Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Ákveðið hefur verið að ljósin á jólatrénu á Akratorgi á Akranesi verði tendruð á laugardaginn, 7. desember klukkan 16. Dagskrá viðburðarins verður með hefð- bundnum hætti en auk ávarpa og tónlistar er von á góðum og skemmtilegum gestum sem jafn- an virðast þefa upp viðburð sem þennan, svo sem jólasveinunum í Akrafjalli. Sem kunnugt er hafa að undanförnu staðið yfir fram- kvæmdir við breytingar á Akra- torgi. Vegna góðrar stöðu fyrri áfanga þeirra framkvæmda segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri að hægt verði að tryggja öryggi gesta þegar kveikt verður á jóla- trénu. Bæjartréð verði því þar eins og vanalega. Meðal annars er búið að ganga frá hellulögn á því svæði sem er næst verslunum við torg- ið. Þá er einnig búið að ganga frá annarri hleðslunni af tveimur á torginu. „Okkur er því ekkert af vanbúnaði að koma jólatrénu fyr- ir og þurfum því ekki að grípa til plans B með staðsetningu trés- ins annars staðar í bænum,“ seg- ir Regína. Eins og síðustu árin er jólatréð fengið úr Hvammsskógi í Skorradal. þá Síðastliðinn laugardag var haldinn opinn stefnumótunarfundur um atvinnumál á Akranesi. Fundur- inn bar yfirskriftina: „Framtíð við Faxaflóa - sköpum 1000 ný störf.“ Yfir hundrað manns mættu á fund- inn. Sýndu íbúar á Akranesi með því áhuga á atvinnumálum í þeirra heimabæ. Til fundarins var beint öllum áhugasömum, ekki síst þeim sem vilja hafa áhrif á hvert skuli stefna á næstu árum í atvinnumál- um. Ragna Árnadóttir formaður Samráðsvettvangs um aukna hag- sæld á Íslandi opnaði umræðuna. Hún sagði frá hlutverki Samráðs- vettvangs, sem er meðal annars að setja efnahagsleg markmið Íslands til 2030. Ingibjörg Valdimarsdótt- ir, formaður starfshóps um at- vinnu- og ferðamál Akraneskaup- staðar, sagði frá markmiðum sem sett hafa verið um að skapa ný störf, snúa vörn í sókn og skapa stefnu til framtíðar. Guðfinna Bjarnadóttir, ráðgjafi og fyrrum rektor við Há- skóla Reykjavíkur, stýrði fundinum sem var fyrsti opni íbúafundurinn í röð nokkurra hjá Akraneskaupstað sem munu bera yfirskriftina Fram- tíð við Faxaflóa. Frumkvöðlar héldu örfyrirlestra Nokkrir frumkvöðlar í atvinnulíf- inu á Akranesi héldu fimm mín- útna örfyrirlestra. Sögðu þeir frá fyrirtækjum sínum, hugmyndum og áherslum. Þeir sem stigu í pontu voru Eva Laufey Kjaran Her- mannsdóttir rithöfundur og fjöl- miðlakona, Rolf Hákon Arnarson framkvæmdastjóri Akraborgar, Ing- ólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans hf., Ólöf Linda Ólafsdótt- ir frá Vigni G. Jónssyni hf., Hlédís Sveinsdóttir eigandi kindur.is, Arn- ar Ólafsson frá Stálfélaginu, Pétur Þorleifsson Norðanfiski hf. og Ís- ólfur Haraldsson frá Vinum Hall- arinnar. Í þessum stuttu fyrirlestrum kom meðal annars fram að mikilvægt er að setja sér markmið. Næg tækifæri séu til staðar á Akranesi og að sam- legðaráhrif milli fyrirtækja á svæð- inu séu meiri en fólki grunar. Fram- boð sé af góðu starfsfólki á Akra- nesi. Gleðin sé vanmetin orkulind, því erfitt sé að ná árangri án gleði og trúar. Þá flutti Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri erindi á fundinum um Akranes hér og nú. Hún greindi frá helstu niðurstöðum íbúa- og fyrirtækjakönnunar SSV fyrir árið 2013 og dró fram staðreyndir til fróðleiks um bæjarfélagið. Er það hafið eða fjöllin... Ásbjörn Björgvinsson ráðgjafi og rekstrarstjóri hjá Special Tours í Reykjavík og formaður Ferðamála- samtaka Íslands kynnti sína reynslu af ferðamálum. Hans erindi bar yf- irskriftina „Er það hafið eða fjöllin sem laða mig hér að?