Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
Aðventuhátíð á Akranesi
laugardaginn 7. desember 2013
Kl. 16.00 Akratorg – ljósin tendruð
á jólatrénu
Þar sem framkvæmdir við breytta ásýnd Akratorgs
hafa gengið betur en á horfðist verða ljósin tendruð á
jólatrénu við hátíðlega athöfn á Akratorgi kl. 16.00.
Skólahljómsveit Akraness leikur nokkur jólalög undir
stjórn Halldórs Sighvatssonar. Meðlimir í Litlu Lúðró
eru stoltir af því að koma fram með Skólahljómsveitinni
undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri flytur ávarp, Marinó
Ísak og Aron Elvar tendra jólaljósin.
Rytmastelpurnar úr Brekkó troða upp undir stjórn
Heiðrúnar Hámundardóttur.
Jólasveinar líta við, segja frá ferðum sínum og taka
lagið.
Félagar úr Skátafélagi Akraness veita heitt kakó í boði
Akraneskaupstaðar.
Kl. 13.00 Safnaskálinn Görðum
Jólasveinar einn og átta
Boðið til baðstofu. Þar má finna skýringar og ástæður
fyrir nöfnum flestra jólasveinanna.
Sýningin er ætluð krökkum í fylgd með fjölskyldu sinni
eða í skólahóp. Hópar geta komið frá 9. desember til
jóla og fengið jólasögur í baðstofunni, frítt inn.
Tilboð þennan dag í Garðakaffi á kaffi, kakói og
vöfflum.
Kl. 14.00 Kirkjuhvoll
„Hér eru skýin snjakahvít …“
Sigurbjörg Þrastardóttir,
bæjarlistamaður Akraness,
opnar sýningu í Kirkjuhvoli
á verkum myndlistarmanna
sem hún hefur átt samstarf
við. Sýndar eru teikningar,
málverk og ljósmyndir eftir
Messíönu Tómasdóttur,
Þorvald Þorsteinsson,
Bjarna Þór Bjarnason,
Lauru Jurt o.fl.
Sýningin verður aðeins opin 7. og 8. desember
kl. 14.00 – 17.00. Leiðsögn um sýninguna verður
kl. 15.00 báða dagana.
Allir velkomnir á þessa skemmtilegu og fjölbreyttu
menningarhátíð á aðventunni!
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
2013
2014
Nú er langt liðið á önnina í fram-
haldsskólunum og almennri
kennslu senn að ljúka. Nemendur
skólanna fara því fljótlega að leggj-
ast í prófalestur, þar sem próf eru
tekin, og verður lítið um að vera í
félagslífinu á meðan.
Jólaböll eru oft haldin í lok
nóvember og í síðustu viku voru
slíkar skemmtanir í Grundar-
firði og á Akranesi, fyrir nemend-
ur fjölbrautaskólanna. Skemmt-
unin hjá Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga tókst vel í alla staði. Þar var
boðið var upp á dýrindis jólamat
og skemmtiatriði yfir borðhald-
inu. Kynnar kvöldsins voru Krist-
ján Teitur og Sigurður Már, fyrr-
verandi nemendur skólans. Með-
al skemmtiatriða voru tvö mynd-
bönd sem hlutu góðar viðtökur.
Annað þeirra var gert af Hellisbú-
unum, hópi nemenda úr skólanum,
en hitt af nemendum starfsbraut-
ar. Að sögn Guðmundar Jensson-
ar formanns NFSN var dansleik-
ur haldinn síðar um kvöldið. „Við
vorum með ball sem stóð til þrjú og
þetta var allt rosalega vel heppnað.
Skemmtiatriðin voru frábær, mat-
urinn góður og nemendur voru til
sóma. Einnig má geta þess að það
var metmæting á þessa skemmtun,“
sagði hann.
Síðasti dansleikur NFFA á þessu
skólaári var haldinn síðasta fimmtu-
dagskvöld á Gamla kaupfélag-
inu. Jólaballið var vel lukkað og
skemmtu nemendur sér konung-
lega. Eins og vanalegt er gátu þeir
sem vildu blásið í áfengismæli til
að sýna að þeir hefðu ekki drukk-
ið áfengi fyrir ball. Nöfn þeirra
sem það gera fara í áðurnefndan
„edrúpott“. Á mánudag var dregið
úr pottinum. Guðrún Karítas Sig-
urðardóttir var sú heppna og voru
vinningar ekki af verri endanum.
Aðalvinningurinn var 100 þúsund
króna gjafabréf í versluninni Nínu,
gefið af Gamla kaupfélaginu og
Nínu, árskort í þrek og sund gef-
ið af Akraneskaupstað, 15 þúsund
króna gjafabréf í mat hjá Gamla
kaupfélaginu og nokkrir kassar af
drykkjum frá Vífilfelli. Aukavinn-
ingar voru árskort í sund frá Akra-
neskaupstað, gjafabréf frá Gamla
kaupfélaginu og drykkir frá Vífil-
felli.
Engin jólapróf eru í MB og verð-
ur því lítil breyting á skólahaldi
þar þótt aðventan sé gengin í garð.
Nemendafélagið ætlar heldur ekki
að standa fyrir jólaballi heldur fara
þau ótroðnar slóðir, eins og oft
áður, og halda í stað þess nýársball
í janúar. Þó verður jólakvöld haldið
í skólanum þar sem nemendur geta
hist og átt notalega stund.
Dimission á Akranesi
Haldið var lokahóf útskriftarnema
(dimission) í síðustu viku. Að venju
bauð útskriftarhópurinn starfs-
mönnum skólans í morgunmat og
síðar um morguninn var skemmt-
un á sal. Eftir hádegið fór hópur-
inn í óvissuferð og skemmti sér svo
saman fram á kvöld. Að þessu sinni
voru nemendur klæddir upp sem
persónurnar Maggi og Sölmundur
úr kvikmyndinni Skrímsli hf.
grþ
Framhaldsskólahornið
Jólaböllum lokið og próf framundan
Dimission var hjá útskriftarnemendum FVA síðastliðinn fimmtudag. Nemendur
eru hér klæddir sem græna skrímslið Maggi, úr kvikmyndinni Skrímsli hf.
Útskriftarnemendur skemmtu sér konunglega á lokahófi. Hér má sjá nokkra nem-
endur í gervi Sölmundar.
Metmæting var á jólaskemmtun FSN. Skemmtunin heppnaðist vel og mættu nem-
endur spariklæddir.
Nemendur starfsbrautar FSN
útbjuggu myndband til sýningar á
jólaskemmtuninni. Hér er hluti starfs-
brautarnemenda.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir hlaut
aðalvinninginn í ofuredrúpottinum.
Hér sést hún ásamt Gísla Sigurjóni
Þráinssyni, sem dró nafn hennar úr
pottinum.