Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Eitt er það fiskiskip sem vak- ið hefur athygli í vikulegu yfirliti Skessuhorns þar sem tilgreindar eru landanir og aflahæstu skip og bátar á Vesturlandi. Það er línu- trillan Tryggvi Eðvarðs SH 2 sem gerð er út frá Rifi. Rótfiskast á bát- inn og er það nánast fastur lið- ur í aflayfirlitinu. Áhöfnin er skip- uð ungum dugnaðarmönnum sem sækja sjóinn af festu og afla þjóð- arbúinu mikilla verðmæta. Aflatöl- ur Tryggva Eðvarðs tala sínu máli þegar þær eru skoðaðar. Á síð- asta fiskveiðiári 2012/2013 veiddi áhöfnin alls 1.083 tonn af bolfiski, þar af 635 tonn af þorski. Á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru af þessu fiskveiðiári hafa skipverj- ar á Tryggva dregið 236 tonn úr sjó. Þar af eru rétt tæp 100 tonn af þorski. Þessu til viðbótar veiddu þeir á Tryggva Eðvarðs alls 97 tonn af makríl á síðasta ári. Skipstjóri frá unga aldri Arnar Laxi Jóhannsson er fædd- ur árið 1981 og ólst upp á Hellis- sandi. Hann er 32 ára og skipstjóri á Tryggva Eðvarðs. Arnar er kvæntur Bryndísi Ástu Ágústsdóttur og þau eiga tvö börn, soninn Jóhann 8 ára og dótturina Evítu Eik 3 ára. Fjöl- skyldan býr í Ólafsvík. „Ég byrj- aði 16 ára gamall á sjó. Skipstjórn- arréttindin fékk ég 18 ára gamall. Það var á bát í eigu föður míns sem hét Sæbliki. Reyndar var það svo að ég mátti ekki fá réttindi svona ung- ur. Ég vissi ekki að reglurnar væru þannig að menn undir tvítugu gætu ekki fengið skipstjórnarréttindi. Ég hafði tekið mín próf og sótt um í góðri trú hjá sýslumanni og feng- ið skírteinið. Þeir ætluðu að reyna að taka réttindin af mér þegar þeir uppgötvuðu að þeir hefðu látið of ungan mann hafa þau en það var ekki hægt. Það má ekki taka rétt- indi af manni þegar hann er búinn að fá þau og byrjaður að róa sem skipstjóri,“ segir Arnar og bætir því við að hann kunni ekkert annað en að vera á sjó. Eins og það sé ekki fullnóg. Arnar á reyndar ekki langt að sækja sjómennskuna. Faðir hans er Jóhann Rúnar Kristinsson sjó- maður, skipstjóri og útgerðamaður í Rifi til áratuga. Þakkar útgerð og áhöfn Arnar hefur verið með bátinn síðan 2008. „Ég tók við Tryggva Eðvarðs rétt fyrir hrun þá orðinn 27 ára. Það er búið að ganga mjög vel. Ég þakka það góðri áhöfn og afbragðs útgerð. Við erum þrír í áhöfn, ég sjálfur, Gunnar Helgi Baldurs- son vélstjóri og Guðmundur Njáll Þórðarson. Þetta eru góðir félagar og toppmenn en útgerðarmaðurinn og útgerðin skiptir líka miklu máli. Ég er mjög sáttur.“ Það er fyrirtæk- ið Nesver ehf. í Rifi sem á og ger- ir út Tryggva Eðvarðs. Nesver er í eigu Ásbjarnar Óttarssonar fyrrver- andi alþingismanns og eiginkonu hans Margrétar Scheving. „Afl- inn hjá okkur fer nú til vinnslu hjá Bylgjunni í Ólafsvík. Yfirleitt sett- um við allt á markað áður,“ seg- ir Arnar. Áhöfn Tryggva Eðvarðs og útgerð hafa fundið fyrir því að Lið Snæfellsbæjar mætti Mosfell- ingum í lokaviðureign fyrstu um- ferðar spurningakeppni Útsvars í RUV á föstudaginn. Heilladísirn- ar voru ekki með Snæfellingum að þessu sinni og tapaðist viður- eignin naumlega, 73:77. Lið Snæ- fellsbæjar var óheppið framan af keppni en átti góðan endasprett, sem dugði þó ekki til sigurs. Létt- leiki í bland við hæfilega spennu einkenndi viðureignina. Lið Snæ- fellsbæjar var skipað þeim Magn- úsi Þór Jónssyni, Sigfúsi Almars- syni og Guðrúnu Fríðu Pálsdótt- ur. Af Vesturlandi eru því tvö lið eftir í keppni, Akraneskaupstað- ur og Borgarbyggð. Í lok síðasta þáttar var dregið um mótherja í annarri umferð keppninnar. Skagamenn munu þá mæta fyr- nasterku liði Reykjanesbæjar og Borgarbyggð fær Seltirninga sem mótherja. Ekki er búið að dagsetja þær viðureignir. mm Lutu í gras í Útsvari Aflakló á happafleytu fiskverð hafi lækkað. „Það er tölu- verð lækkun síðan í fyrra. Við finn- um fyrir því þannig lagað, okkur munar um þetta. En þá er bara að veiða meira í staðinn og reyna að bæta þetta upp. Verðlækkun er bara áskorun um að fiska meira,“ segir Arnar og hlær við. „Mest höfum við róið héðan frá utanverðu Snæfellsnesi. Síðustu tvö haust höfum við svo