Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Drengjakór íslenska lýðveldisins kom nýverið í Rif og flutti þar góða dagskrá eftir að hafa skemmt vist- fólki á dvalarheimilunum í Grund- arfirði og Ólafsvík. Gestir voru margir og undirtektir mjög góðar. Á meðfylgjandi mynd er kórinn að syngja fyrir gesti í Frystiklefanum. Kór þessi er fjórfaldur kvartett og var stofnaður í lok hrunársins 2008 og hefur komið víða fram síðan, svo sem í brúðkaupum, guðsþjón- ustum, jólahlaðborðum, árshátíð- um, þorrablótum og víðar. Kórinn hefur hlotið einróma lof fyrir létta framkomu og góðan söng enda er hópurinn skipaður reyndum söng- mönnum sem allir hafa gaman af því að skemmta sér og öðrum með söng og sprelli. mm Síðastliðið mánudagskvöld var haldið upp á 50 ára afmæli Hesta- mannafélagsins Snæfellings. Af- mælisfagn- aðurinn fór fram í nýj- um sal- a r k y n n - um Hót- els Rjúk- anda við Vegamót á S n æ f e l l s - nesi. Þar s v i g n u ð u borð und- an kræs- ingum í glæsilegri kaffiveislu. Á sjöunda tug félagsmanna og gesta voru saman komnir til að fagna af- mælinu. Meðal annars Leifur Kr. Jóhannesson helsti hvatamaður að stofnun félagsins ásamt nokkrum stofnfélögum og fleiri eldri félags- mönnum. „Þetta var skemmtileg og nota- leg kvöldstund. Fólk kom upp og sagði skemmtilegar minningar frá veru sinni í félaginu. Þá var ekki síst gaman að eldri félagarnir gátu ver- ið viðstaddir,“ segir Ásdís Ólöf Sig- urðardóttir í Eiðhúsum, formaður Snæfellings. Hún segir að annars hafi verið lítið um ræðuhöld í af- mælisfagnaðinum, veittar hafi verið nokkrar viðurkenningar, en mesti tíminn farið í notalegt rabb og að njóta veitinganna. Mikill kraftur er í starfi Snæfellings en stutt er síð- an félagið kom sér upp reiðhöll í Grundarfirði. Auk þess hafa félagar í Snæfellingi aðgang með sína hesta í reiðhöllinni hjá Einari Ólafssyni í Söðulsholti. Félagar í Snæfellingi eru um 225 talsins. þá/ Ljósm. iss. Versluninni Hrannarbúðinni í Grundarfirði var lokað síðastliðið fimmtudagskvöld eftir þrjátíu ára rekstur. Í versluninni var fjölbreytt úrval vara. Þar voru m.a. seld leik- föng, bækur, ritföng, prjónavör- ur, rafskutlur og í raun allt á milli himins og jarðar, ef svo má að orði komast. Það er því mikill missir af versluninni í samfélaginu í Grund- arfirði. „Ástæðan fyrir því að við hættum rekstri er að við erum búin að vera svo lengi í þessu. Konan er búin að vera í þrjátíu ár og ég síð- ustu sextán árin, frá því að ég hætti sem skólastjóri. Það er kominn góð- ur tími í þetta góða starf en viðver- an hefur verið mikil og sjaldan frí,“ segir Gunnar Kristjánsson sem rek- ið hefur verslunina ásamt Jóhönnu Halldórsdóttur konu sinni. Óráðið er hvað tekur við hjá þeim hjónum eftir lokun verslunarinnar. „Það er ekki í hendi eða ákveðið en ég kvíði ekki verkefnaskorti. Það er ekki tímabært að segja frá hvað er framundan,“ segir Gunnar en eng- inn hefur tekið við rekstri versl- unarinnar. „Það er mjög slæmt að missa svona verslun úr samfélaginu hérna en fólk skilur alveg okkar að- stöðu. Kannski tekur einhver við sér nú þegar búið er að skella í lás og er tilbúinn að taka upp þráðinn þar sem við hættum,“ segir Gunn- ar. grþ Ríkisstjórnin okkar Íslendinga er um sex mánaða gömul, kosin í lýð- ræðishátíð í apríl síðastliðnum og eru verk hennar smám saman að koma fram, nú nýjast aðgerð- ir vegna skuldavanda heimila sem mikilvægt er að skoða vandlega og á jákvæðum nótum. Þær fréttir virðast ætla að gleypa fréttaflutning um fjárlagafrumvarp sem m.a. tók ákvörðun um að skera verulega niður í tekjustofnum rík- isins, sem gæti haft áhrif á þessar aðgerðir til lengri tíma. Mér finnst ástæða fyrir okkur í NV-kjördæmi að horfa til fjárlagafrumvarpsins. Er skynsamlegt miðað við stöðu ríkissjóðs að fella niður skatta í ferðaþjónustu og fá minna út úr auðlindagjaldi? Eða að stöðva að- ildarferli að ESB án þess að kalla þjóðina að því verki? Með því slá striki yfir IPA-vinnu sem mun hafa miklar neikvæðar afleiðingar í för með sér m.a. í byggðarlögum NV- kjördæmis þar sem ótal framsækin verkefni munu væntanlega festast í bið eða falla niður. Fjárlagafrumvarpið stefnir