Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Skopmyndateiknari: Bjarni Þór Bjarnason Höfundur: Dagbjartur Dagbjartsson Bráðsmellin bók sem passar ótrúlega vel í jólapappír! Fæst í betri bókaverslunum og hjá útgefanda. www.skessuhorn.is Jólabók vísnaáhugafólks www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Nafn: Þorsteinn Guðmundur Erlendsson. Starfsheiti/fyrirtæki: Bakari hjá Geirabakaríi í Borgarnesi. Fjölskylduhagir/búseta: Ein- hleypur og bý hjá pabba. Áhugamál: Fjölskyldan, veiði, íþróttir og félagsskapurinn. Vinnudagurinn: Fimmtudagur 28. nóvember 2013. Mætt til vinnu klukkan og fyrstu verk? Ég mætti til vinnu klukkan rúmlega 5 og byrj- aði á að kveikja á ofnunum og steikingarpottinum og auðvitað stimpla mig inn. Klukkan 10? Þá vorum við að klára kaffitímann og síðan var rokið í að laga rúnstykki og lang- lokur. Hádegið? Í hádeginu vorum við að fletja út okkar vinsæla laufa- brauð og skera í þau og ganga frá. Klukkan 14? Þá var ég að klára að borða þessa ljúffengu hakk- súpu með öllu tilheyrandi sem hún Jóhanna Erla lagaði og var súpa dagsins í bakaríinu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Við hættum klukkan 13:45 og það síðasta sem við gerðum var að setja kremið á sörurnar. Fastir liðir alla daga? Hlátur, söngur, gleði og fótboltatal við Jonna Ragg! Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Tilhlökkunin í að mæta aftur næsta dag. Var dagurinn hefðbundinn? Já, hann var það, mjög góður dagur. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Í maí 2010. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Já. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Alltaf. Eitthvað að lokum? Áfram Skallagrímur! Dag ur í lífi... bakara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.