Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Jólatónleikar, markaðir og ýmsar upp- ákomur sem tengjast aðventu og jól- um eru á Vesturlandi næstu dagana. Fyrir þá sem vilja fylgjast með og taka þátt í aðventunni með því að sækja viðburði er bent á viðburðardagatal- ið í liðnum „Á döfinni“ í Skessuhorni, bæði í blaðinu og á vefnum. Misjöfnu veðri er spáð næstu vikuna. Á fimmtudag og föstudag er útlit fyr- ir grimmdarfrost um mestallt land, allt upp í 18 stig inn til landsins. Það eyk- ur á kuldann, fyrir norðan er spáð 6-15 m/sek af norðri á fimmtudag ásamt éljum, en hægari verður syðra og úr- komulaust. Á föstudag er spáð vax- andi suðaustanátt og 10-15 m/sek með snjókoma syðra síðdegis. Á laug- ardag er áfram sunnan- og suðaustan, snjókoma í fyrstu og síðan slydda eða rigning og hlánar sunnan- og vest- an til. Á sunnudag og mánudag er áfram spáð suðlægri átt og rigningu eða slyddu með köflum, en úrkomu- lítið norðaustanlands. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvað finnst þér um íslensku jólasveinana?“ Gestir á vefinn voru nokkuð sammála og flestir jákvæð- ir í þeirra garð. „Frábærir í alla staði“ sögðu 72,66%, „vinalegir“ sögðu 8,47% og „uppátækjasamir“ 8,29%. „Of gamaldags“ sögðu 6,35% og 4,23% höfðu ekki myndað sér skoðun á þessum uppætkjasömu piltum. Í þessari viku er spurt: Hvernig líst þér á niðurfærsluleið ríkisstjórnarinnar? Íbúar sem taka virkan þátt í mótun og uppbyggingu samfélagsins í heima- byggð sinni eru Vestlendingar vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Skólarnir fái fjárveitingar til tækjakaupa AKRANES: Tillaga að tækja- kaupum vegna grunnskóla Akraneskaupstaðar var sam- þykkt á fundi bæjarráðs sl. föstudag. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittar verði tíu milljónir króna til að setja upp þráðlaust net og til kaupa á tölvubúnaði í grunn- skólum Akraneskaupstaðar. Kostnaður vegna þráðlauss nets er áætlaður 3,5 milljónir og vegna kaupa tölvubúnaðar verði varið allt að 6,5 milljón- um. Kaup á tölvubúnaði skipt- ist milli skólanna samkvæmt núverandi nemendafjölda, það er kr. 2.670.000 til Brekku- bæjarskóla og kr. 3.830.000 til Grundaskóla. Einnig var sam- þykkt á fundinum tillaga um vinnu að fjárfestingaráætlun fyrir grunnskólana. Þar fel- ur bæjarráð framkvæmda- stjórum stjórnsýslu- og fjár- málasviðs og fjölskyldusviðs að vinna fjárfestingaráætlun vegna upplýsingatæknimála í grunnskólum Akraneskaup- staðar. Áætluninni verði skil- að til bæjarráðs fyrir 1. febrú- ar næstkomandi. -þá Vinnuslys á Grundartanga LBD: Lögreglunni var sl. föstudagskvöld tilkynnt um vinnuslys í GMR Endur- vinnslunni ehf. á Grundar- tanga. Þar varð mikill hvell- ur þegar slanga gaf sig und- an þrýstingi og voru tveir starfsmenn fluttir í kjölfar- ið á sjúkrahúsið á Akranesi til læknisskoðunar og aðhlynn- ingar. Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í vik- unni öll án teljandi meiðsla á fólki. Einn ökumaður var tek- inn fyrir ölvun við akstur í vik- unni. –þá Afmælisveisla hjá lionsmönnum DALIR: Mikið stendur til hjá lionsmönnum í Dölum þessa dagana. Lionsklúbbur Búðardals er 50 ára um þess- ar mundir og haldið verður upp á það með afmælisfagn- aði og veislu í félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum nk. föstu- dagskvöld. Í Lionsklúbbi Búð- ardals eru í dag 23 félagar og á afmælisfundinum verða tekn- ir inn þrír nýir félagar. Þá er á Reykhólum starfandi deild úr Lionsklúbbnum í Búðar- dal með rúmlega tuttugu fé- lögum. Reykhóladeildin var stofnuð 1999 og var fyrsta lionsdeildin í heiminum sem stofnuð var að sögn Böðv- ars Bjarka Magnússonar for- manns Lionsklúbbs Búðar- dals. Að sögn Jóns Egilsson- ar bónda í Sauðhúsum, for- manns skemmtinefndarinn- ar, verður margt til skemmt- unar á afmælisfundinum. Til hans er boðið fulltrúum frá móðurklúbbi Dalamanna sem er Lionsklúbbur Borgarness. Einnig fulltrúum nágranna- klúbbsins á Hólmavík og frá klúbbunum á Snæfellsnesi, en Lionsklúbbur Búðardals er móðurklúbbur þeirra. -þá Norðurál hefur fengið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sínu eftir ISO 14001 staðlinum og öryggis- stjórnunarkerfi eftir OHSAS 18001 staðlinum. „Mikil áhersla hefur ávalt verið lögð á öryggis- og um- hverfismál hjá Norðuráli sem stefn- ir að því að vera í fararbroddi þegar kemur að þeim málaflokkum. Vott- anir á umhverfis- og öryggisstjórn- unarkerfum er formleg staðfesting á því góða starfi sem starfsfólk fyr- irtækisins hefur innt af hendi,“ seg- ir í tilkynningu frá Norðuráli. Aðeins er liðið eitt ár síðan gæða- kerfi Norðuráls var vottað eftir ISO 9001 staðlinum. „Fyrirtækið held- ur með þessu áfram að auka innri styrk og samkeppnishæfni á al- þjóðamarkaði. Vottunaraðili Norð- uráls er British Standards Institu- tion (BSI).“ mm Línuskipið Gullhólmi SH 201 kom til heimahafnar í Stykkishólmi í lok síðustu viku og landaði 53 tonnum til vinnslu hjá útgerðinni Agustson ehf. Rúmlega helmingur aflans var þorskur. Með þessu hefðbundnu haustúthaldi skipsins en því hefur undanfarin ár verið haldið til veiða norður og austur af landinu. Aflan- um hefur þá verið landað bæði fyr- ir austan og norðan og honum ekið til vinnslu heima í Stykkishólmi. Í þetta sinn kom skipið heim með gat á stefni eftir að hafa siglt á ís- jaka norður af landinu. „Við vorum að draga línuna í íshrafli miðviku- daginn 20. nóvember þegar töluvert högg kom á bátinn. Ég var í koju og vaknaði við þetta. Það kom í ljós að við höfðum lent á hörðum ísköggli sem reif gat á stefnið. Það var þó aldrei nein hætta á ferðum því þarna var vatnstankur á skipinu. Við vor- um að ljúka við að draga síðustu lögnina þegar þetta gerðist þannig að við fórum bara heim í Stykkis- hólm,“ segir Sigurður Þórarinsson stýrimaður á Gullhólma SH. Sigurður segir að Gullhólmi hafi landað á Siglufirði í haust. „Við höfum verið að sækja í afla norð- ur af Horni. Þar hefur verið ágæt veiði þó að sjálfsögðu geti verið dagamunur á eins og gengur. Við erum með beitningavél og höf- um verið að taka þetta 25-35 tonn eftir tvær til þrjár lagnir. Túrarn- ir hafa verið um tveir sólarhring- ar. Við ísum allt í kör um borð og það er verið að kappkosta að koma sem ferskustum afla í land. Fiskin- um hefur svo verið keyrt í Stykk- ishólm.