að hallalausum fjárlögum sem er mjög gott mál. Því meira sem ég les frum- varpið, því meira efast ég þó um að núllinu verði náð. Óvissutekjur eru þar allnokkrar og ég hef verulegar áhyggjur af frekari flötum niður- skurði. Það einfaldlega virkar ekki miðað við raunverulega stöðu, enda komið inn úr kjarnanum t.d. í heil- brigðis- og menntakerfi. Einnig kom á óvart að sjá dreg- ið úr niðurgreiðslum á raforku- verði og til landflutninga. Ég neita að trúa því að samfélagsleg ábyrgð landsmanna taki ekki til þess að reyna að jafna aðstöðu Ís- lendinga þegar kemur að orkumál- um. Ákveðin skref hafa verið tek- in til að rétta við stöðu okkar sem búum utan höfuðborgarsvæðisins og á köldum svæðum en nú virðist stefnan vera að auka þann ójöfnuð á ný. Verulega smár hluti af heildar- fjármagni í fjárlögum, en stór fyrir íbúa kaldra svæða! Svo eru það hagræðingartillög- urnar 111 sem miðast að því að draga úr ríkisrekstri. Margar þeirra hljóma vel, en þó hef ég ákveðnar áhyggjur af því að heldur sé gárað yfirborðið, en ekki kíkt undir. Full- yrðingar um að sameiningar einar og sér muni draga úr fjárútlátum þarf að skoða gaumgæfilega og þar verður að koma inn faglegt sjónar- horn. Frasinn um að skera niður og auka þjónustu er verulega hæpinn og þarfnast eiginlega útskýringar. Ekki kannski síst þegar kostnað við ríkisstjórn virðist eiga að auka um 23%. Sérstaklega hef ég þó áhyggjur af því fyrir mitt kjördæmi að sjá til þess tekið að fækka þurfi háskólum og framhaldsskólum. Í kjördæminu starfa þrír háskólar og tvö háskóla- setur. Á síðustu 10 árum hafa ver- ið reistir tveir nýir framhaldsskólar auk þess sem fimm ný „framhalds- skólaútibú“ hafa risið. Ég átta mig á því að skoða þarf menntakerfið gaumgæfilega og vel má vera að þar felist hagræðingar-rmöguleikar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er á milli stofnana, en ég óttast það að frekar sé horft til annarra svæða. Þessir nýju skól- ar og setur hafa gjörbreytt aðstöðu fólks í námunda við þá og allur nið- urskurður ríkisins gagnvart þeim er ávísun á að flytja kostnað yfir á for- ráðamenn barna þessara staða. Þess vegna set ég hér línur á blað. Því ég vil ekki sitja einn uppi með þennan ugg. Í okkar kjördæmi eru sex þingmenn í ríkisstjórnarflokk- unum. Við eigum utanríkisráðherr- ann, forseta Alþingis og aðstoðar- mann forsætisráðherra sem jafn- framt stendur fyrir hagræðingar- hópnum. Ég skora á þá að finna á ný þær áherslur sem þeir töluðu um á ferð- um sínum fyrir kosningar og rifji upp hvað það var, og er, sem fólkið í kjördæminu þeirra talaði fyrir. Það er ennþá möguleiki að endurskoða tekjustofna í stað þess að sveifla niðurskurðarhnífnum af krafti og það er full ástæða til þess að spyrja sig reglulega hvað styður best við bak samfélaganna okkar hér. Starf þingmannsins er göfugt starf. Það felst að mínu mati 80% í því taka þátt í samtali við sína þjóð og hin 20% eiga að miða að því að vinna úr þeim óskum. Ekki bara fyrir kosningar, heldur alltaf. Því lofaði Björt Framtíð og hef- ur fylgt því eftir í störfum sínum. Fjölgum endilega í því liði! Magnús Þór Jónsson - Í stjórn Bjartrar Framtíðar. Pennagrein Hvaða verk munu tala í NV-kjördæmi? Fullorðnir drengir í kór Hjónin Gunnar Kristjánsson og Jóhanna H. Halldórsdóttir hafa nú hætt rekstri Hrannarbúðarinnar í Grundarfirði eftir að hafa rekið verslunina í þrjá áratugi. Hrannarbúðinni í Grundar- firði hefur verið lokað Haldið upp á 50 ára afmæli Snæfellings Leifur Kr. Jóhannesson helsti hvatamaður að stofnun Snæfellings. Ásdís Ólöf Sigurðardóttir formaður Snæfellings, Siguroddur Pétursson hestaíþróttamaður Snæfellings og Gunnar Sturluson frá Hrísdal, en Hrísdalur er ræktunarbú ársins hjá Snæfellingi. Leifur Kr. Jóhannesson veitir Bjarna Jónassyni Þotuskjöldinn, en hann er veittur fyrir vel unnin störf. Þrír félagsmenn fengu heiðursviðurkenningar. Frá hægri Einar Ólafsson Söðuls- holti, Halldís Hallsdóttir frá Bíldshóli og Svavar Edilonsson í Stykkishólmi. Leifur Kr Jóhannesson og Högni Bæringsson hlutu gullmerki ÍSÍ sem Garðar Svansson framkvæmdastjóri HSH afhenti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.