Læknablaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 5
UMRÆflA 0 G FRÉTTIR
690 Af sjónarhóli stjórnar: 705 Þekkingarauður starfsfólksins
Að losna frá leiðinduni þarf að nýtast
Sigurbjörn Sveinsson Rætt við Önnu Stefánsdóttur
691 Læknafélagið, ehf. framkvæmdastjóra hjúkrunarsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss
Arni Björnsson Anna Ólafsdóttir Björnsson
692 Læknar á „frjálsum markaði“ 710 Fundur stjórnar Norræna
Anna Ólafsdóttir Björnsson læknaráðsins
694 Opið bréf til formanns LÍ Jón Snædal
Tómas Helgason 711 íðorðasafn lækna 126.
Randomize
695 Aðalfundur LÍ ítrekar nauðsyn breytinga á gagnagrunns- Jóhann Heiðar Jóhannsson
Iögunum 713 Broshornið. Með niðurgang úr
Tómas Helgason óbyggðum Bjarni Jónasson
698 Sjúklingatrygging Iögleidd um áramótin 714 Alnæmi í Afríku
Rætt við Guðmund I. Eyjólfsson sérfræðing í blóðsjúkdómum og Anna Ólafsdóttir Björnsson
lyflækningum Anna Ólafsdóttir Björnsson 717 Ráðstefnur og þing
719 Styrkir
701 Bakverkinn burt! Kristinn Tómasson 721 Lausar stöður
702 Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar 724 Okkar á milli
Ólafitr P. Jónsson 727 Minnisblað
703 Samningur við TR
Sími Læknablaðsins er
564 4104
Bréfasíminn er 564 4106
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
55
1
o
©
Ómar Stefánsson (f. 1960) hefur
gegnum tíöina fengist við ýmiss konar
iistsköpun enda lærði hann hjá
fjölhæfum meisturum, meðal annars
þeim Dieter Roth og Hermanni Nitsch.
Ómar hefur verið framarlega á sviði
gjörningalistar með hópnum Inferno 5,
flutt tólist, samið teiknimyndasögur og
margt fleira. Þó má segja að málverkið
hafi verið sá rauði þráður sem tengt
hafi saman listverknaði hans á þeim 20
árum sem liðin eru frá því hann hóf feril
sinn. Sem listmálari hefur Ómar sterka
sérstöðu. Málverk hans eru yfirleitt
sagnakenndari en myndir annarra af
hans kynslóð og endurspegla gjarnan
sterkan áhuga hans á goðsögnum,
galdri og frumspeki. En þrátt fyrir að
víða bregði fyrir minnum úr slíkum
fræðum eru myndirnar alltaf líka
húmorískar í kaldhæðnislegum ádeilu-
stíl sem skilar sér einkum vel í mynd-
meðferð sem minnir sterkt á teikni-
myndasöguna.
Verkið á forsíðu blaðsins, Efna-
fræðiróman, er dæmi um allt þetta.
Þar vísar Ómar til undarlegrar bókar,
Chymische Hochzeit Christiani
Rosenkreutz, sem út kom árið 1616 í
Þýskalandi og er eitt af undistöðu-
verkum vestrænna dularfræða. Höf-
undur bókarinnar var Johann Valentin
Andreae (1586-1654), þýskur guð-
fræðingur, og í verkinu rekur hann
hugleiðingar riddarans Kristjáns
Rósarkross sem sagan segir að hafi á
14. öld stofnað leynifélag „til endur-
reisnar alls heimsins". Bókin vakti
griðarlega athygli og var af mörgum
talin sönnun þess að þetta leynifélag
væri til þótt Andreae segði sjálfur að
verkið væri aðeins leikur og það feli
fremur í sér ádeilu á leynifélög og
dulhyggju.
í málverki Ómars má greina
svipaðan leik að viðfangsefninu.
Annars vegar hleður hann myndina
dulrænum táknum og tilvísunum en
hins vegar kemst áhorfandinn ekki hjá
því að sjá hve fáránlegar og aumkunar-
verðar persónurnar í myndinni eru.
Þessi tvíræðni í framsetningunni
kallast svo aftur á við hina undarlegu
sögu Andreae sem var ætluð sem
ádeila en varð þó að lykiltexta í þeirri
dulhyggjuhefð sem höfundurinn ætlaði
sér að gera grín að.
Jón Proppé
Læknablaðið 2000/86 641