Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Dagbjartur Dagbjartsson og Bjarni Þór Bjarnason kynna Stolin krækiber - skopmyndaskreytt úrval vísnaþátta í Eymundsson á Akranesi laugardaginn 7. des. kl. 12-15. BÓKAKYNNING OG ÁRITUN Guðbjörn Guðmundsson bóndi í Magnússkógum í Hvammssveit hefur gegnt starfi landpósts nán- ast samfellt frá því að mjólkur- bílstjórarnir í Dölunum hættu að flytja póstinn heim á bæina árið 1975. „Anna Gísladóttir stöðvar- stóri Pósts og Síma í Búðardal bað föður minn Guðmund Halldórsson þá að taka að sér póstburðinn í vest- urhluta sýslunnar því enginn hafði sótt um starfið þegar það var aug- lýst. Hann var þá orðinn sjötugur og ekki alveg í stakk búinn að sinna starfinu í verstu vetrarveðrunum. Faðir minn bað því mig að taka við starfinu. Síðan hef ég lengst af verið póstur. Fyrst í Dölum vestan Búð- ardals í samvinnu við annan mann og nú síðustu ár í Reykhólasveit,“ sagði Guðbjörn þegar blaðamað- ur hitti hann í hádegismat á Stað í Reykhólasveit á dögunum. Guð- björn hefur þau forréttindi póst- manna í landinu að fá frían hádeg- ismat hvern virkan dag vikunnar sem hann er að sinna sínum störf- um. Þar nýtur hann frábærrar gest- risni hjónanna á Stað, Eiríks Snæ- björnssonar og Sigfríðar Magnús- dóttur. „Það er alltaf veisla hérna. Á þessum bæ hefur það alltaf ver- ið þannig að öllum gestum er boðið í mat. Ég finn mig reyndar orðinn eins og einn af fjölskyldunni,“ segir Guðbjörn og brosir. Skemmtilegt starf Guðbjörn segir starf landpóstsins mjög skemmtilegt. „Þetta er starf sem hentar mér mjög vel. Ég kynn- ist mörgu skemmtilegu fólki og hef eignast marga frábæra vini í gegn- um starfið. Fólk kann líka vel að meta þá þjónustu sem við land- póstarnir veitum. Yfir sumarið til dæmis þegar bændum vantar vara- hluti í dráttarvélina eða heyvinnu- tækin, og panta þá hvort heldur frá Selfossi eða Reykjavík, þá er ég mættur með þá heim að bæ dag- inn eftir. Við afgreiðum póstkröf- ur og ábyrgðarbréf. Ég er iðulega með póstkröfur fyrir háar fjárhæð- ir í bílnum. Svo er ég líka með mið- ur skemmtilegri sendingar eins og birtingar og stefnur. Þær eru sem betur fer í miklum minnihluta. Bíll- inn er í raun bara pósthús á hjólum þar sem fólk getur póstlagt böggla og bréf, fengið afgreiddar póstkröf- ur og aðrar sendingar og greitt fyr- ir fengna þjónustu. Ætlaði að hætta Um árabil eða í rúm tuttugu ár sá Guðbjörn um póstdreifinguna í Dalasýslu vestan Búðardals í sam- vinnu við Kristján Sæmundsson frá Neðri-Brunná í Saurbæ. Guðbjörn ætlaði reyndar að hætta í póstflutn- ingunum rétt fyrir 1980, enda þá nýtekinn við búskap í Magnússkóg- um. Þá tók nágranni hans Krist- inn Sigurðsson á Leysingjastöðum í Hvammssveit við af Guðbirni í póstflutningunum og gegndi starf- inu í tvö ár. Þegar síðan Kristinn flutti af svæðinu tók Guðbjörn aft- ur við starfinu. Kona Guðbjörns, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, var með póstflutningana á móti Krist- jáni á Brunná eftir að Guðbjörn tók við póstdreifingu í Reykhólasveit- inni. Sinnti hún dreifingu í Dölum vestan Búðardals þar til fyrir um tveimur árum. Í dag leysir Jóhanna Guðbjörn af í póstferðum í Reyk- hólasveitina þegar með þarf. Ók of mikið Póstþjónusta í Reykhólasveit var boðin út fyrir um það bil sex árum. Guðbjörn fékk þá flutninga. Eftir að hann var búinn að keyra í nokkr- ar vikur var gerð athugasemd við uppgefinn kílómetrafjölda. Guð- björn hafði þá keyrt póstinn heim á hvern bæ eins og venja var. Þá kom í ljós að það var ekki samkvæmt út- boðinu heldur átti að flytja póst- kassana niður að þjóðvegi sem var svo gert í framhaldinu. Guðbjörn fer með póstinn hvern virkan dag vikunnar á Reykhóla og nágrenni, en þrjá daga vikunnar keyrir hann einnig út póst í Gufudalsveitina þar sem enn eru sjö bæir í byggð vest- an Bjarkalundar. Þegar borinn er út póstur á allt svæðið er keyrslan u.þ.b. 300 kílómetrar. Þá daga sem ekki er farið í Gufudalssveitina eru þeir um 200 kílómetrarnir. „Ég fer með póst á um hundrað heimili. Þar af er um helmingurinn í þorp- inu á Reykhólum. Það er alltaf jafn skemmtilegt að fara með póstinn,“ sagði Guðbjörn að endingu. þá Tók við póstflutningunum af mjólkurbílstjórunum Guðbjörn við póstbílinn, hér staddur á hlaðinu á Stað í Reykhólasveit. Ljósm. es. Guðbjörn í hádegismat á Stað í Reykhólasveit. Honum á hægri hönd er yngri bóndinn á Stað, Kristján Þór Ebenezerson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.