“ Það fjallaði um þá möguleika sem Akranes kann að eiga í sjávartengdri ferða- þjónustu. „Það vantar að Akra- nes stimpli sig betur inn gagnvart ferðamönnum. Hér er góð þjón- usta fyrir íbúa en ekki fyrir ferða- Kveikt á jólatrénu á Akratorgi á laugardaginn Vel mætt á stefnumótunarfund á Akranesi menn,“ sagði hann af hreinskilni. Akranes ætti að skilgreina sig sem hluta af ferðaþjónustunni. Ekkert væri á svæðinu sem dregur ferða- menn að. Það vantaði því að sköp- uð yrði sú ímynd sem getur valdið því að ferðamenn langi til að koma á Akranes. Einnig voru pallborðsumræður um tækifæri Akraness í öðrum at- vinnumálum. Þar tóku þátt Ólaf- ur Páll Gunnarsson dagskrárgerð- armaður, Ólafur Adolfsson lyfsali, Anna Lydia Sigurðardóttir verk- efnastjóri hjá Fosshótelum, Sæv- ar Freyr Þráinsson forstjóri Símans og Rakel Óskarsdóttir verslunar- rekandi. Þau fengu öll eina spurn- ingu: „Hvernig er hægt að efla at- vinnulífið á Akranesi?“ Þeim fannst vanta markmiðasetningu og hvatn- ingu fyrir frumkvöðlastarf. Bæta þurfi upplýsingaflæði, samgöngur og samvinnu milli sveitarfélaga. Fólksferja og bætta ímynd Á fundinum var spurningalista dreift til þátttakenda. Þeir voru beðnir að svara skriflega ýmsu sem tengdist atvinnumálum á svæðinu. Eftir há- degismat var þátttakendum skipt í sjö vinnuhópa. Farið var yfir málin með spurningalistana til hliðsjónar. Hópstjórar voru fulltrúar í atvinnu- og ferðamálanefnd og bæjarstjóri: Guðni Tryggvason, Helga Rún Guðmundsdóttir, Hörður Svav- arsson, Ingibjörg Valdimarsdótt- ir, Katla María Ketilsdóttir, Ólafur Adolfsson auk Regínu Ásvaldsdótt- ur bæjarstjóra. Hún hljóp í skarð- ið fyrir Sævar Frey Þráinsson for- stjóra Símans sem þurfti að sinna öðrum verkefnum eftir hádegi. Margar hugmyndir komu fram úr hópavinnunni um atvinnusköp- un. Var ferðaþjónusta sérstaklega nefnd ásamt miðbænum á Akra- nesi. Mörgum þótti framhaldsvinna á áli vænleg ásamt fullvinnslu sjáv- arafurða. Einnig komu fram hug- myndir um fólksferju á milli Akra- ness og Reykjavíkur ásamt öðrum hugmyndum um bættar samgöng- ur. Þá var ljóst að fólki þykir nauð- synlegt að bæta ímynd Akraness út á við. Það mætti gera með öflugra markaðsstarfi. Niðurstöður fundarins ekki ofan í skúffu „Það var ákveðinn kraftur sem leystist úr læðingi á fundinum. Við skynjuðum hann vel. Við erum öll sammála því að fylgja eftir þess- ari gleði og jákvæðni sem var ein- kennandi. Það er mikilvægt að taka á málunum sem fyrst. Niðurstöð- ur fundarins munu ekki fara ofan í skúffu,“ segir Regína bæjarstjóri. Eftir fundinn fannst henni standa upp úr hve mörg góð fyrirtæki eru á svæðinu. „Hér er líka mikið af ungu fólki sem er með fínar hugmyndir. Það var gaman að hlusta á öll örer- indin. Þar var búið að blanda sam- an fólki með mikla reynslu og fólki sem er að stíga sín fyrstu skref.“ Aðspurð um næstu skref seg- ir Regína að unnið verði úr þeim minnispunktum sem urðu til í hópavinnunni. Atvinnu- og ferða- málanefndin muni svo móta stefnu og aðgerðaplan, meðal annars út frá þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum. grþ Meðlimir í atvinnu- og ferðamálanefnd Akraneskaupstaðar, sem allir voru hópstjórar, ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjar- stjóra, Guðfinnu Bjarnadóttur fundarstjóra og Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur verkefnastjóra. Á myndina vantar Sævar Frey Þráinsson sem einnig var hópstjóri. Róberta Lilja Ísólfsdóttir flutti listavel stutta kynningu með föður sínum, Ísólfi Haraldssyni frá Vinum Hallarinnar. Líflegar umræður sköpuðust í anddyri tónlistarskólans í hádegishléinu. Þátttakendum var skipt í sjö hópa. Á myndinni má sjá hóp 1 ásamt hópstjóranum Guðna Tryggvasyni. Hópavinna í fullum gangi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.