Læknablaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Félag áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar
Félag áhugamanna um söGU læknisfræðinnar var
stofnað fyrir 36 árum. Margir hafa eflaust heyrt
félagsins getið en segja má að fremur hljótt hafi verið
um það. Er því ekki úr vegi að nokkur grein sé gerð
fyrir starfsemi þess.
Félagið var stofnað 18. desember 1964.
Aðalhvatamaður að stofnun þess var Jón Steffensen
(1905-1991) prófessor í líffærafræði við Háskóla
íslands. Á stofnfundinum reifaði hann þau verkefni
sem hann taldi að félagið ætti að vinna að svo sem
útgáfu Medicinsk Historisk Ársbok af íslands hálfu í
samvinnu við hliðstæð félög á Norðurlöndum,
útgáfustarfsemi, meðal annars heimildarrits um sögu
læknisfræðinnar hér á landi og ekki síst varðveislu
minja um sögu læknisfræðinnar. Jón taldi að Nesstofa
væri æskilegur staður fyrir þessa starfsemi og þar ætti
einnig að vera bókasafn um sögu um læknis-
fræðinnar. Á stofnfundinn komu 48 manns. I
lögum félagsins segir að tilgangur þess sé „að efla
þekkingu á sögu lœknisfrœðinnar með hverjum þeim
ráðum er þjónar því sjónarmiði svo sem með því að
styðja rannsóknir á sögu læknisfræðinnar, útgáfu rita
og varðveisla minja um sögu lœknisfrœðinnar... “.
Jón Steffensen var formaður félagsins til æviloka
1991. Gunnlaugur Snædal prófessor var formaður
1991-1997 og síðan hefur Halldór Baldursson læknir
verið formaður þess. Félagsmenn eru nú um 70.
Flestir eru úr hópi lækna en einnig eru þar fornleifa-
fræðingar, lyfjafræðingar, sagnfræðingar, guðfræð-
ingur og lögfræðingur. Starfsemi félagsins hefur að
líkindum verið mismunandi mikil á undanförnum
áratugum eins og gerist og gengur. Hér verða nefnd
nokkur verkefni sem félagið hefur staðið að:
Félagið er aðili að norrænum samtökum félaga
áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, . Á vegum
samtakanna eru haldnar ráðstefnur annað hvert ár til
skiptis á Norðurlöndunum. Félagið hefur tvisvar
staðið fyrir norrænum ráðstefnum um sögu
læknisfræðinnar, 1981 og 1995. í sambandi við
ráðstefnuna 1981 barst félaginu höfðinglegt fyrirheit.
Poul Assens, danskur lyfjafræðingur og umboðs-
maður bresku Wellcome á Norðurlöndum, hét félag-
inu fjárhagslegum stuðningi til að halda árlega
fyrirlestur til heiðurs Agli Snorrasyni lækni og skyldi
hann kenndur við Egil. Hann var danskur læknir af
íslenskum ættum (d. 1996) og mikill fræðimaður um
sögu heilbrigðismála. Tilgangur fyrirlestranna er að
styrkja rannsóknir og norræna samvinnu um sögu
læknisfræðinnar. Ákveðnar reglur voru settar um val
á fyrirlesurum og skyldi tryggt að þeir kæmu frá
öllum Norðurlöndum. Fyrsti Egils Snorrasonar
fyrirlesturinn var haldinn í maí 1982. Síðan hafa
fyrirlestrarnir verið árlegur viðburður í starfsemi
félagsins.
í sambandi við aðalfund félagsins hafa verið fluttir
fyrirlestrar úr sögu íslenskra heilbrigðismála sem
hafa verið fróðlegir og skemmtilegir. Þá hefur félagið
beitt sér mjög fyrir varðveislu minja um sögu
lækninga og heilbrigðismála og verður nú í stuttu
máli gerð grein fyrir stöðu þeirra mála.
Árið 1963 ritaði Kristján Eldjám, þáverandi
þjóðminjavörður, menntamálaráðherra bréf og
hvatti til þess að ríkið eignaðist Nesstofu. Eftirmaður
hans í starfi þjóðminjavarðar, Þór Magnússon, vann
einnig ötullega að þeim málum. Þessi áform urðu að
veruleika því ríkið eignaðist Nesstofu á árunum
1977-1979. Fljótlega varð Ijóst að Nesstofa hentaði
ekki sem safnahús en áhersla var lögð á að hún yrði
búin sem líkast því sem hún var á dögum Bjarna
landlæknis Pálssonar að húsgögnum og öðru
innanstokks. Stefnt skyldi að byggingu sérstaks
safnahúss í landi Ness.
Árið 1992 skipaði menntamálaráðherra bygg-
ingarnefnd til að stjórna byggingarframkvæmdum
við uppbyggingu lækningaminjasafns. Bæjarstjórn
Seltjarnarness lét af hendi lóð rétt hjá Nesstofu.
Teiknað hefur verið glæsilegt og smekklegt safnahús.
Því miður hefur framkvæmdum verið frestað að sinni
vegna framkvæmda við Þjóðminjasafnshúsið. Nes-
stofusafn er deild í Þjóðminjasafni og var formlega
opnað 1991. Fastur starfsmaður var ráðinn árinu
áður.
Alls munu nú vera um 10.000 gripir í safninu. Þeir,
ásamt bókum sem safnast hafa, eru geymdir í göml-
um útihúsum í Nesi en nú er svo komið að þau hús
eru næstum ónýt og liggja safngripir undir skemmd-
um.
Jón Steffensen ánafnaði Læknafélagi Islands
miklum hluta eigna sinna og skyldi féð renna til
byggingar lækningaminjasafns í Nesi. Fyrir þetta fé
festi Læknafélag Islands nýlega kaup á heppilegu
húsnæði í nágrenni Nesstofu fyrir geymslu gripa og
bóka, skrásetningu þeirra og aðra starfsemi Nesstofu.
Húsnæðið var afhent menntamálaráðherra við
athöfn í Nesstofu í ágúst árið 2000 og ráðherra
afhenti það síðan Margréti Hallgrímsdóttur
þjóðminjaverði til ráðstöfunar. Áfram verður unnið
að byggingarmálum safnsins í Nesi en framkvæmdir
munu dragast eitthvað eins og áður segir. Félag
áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hefur stutt
byggingarmálin af alhug og formenn byggingar-
nefndar hafa verið formenn félagsins, þeir Gunn-
702 Læknablaðið 2000/86