“ Nú tekur við tímabil þar sem Gullhólmi verður gerð- ur út frá Stykkishólmi þó áfram verði róið á miðin norður af land- inu. „Túrarnir hjá okkur lengjast þá í um fimm daga og við lönd- um heima. Þetta er mynstrið hjá okkur. Við förum norður eða aust- ur í ágúst og erum þar fram undir desember en snúum þá heim. Að- spurður segir hann að 14 menn séu í áhöfn Gullhólma, flestir búsettir í Stykkishólmi. mþh Stjórnendur Norðuráls ásamt fulltrúa British Standards Institution, vottunaraðila Norðuráls. Aukinn styrkur og samkeppnishæfni Norðuráls Eining í Hvalfjarðarsveit lýsir jákvæðu viðhorfi til persónukjörs Björn Páll Fálki Valsson íbúi í Hvalfjarðarsveit og ferðaþjónustu- bóndi á Þórisstöðum sendi sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar fyrir um ári síðan erindi þar sem hann skor- aði á sveitarstjórn að kanna vilja til þess að kosið verði óhlutbundinni kosningu til sveitarstjórnar vorið 2014. Vildi hann að kostir og gall- ar þessa fyrirkomulags yrðu kann- aðir. Í báðum kosningum til sveit- arstjórnar í Hvalfjarðarsveit frá því sveitarfélagið varð til 2006 með sameiningu fjögurra hreppa sunn- an Skarðsheiðar, hafa verið boðnir fram listar. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur talsverð umræða verið um þennan valmöguleika að undanförnu, að kosið verði óhlut- bundinni kosningu. Var það m.a. rætt á íbúafundi í sveitarfélaginu 1. september síðastliðinn. Í sveitarfé- lögum á Vesturlandi er tillaga þessa efnis ekki án fordæma. Skemmst er að minnast þess að fyrir sveit- arstjórnarkosningar 2010 komust Dalamenn að samkomulagi um að leggja af listakosningar til sveit- arstjórnar þá um vorið og var því kosið þar óhlutbundinni kosningu. Samkvæmt lögum er slíkt heimilt komi ekki fram einn framboðslisti eða fleiri. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ræddi erindi Björns Páls á fundi 12. nóvember 2012 en tók ekki efnis- lega afstöðu til þess. Um það voru skiptar skoðanir þá og eru enn. Á þessum fundi fyrir rúmlega ári síð- an var lagt til að núverandi fram- boð sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn tækju tillöguna til efnislegrar um- ræðu í sínum röðum. Það hefur nú verið gert í að minnsta kosti einu framboðanna, hjá E-lista Einingar í Hvalfjarðarsveit sem samþykkti eft- irfarandi bókun nýverið. Var álykt- un E listans lögð fram til kynning- ar á fundi sveitarstjórnar sl. þriðju- dag. Það skal þó tekið fram að þrátt fyrir að einn eða jafnvel allir núver- andi listar samþykktu að leggja til að kosið yrði óhlutbundinni kosn- ingu, myndi það samkvæmt núgild- andi lögum ekki útiloka nokkurn þann hóp til framboðs sem skilaði framboðslista inn fyrir lokafrest. Bókun E listans var svohljóðandi: „E-listinn lýsir yfir jákvæðu við- horfi til persónukjörs, þ.e. til óhlut- bundinna kosninga í Hvalfjarðar- sveit vorið 2014. Hópurinn skynjar áhuga íbúa í Hvalfjarðarsveit á að fara þessa leið, en hann birtist m.a. á íbúaþingi sem haldið var 1. sept. sl. Hópurinn lýsir sig reiðubúinn til frekari viðræðna um þessi mál,“ segir í bókun E listans. mm Gullhólmi kom heim með gat á stefni Gullhólmi SH 201 við bryggju í Stykkishólmi. Gert við gatið á stefni Gullhólma í liðinni viku. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.