Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Jóhanna Fjóla Jóhannesdótt- ir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilbrigðisstofnun Vestur- lands tók þátt í sameiningu heil- brigðisstofnananna á Vesturlandi og Hvammstanga árið 2010. „Ég var þá reyndar ekki í því starfi sem ég er í núna. Þá var ég verkefna- stjóri og kom að vinnu við sam- einingu sjúkraskránna. Við vor- um með átta gagnagrunna fyrir jafn margar stofnanir sem höfðu verið á Vesturlandi. Ég vann við að gera úr þessu eina sameigin- lega sjúkraskrá fyrir allt Vestur- land ásamt Rósu Mýrdal og Þur- íði Þórðardóttur læknariturum og Kristni Grétari Harðarsyni kerf- isstjóra. Þetta var mjög skemmti- leg en krefjandi vinna sem tók nokkra mánuði, en var ómetan- leg reynsla. Sameiningin á gagna- grunnunum breytti mjög miklu til hagræðingar og er einn af helstu kostunum við sameiningarnar. Með þessu fengu til dæmis heilsu- gæslulæknar miklu greiðari að- gang að upplýsingum en áður við þeirra vinnu.“ Jóhanna Fjóla var spurð hvort starfsemin hafi breyst eftir sam- einingu. „Hún hefur gert það hér á Akranesi. Á sama tíma og hún átti sér stað þá komu þess- ar miklu kröfur um niðurskurð. Margt breyttist. Það var dregið úr mönnun. Seinna kom til þess að öldrunardeildinni við sjúkrahús- ið á Akranesi var lokað. Það tók mjög á. Hin daglegu störf hafa þó ekki breyst svo mikið við samein- inguna ef horft er á hverja ein- ingu fyrir sig. Það gildir bæði hér á Akranesi og á starfsstöðvum HVE annars staðar á Vesturlandi. Mestu breytingarnar eru í skrif- stofuhaldi og stjórnun.“ Allir faglærðir við aðhlynningu En hvernig gengur að manna heilbrigðisstéttirnar í dag? „Hér hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur gengið mjög vel að manna þær stéttir sem heyra undir mig. Það eru hjúkr- unarfræðingarnir, ljósmæðurn- ar og sjúkraliðarnir. Fyrir nokkr- um árum voru hér biðlistar. Fleiri vildu koma hingað og vinna en við höfðum þörf fyrir. Í dag er hér enginn ófaglærður starfs- maður við aðhlynningu eins og kannski er sumstaðar annars stað- ar. Við höfum verið mjög láns- söm að þessu leyti. Þó eru nokkr- ar áhyggjur af stöðunni til fram- tíðar til dæmis hjá hjúkrunarfræð- ingum vegna þess fjölda sem fer á eftirlaun á næstu árum. Sama er að segja um ljósmæður. Við erum ekki að útskrifa nóg af fólki í þessi störf. Eins og er þá er ekki skort- ur en það gæti orðið fyrr en var- ir. Ungt fólk ætti að skoða vand- lega þá möguleika að mennta sig innan þessara greina. Störfin eru mjög fjölbreytt og skemmtileg þó að þessar stéttir tali kannski ekki alltaf nógu vel um sig út á við. Hjúkrunarstarfið er til að mynda þannig að það er hægt að velja sér starf á mjög fjölbreyttum vett- vangi. Allir sem ekki hafa ákveð- ið sig ættu að hugleiða heilbrigð- isstörfin sem góðan valkost,“ seg- ir Jóhanna Fjóla. mþh Stjórn Hollvinafélags Landbún- aðarháskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnendur LbhÍ og stjórnvöld að styrkja starfsemi skólans til fram- tíðar. Eins og fram hefur komið í fréttum telur hluti starfsmanna LbhÍ og þar með talinn Ágúst Sig- urðsson rektor skólans að farsælast gæti verið að sameina LbhÍ og Há- skóla Íslands. Því eru flestir heima- menn og velunnarar Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri mót- fallnir, eins og rækilega kom fram á baráttufundi í Hjálmakletti nýver- ið. Í tilkyningu Hollvina LbhÍ seg- ir: „Með sameiningu Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum, Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnað- arins í upphafi árs 2005 var ætl- unin að til yrði öflug rannsókna- og kennslueining á sviði landbún- aðar og garðyrkju. Af hálfu skóla- stjórnenda frá þeim tíma hefur ver- ið unnið markvisst að ná fram hag- ræðingu í starfi nýrrar stofnunar í ljósi takmarkaðra fjármuna sem veittir hafa verið til skólans síð- ustu ár. Að mati stjórnenda skólans verður ekki lengra gengið til hag- ræðingar án þess að til komi skert þjónusta skólans að óbreyttum fjár- framlögum.