýrr- ar SAFT könnunar um netnotkun ungmenna. Að erindum loknum fór fram vinna í þremur málstofum; um for- varnir gegn áfengis- og vímuefna- neyslu, netfíkn og hegðun á netinu og einelti. Stjórnendur í málstofum voru þau Guðrún Björg Ágústs- dóttir ráðgjafi hjá Vímulausri æsku – Foreldrahúsi, Eyjólfur Örn Jóns- son sálfræðingur og Páll Ólafsson félagsráðgjafi. hlh Helga María AK kom til hafnar í Reykjavík laust fyrir hádegi á föstu- daginn eftir tæplega sex sólarhringa siglingu frá Gdansk í Póllandi. Þar var þessum fyrrum frystitogara HB Granda breytt í ísfisktogara. Vel var tekið á móti Eiríki Ragnarssyni skipstjóra og öðrum skipverjum við komuna til Reykjavíkur. Sama dag hófst vinna við niðursetningu á búnaði á millidekki Helgu Maríu og er reiknað með að það verk taki rúman mánuð. Gangi allt eftir ætti Helga María því að komast til veiða í byrjun nýs árs. ,,Útlitslega eru breytingarn- ar ekki miklar á skipinu en þó er búið að loka skutnum og skipið lít- ur út fyrir að vera stærra fyrir vikið. Breytingar á vistarverum eru tölu- verðar. Það er búið að færa eldhús- ið og borðsalinn framar í skipið og tvær af íbúðunum voru nýttar undir nýja setustofu. Á millidekkinu hafa flökunarvélar og frystitæki ver- ið fjarlægð en í staðinn er kominn nýr búnaður; færibönd, þvottakör og flokkari en það er í fyrsta skipti að slíkt tæki kemur um borð í þetta skip. Reyndar hef ég aldrei séð jafn mikinn búnað í ísfisktogara áður og ef eitthvað er þá er hann meiri en sá sem við höfðum á meðan aflinn var flakaður og frystur um borð,“ segir Eiríkur Ragnarsson skipstjóri. mm Faxaflóahafnir styrkja verkefni á Vesturlandi Grímshúsið í Borgarnesi. Hernámssetrið á Hvalfjarðarströnd. Breiðin á Akranesi. Flutningabíll brann á Þröskuldum Helga María AK komin til landsins Loftur Bjarni Gíslason, Eiríkur Ragnarsson og Torfi Þorsteinsson við skipshlið eftir að Helga María AK kom til hafnar. Mynd/HB Grandi: Kristján Maack. Frá Foreldradeginum í Hjálmakletti. Forvarnir og velferð barna rædd á foreldradeginum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.