Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Opið hús var í hæfingarhluta Fjöl- iðjunnar á Akranesi í gær, 3. des- ember, af tilefni alþjóðlegum degi fatlaðra. Margir mættu á opið hús og nóg var um að vera. Boðið var upp á heitt súkkulaði með rjóma, piparkökur og konfekt. Þóra Gríms sagnaþula sagði tvær sög- ur og nemendur úr tónlistarskól- anum léku á harmonikkur og fiðl- ur. „Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum við okkur og höldum upp á þennan dag. Við rekum líka Fjöl- iðjuna í Borgarnesi. Samstarf- ið slitnar nú um áramót og tekur Borgarbyggð þá við þeim hluta. Af því tilefni ákváðum við að hafa þetta saman í dag,“ sagði Ásta Pála Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi hjá Fjöliðjunni á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Handverk var til sölu í Fjöliðj- unni. „Við erum að selja borð- tuskur sem unnar eru í Fjöliðjunni á Akranesi, tölur og bókamerki. Mikil vinna hefur farið í að klippa tölurnar af flíkum og pakka þeim í fallegar umbúðir. Einnig erum við að selja handverk, svo sem púða og trévörur sem unnið hefur ver- ið að í Fjöliðjunni í Borgarnesi,“ sagði Ásta Pála. Á gangi Fjöliðj- unnar var skemmtileg myndlistar- sýning, þar sem sýndar voru teikn- ingar eftir starfsfólk í Fjöliðjunni á Akranesi. grþ Í liðinni viku var frumsýnt nýtt leikrit í Grundaskóla á Akranesi og fjallar það um Strumpana. Leikrit- ið var sýnt á sal skólans og flutt fyr- ir nemendur Grundaskóla og elstu deildir leikskólanna á Akranesi. Verkið var lokaverkefni leiklistar- vals unglingadeildar á haustönn. Nemendur í leiklistardeildinni skrifuðu handritið sjálfir og æfðu verkið. Sviðsmyndin var samvinnu- verkefni allra deildanna á listabraut en unnið hefur verið að henni síð- an í haust. Leikstjórn og búning- ar voru hannaðir af nemendum og kennurum á listabraut. Leikritið og öll umgjörð þess var einstaklega vel heppnuð og voru leikskólabörn á Akranesi heilluð af sýningunni. Við leyfum mynd- um sem teknar eru á þriðju sýningu leikritsins að tala sínu máli. grþ Opið hús í Fjöliðjunni á Akranesi Mikil gleði var á opnu húsi Fjöliðjunnar og stillti þessi flotti hópur sér upp fyrir myndatöku. Emma Rakel Björnsdóttir gaf gestum heitt súkkulaði með rjóma. Handverk var til sölu á opnu húsi Fjöliðjunnar. Þar á meðal fallegar prjónavörur. Eva Dögg Héðinsdóttir er mikil listakona. Teikningar af dýrum eftir hana eru til sýnis á ganginum í Fjöliðjunni. Heiðrún Hermannsdóttir á fallegar myndir á sýningunni. Strumpaævintýri í Grundaskóla Æðstistrumpur leggur á ráðin með strumpunum sínum. Hér sést að leikmyndin er vel gerð og skemmtileg. Kjartan galdrakarl og kötturinn Brandur komu að sjálfsögðu við sögu. Æðstistrumpur hrærir í potti. Svokallaðir „Strúmpar“ koma einnig við sögu en þeir eru bleikir. Hér gengur Strúmpi með Strympu. Hugsað var fyrir hverju smáatriði við gerð búninganna. Dindlar strumpanna eru á sínum stað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.