“ Leggja til sölu jarða í eigu skólans Þá segir að stjórn Hollvinafélags Landbúnaðarháskólans hvetji stjórnendur skólans og stjórnvöld að tryggja nauðsynlegt fjármagn til skólans svo hægt verði áfram að veita þá nauðsynlegu þjónustu sem kveðið er á um í lögum. „Benda má á í því sambandi að Landbún- aðarháskóli Íslands á umtalsverðar eignir, m.a. einstaka jarðir er nýt- ast ekki beint markmiðum skólans til kennslu eða rannsókna, en þær mætti að hluta selja til að greiða upp uppsafnaðan halla skólans og að auki treysta rekstrargrundvöll hans.“ Starfsmenntanám þarf að tryggja Loks segir í ályktun hollvina: „Samstarf við aðra háskóla, eins og Háskóla Íslands, er sjálfsagt að efla eins og kostur er. Hins vegar þarf sjálfstæði Landbún- aðarháskóla Íslands að vera fyr- ir hendi, ekki síst til að tryggja starfsmenntanám við skólann, hvort sem um er að ræða hefð- bundið búfræði- eða garðyrkju- nám. Á sama hátt er Landbún- aðarháskóli Íslands nauðsynleg- ur þáttur í að rækta rannsókna- og kennslustarf á háskólastigi í samvinnu við atvinnuveginn og aðrar háskólastofnanir á hverj- um tíma.“ Stjórn hollvinafélagsins er skipuð þeim Guðna Ágústssyni formanni, Runólfi Sigursveins- syni, Erlu Bil Bjarnadóttur og Birni Sigurbjörnssyni. mm Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVE, hefur þurft að sæta um fjórð- ungs niðurskurði í fjárveitingum á undanförnum árum. Nú er unn- ið að hagræðingaraðgerðum til að mæta enn einum niðurskurðar- kröfum sem birtast í fjárlagafrum- varpi því sem nú liggur fyrir Al- þingi. „Samkvæmt fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2014 er okkur gert að skera niður um 1,5% á næsta ári og sá niðurskurður á allur að vera á sjúkrasviði stofnunarinnar. Mið- að við rekstrarumfang þeirra fjög- urra stofnana sem tilheyra sjúkra- sviðinu, er nú ljóst að þetta er krafa um 31 milljónar króna niðurskurð á Akranesi. Skera þarf niður um 6 milljónir í Stykkishólmi, 5,5 millj- ónir á Hvammstanga og 2,2 millj- ónir á Hólmavík,“ segir Ásgeir Ás- geirsson framkvæmdastjóri fjár- mála og rekstrar við HVE. Stjórnendur HVE stefna ótrauðir að hagræðingu þannig að ekki þurfi að koma til lokunar neinna deilda frá sem nú er. „Við viljum ekki grípa til slíkra úrræða. Þó er ljóst að nú er komið út á ystu nöf. Það er búið að skera niður alveg inn að beini og nú er ekki lengur neitt borð fyrir báru. Við höfum áður þurft að fara í gegnum sársaukafullar aðgerð- ir þar sem til að mynda hefur ver- ið fækkað um 66 starfsmenn í um 40 stöðugildum frá árinu 2009. Ef áfram verður haldið á sömu braut niðurskurðar verður ekki komist hjá því að skerða grunnþjónustu og jafnvel loka deildum,“ segir Ásgeir Ásgeirsson. Gott starfsfólk bjargar miklu Jóhanna Fjóla Jóhannesdótt- ir gegnir stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar við HVE. Hún vinnur þannig náið með starfsfólki í hin- um daglegu störfum við hjúkr- un og umönnun fólks sem þarf að leita til stofnunarinnar. Jóhanna segir að langvarandi niðurskurð- artímabil hafi reynt