fært okkur um set og róið frá Bolungarvík. Það er hins vegar dýrt. Það þarf að keyra öllum aðföngum svo sem línuböl- um þangað vestur á hverjum degi. Við höfum því ekki farið þangað í ár og ætlum að róða héðan frá Snæ- fellsnesi. Haustveiðin hér hefur ver- ið aðeins skárri en á undanförnum árum. Veiðin þarf að vera umtals- vert mikið betri við norðanverða Vestfirði til að það sé hægt að rétt- læta að fara með bát og mannskap þangað. Ég á von á að við róum sitt hvoru megin við utanvert Snæfells- nesið í vetur, allt eftir stöðu veðurs og vinda. Nú erum við með bátinn í Rifi en ég hef hug á að fara aftur á Stapa. Við höfum verið mest þar í haust og það sem af er vetri.“ Makríllinn var góð búbót Þeir á Tryggva Eðvarðs reyndu við makrílveiðarnar á liðnu sumri og fengu sem fyrr var greint tæplega 100 tonn. Arnar segir þó að hon- um hafi þótt árangurinn misjafn og hann sé ekki sáttur við vertíðina. „Við fórum þá víða, bæði í Breiða- firði og alla leið norður í Stein- grímsfjörð á Ströndum. Ég á samt von á því að við förum aftur á mak- ríl í sumar þrátt fyrir alla óvissu. Við vitum ekki hvað verður í sambandi við úthlutanir á aflaheimildum og annað. Ef þetta verður óbreytt frá því í ár förum við eflaust.“ Arnar Laxi segir að makríll- inn hafi orðið búbót í fleiri en ein- um skilningi. „Við létum frysta 20 tonn af makrílnum sem við veidd- um í sumar og höfum notað sem beitu í haust. Þetta er alveg afburða agn. Nú erum við búnir með þenn- an makríl. Það veldur okkur pínu áhyggjum. Við neyðumst til að nota aðra beitu sem gefur kannski ekki jafn góðan afla.“ Breyttur afli í bolfiski Arnar segir að aflabrögðin í bolfisk- inum hafi breyst nokkuð á síðustu tveimur árum. Krafturinn í veiðun- um sé ekki sá sami yfir hávertíðina og hann var þar á undan. „Þá þurft- um við aldrei að fara á flakk til að elta fiskinn eins og tilhneigingin er til núna. Það er eins og göngu- og útbreiðslumynstrið á fisknum hafi breyst eftir 2010. Það hefur verið mikið af þorski fyrir austan og nú sjáum við mikið af fiski norðan við land. Það er í sjálfu sér nóg af fiski í sjónum en ég held að makrílgöng- urnar hafi samt haft áhrif. Þar hefur ný fiskitegund ruðst inn í lífkeðjuna og það hefur haft sín áhrif og leitt til breytinga. Makríllinn sýgur upp allt ætið. Það er minna af þorski á grunnslóðinni hér við Vesturland en mokveiði dýpra. Við komumst bara ekki þangað út á þessum smá- bátum nema veður sé gott. Fyrir utan þetta er ekki annað að sjá en þorskurinn sé vel haldinn. Það er svo nóg til af ýsunni. Hún er svolít- ið að þvælast fyrir okkur. Við höf- um ekki mikinn kvóta í ýsunni og reynum því að halda okkur frá. Það væri hægt að veiða miklu meira af henni ef mönnum væri heimilt að gera það. Úthlutunin er bara of lág.“ Tíðar brælur og ótíð í haust Þegar blaðamaður Skessuhorns tók Arnar tali var hann í landi. Það er í sjálfu sér óvenjulegt. Ekkert nema veðrið fær stoppað áhöfn Tryggva Eðvarðs SH. Þennan dag er storm- ur á miðunum og báturinn bíður bundinn við bryggju í Rifi. „Þetta er búið að vera hálfgerður viðbjóð- ur undanfarið. Mikil ótíð og bræl- ur. Við erum að skjótast út á milli lægðanna, nánast dag og dag í einu. Þessar aðstæður færa okkur heim sanninn um að það var mikil bless- un að heimiluð var stækkun á bátun- um í smábátakerfinu upp í 15 metra hámarkslengd eða 30 brúttótonn. Þetta er mesta framfarasporið í út- gerðinni á undanförnum árum. Ör- yggi okkar sem erum að róa á þess- um bátum allt árið er stórbætt um leið og vinnuaðstaðan og aflameð- ferð verður betri. Það voru marg- ir á móti þessari stækkun en við erum afar sáttir við þetta. Við róum kannski ekkert meira fyrir vikið en þetta skiptir máli fyrir öryggið. mþh Arnar dregur vænan þorsk úr sjó. Ljósm.: Úr einkasafni. Tryggvi Eðvarðs SH í Rifshöfn. Þessi bátur skilaði um eitt þúsund tonnum af bolfiski og 100 tonnum af makríl á land í fyrra. Ljósm. mþh Þrátt fyrir ungan aldur á Arnar Laxi Jóhannsson á Tryggva Eðvarðs að baki 14 ára reynslu sem skipstjóri. Ljósm. mþh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.