Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Allir til fyrirmyndar HVALF.G: Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar í Hval- fjarðargöngum á þriðjudaginn í liðinni viku. Fylgst var með öku- tækjum sem var ekið Hvalfjarðar- göng í norðurátt, um einn km frá syðri munni ganganna. Á einni klukkustund, rétt eftir hádegi, fóru 92 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á lögleg- um hraða, en þarna er 70 km há- markshraði. Meðalhraði öku- manna var 68. Vöktun lögregl- unnar í Hvalfjarðargöngunum er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. –mm Óökuhæfir í umferðinni AKRANES: Tveir ökumenn voru í liðinni viku færðir á lög- reglustöð á Akranesi. Annar var grunaður um akstur undir áhrif- um fíkniefna og hinn um ölvun við akstur. Sá sem var grunaður er um að aka undir áhrifum fíkni- efna kom svo á lögreglustöðina skömmu síðar með annan aðila sem átti að sækja fyrir hann bif- reiðina. Það gekk heldur brös- uglega þar sem sá reyndist svipt- ur ökuréttindum. Tvær bifreið- ar lentu utan vegar eftir árekst- ur á Akrafjallsvegi um miðja vik- una. Meiðsli urðu einhver á fólki en ekki talin alvarleg. Þá var ekið á ljósastaur á lóð tónlistarskólans. Ekki er vitað hver var þar á ferð en staurinn er talsvert boginn. –þá Málþing um eineltismál HVALFJ.SV: „Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn- ið þitt,“ er yfirskrift málþings um eineltismál sem haldið verð- ur í Heiðarskóla í Hvalfjarðar- sveit miðvikudaginn 11. des- ember nk. kl. 17:30. Foreldra- félag leik- og grunnskóla Hval- fjarðarsveitar ásamt fræðslu- og skólanefnd boða til málþingsins. Meðal gesta verður Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna og sýnd heimildamynd. Magnús Stefáns- son frá Marita fræðslunni flytur erindi sem og Bryndís Jónsdótt- ir framkvæmdastjóri SAMFOK. Fræðslu- og skólanefndin býður gestum málþingsins upp á súpu og brauð, enda þingið haldið í kringum kvöldmatartíma. –þá Nýskráðum fyrir- tækjum fjölgar LANDIÐ: Í októbermánuði voru nýskráð 181 einkahlutafélög hér á landi, til samanburðar við 155 í október 2012. Nýskráning- ar voru flestar í fasteignaviðskipt- um. Fyrstu tíu mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.613, en það er 9,5% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.473 fyrirtæki voru skráð. Þá voru 117 fyrirtæki tek- in til gjaldþrotaskipta í október- mánuði. Fyrstu tíu mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 787, en það er 13,6% fækkun frá sama tíma- bili í fyrra þegar 911 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Flest gjaldþrot það sem af er árinu er í flokknum heild- og smásöluverslun, við- gerðir á vélknúnum ökutækjum, samtals 162. -mm Fallið frá lán- tökuheimild AKRANES: Á fundi bæj- arráðs Akraness sl. föstudag var samþykkt tillaga að við- auka vegna fjárhagsáætlunar yfirstandandi árs. Í fyrsta lið viðaukans er gert ráð fyrir já- kvæðri rekstrarafkomu sam- stæðunnar að fjárhæð fimm milljónir króna og hand- bæru fé frá rekstri að fjár- hæð 544 milljónir. Rekstr- arniðurstaða samstæðunn- ar miðast við stöðuna eft- ir fyrstu níu mánuði ársins, en þá var útkoman jákvæð um 60 milljónir og handbært fé frá rekstri 403 milljónir. Bæjarráð fellur frá ákvörðun um lántökuheimild frá 27. júní sl. að fjárhæð 100 millj- ónir króna en vegna rekstr- arstöðu Akraneskaupstaðar er ekki þörf á henni lengur, segir í bókun frá bæjarráðs- fundinum. Samþykkt fund- arins var að öðru leyti vísað til formlegrar afgreiðslu bæj- arstjórnar. -þá Aðventuljós í Borgarkirkju- garði MÝRAR: “Fjölmargir hafa þann sið í heiðri að koma fyrir aðventuljósum á leiðum ástvina sinna í kirkjugarðin- um á Borg á Mýrum. Á liðn- um árum hefur ekki verið innheimt gjald vegna kostn- aðar við lýsinguna. Nú beinir sóknarnefnd hins vegar þeim tilmælum til þeirra sem sjá sér fært að þeir greiði krónur 2000 inn á reikning nr. 0354 03 403383 í Arionbanka. Kt. 480169-6979. Með ósk um góðar stundir á aðventu og jólum. Sóknarnefnd Borgar- kirkju.” Í síðasta tölublaði Skessuhorns var listi yfir viðburði í sóknum á Vest- urlandi á aðventu. Við vinnslu listans fyrir Reykholtskirkju í Borg- arfirði urðu mistök þar sem rangt var farið með upplýsingar um tón- leika í kirkjunni á aðventu. Hér eru réttar upplýsingar um tónleika í Reykholtskirkju á að- ventu og um jól: 3. desember, kl. 18:30. Fram- haldsprófstónleikar á vegum Tón- listarskóla Borgarfjarðar. Anna Sólrún Kolbeinsdóttir spilar. 6. desember, kl. 20:30: Aðventu- tónleikar Reykholtskórsins. Stjórn- andi: Viðar Guðmundsson. 14. desember, kl. 15:00. Jólatón- leikar Freyjukórsins og Karlakórs Kjalnesinga. 28. desember, kl. 21:00. Jólatón- leikar Uppsveitarinnar. Nánari upplýsingar um viðburði í Reykholtskirkju og Snorrastofu má finna á vefsíðu Snorrastofu: www. snorrastofa.is Þetta leiðréttist hér með og beðist velvirðingar á mistök- unum. grþ Íbúi í Snæfellsbæ sem var á göngu við náttúruperluna Skarðsvík að morgni mánudagsins 25. nóvem- ber sl. kom auga á tvö hrosshræ sem hent hafði verið fram af gömlu ruslahaugunum á Hellissandi, um 200 metra frá Skarðsvíkinni. Veg- farandinn sagði að slík umgengni væri til háborinnar skammar; að henda hræjum svona út í náttúruna í staðinn fyrir að urða þau eða koma á gámastöðvar. „Þetta var ógeðsleg aðkoma sagði þessi sami heimildar- maður.“ Þarna í fjörunni lágu því innyfli, hausar og fætur af hross- um sem slátrað hafði verið skömmu áður. af Tveir bílar enduðu útaf Akrafjalls- vegi um klukkan 6:40 sl. föstu- dagsmorgun eftir umferðar- óhapp sem varð rétt austan við vegamótin að Vestra Reyni. Til- drög óhappsins eru rakin til fram- úraksturs. Þegar ökumaður var að aka fram úr tveimur bílum, ætlaði bílstjóri bílsins í miðjunni einn- ig að aka fram úr fremsta bílnum með þeim afleiðingum að bílarnir tveir sem voru í framúrakstri rák- ust saman. Báðir höfnuðu bílarnir út af vegi og stungust inn í skurð- barm. Að sögn lögreglu skemmd- ust báðir bílarnir mikið en talið er að fólk í þeim hafi sloppið án telj- andi meiðsla. þá/ Ljósm. hlh. Árétting vegna tónleika í Reykholtskirkju Sláturúrgangi hent í fjöruna við Skarðsvík Umferðaróhapp á Akrafjallsvegi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.