á starfsfólk- ið. „Það er ekki hægt að neita því. Fólk getur tekið á sig vissa hluti í ákveðinn tíma en það kemur að því að það verður ákveðin uppgjöf. Það er kannski búið að starfa við mjög þröngan kost í einhver ár en það er hætt við því að það komi að þeim punkti að það segist ekki geta meir. Starfsfólk verður að geta séð að hlutirnir taki enda, að það rofi aftur til. Í fyrra var talað um að botninum væri náð. Við trúðum þessu. Þegar heilbrigðisþjónustan í landinu fær síðan nýjar aðalhalds- kröfur núna, þá er það niðurbrjót- andi. Fólk var farið að horfa til þess að nú væri starfsemin komin í ákveðinn ramma. Það væri hægt að horfa til framtíðar og eiga smá svigrúm til að gera betur á sumum stöðum. Við höfðum áætlanir um slíkt og stefnum á fleiri aðgerðir þar sem biðlistar eru eins og í lið- skiptaaðgerðum. Við höfum ver- ið að bæta okkur þar í haust. Auð- vitað er þetta erfitt. Við búum þó svo vel að vera með frábært starfs- fólk með mikla reynslu. Hér er svo góður kjarni á Akranesi, starfsand- inn er góður.“ Fólk hefur leitað fyrir sér erlendis Síðustu misseri hefur borið á um- ræðu um að starfsfólk í heilbrigð- isstéttum hér á landi væri farið að leita starfa erlendis. Mikið vinnu- álag, léleg laun, endalaus niður- skurður og eftirspurn eftir heil- brigðisstarfsmönnum í nágranna- löndunum og þá einkum í Nor- egi, væri þess valdandi að rót væri komið á heilbrigðisstarfsmenn hér á landi. „Ég veit til þess að fólk hefur verið að leita fyrir sér. Við höfum dæmi, bæði í ár og í fyrra, um að starfsmenn hafi farið í sínum sum- arleyfum til starfa erlendis. Það hefur þó ekki verið þannig að fólk hér á Akranesi hafi sagt upp störf- um til að hefja ný störf í útlöndum. Þetta hefur þó gerst á öðrum stöð- um á Vesturlandi en það er mjög lítið um það. Það er miklu minna um þetta hjá okkur en maður heyr- ir af á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jóhanna. mþh Þangslætti hjá Þörungaverksmið- junni á Reykhólum er nú lokið. Alls voru slegin um 14 þúsund tonn á veríðinni í ár, sem alla jafnan stend- ur frá miðjum apríl til októberloka. Vegna góðs tíðarfars teygðist ver- tíðin fram í miðjan nóvember, sem kom sér vel þar sem vinnsla lá niðri í fjórar vikur í sumar vegna við- halds. Framundan næstu mánuði er mjölvinnsla úr hrossaþara sem Grettir, skip félagsins, mun sækja í Breiðafjörð í vetur með þar til gerðum plógi. Að sögn Garðars Jónssonar, starfandi framkvæmdastjóra Þör- ungaverksmiðjunnar, er afkoma af þangvertíðinni í ár vel viðunandi þrátt fyrir að hvorki væri slegið né framleitt mjöl í fjórar vikur í sumar. Nærri lætur að á þessu ári hafi ver- ið fjárfest fyrir hátt í 100 milljón- ir króna, m.a. í nýjum stjórnbúnaði og rafkerfi í verksmiðjunni, sem var að stofni til frá árinu 1973. Einnig var fjárfest í verkefnum sem lúta að öryggis-, gæða- og umhverfiskröf- um og var verksmiðjan t.d. girt af og tekin upp rafræn aðgangsstýring að verksmiðjusvæðinu. Öll framleiðsla Þörungaverk- smiðjunnar er seld fyrirfram og er meiri eftirspurn erlendis en unnt er að anna. Markaðir, sem lokuðust í efnahagskreppunni eru smám sam- an að taka við sér á ný, m.a. í Japan, Indlandi og Suður-Afríku. mm Fyrirsjáanlegur skortur á hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum Þangvertíðinni á Reykhólum er nú lokið Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. HVE reynir að halda í horfi þrátt fyrir niðurskurð Hollvinir Landbúnaðarháskólans brýna sverðin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.