Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TRYGGINGAMÁL r Sjúklingatrygging lögleidd um áramótin Alllangt er síðan fyrstu íslensku læknarnir hófu að tryggja sig fyrir hugsanlegum skaðabóta- kröfum vegna mögulegs tjóns í kjölfar læknismeð- ferðar eða -aðgerða. Sú staðreynd hefur hins vegar aldrei farið hátt. Veturinn 1990-1991 var þessu máli fyrst hreyft á Alþingi og flutt frumvarp um sjúklinga- tryggingar en það varð aldrei að lögum. Á síðast- liðnum vetri komst hreyfing á málið á nýjan leik. Pví lyktaði með því að ný lög um sjúklingatryggingu (nr. 111, 25. maí 2000) voru sett síðastliðið vor og taka gildi 1. janúar næstkomandi. Fullkomin sátt var um lagasetninguna ef marka má umræður á Alþingi og er það ef til vill skýring þess að litlar umræður hafa verið um það síðan. Hér er þó um veigamikla breytingu að ræða fyrir þá lækna sem enn eru ótryggðir. Nú er þeim skylt að tryggja sig í starfi, nema í þeim tilvikum sem sjúkrastofnun viðkomandi ber bótaábyrgðina, samkvæmt því sem nánar er tilgreint í lögunum. Einn af þeim læknum sem þekkja nokkuð til tryggingamála lækna er Guðmundur I. Eyjólfsson sérfræðingur í blóðsjúkdómum og lyflækningum. Hann hefur auk starfa sinna á sjúkrahúsi og stofu verið formaður og framkvæmdastjóri Lækna- setursins í Mjódd frá 1986. Hann hefur einnig reynslu af störfum við bráðamóttöku. Par fyrir utan hefur hann verið beðinn um sérfræðiálit í dómsmáli er varðar læknamistök. Læknablaðið fékk Guðmund í spjall um tryggingar lækna. Hvernig líst þér á lögin við fyrstu sýn? „Mér sýnist að þau séu ágæt svo langt sem þau ná. Þar er gengið út frá að bótafjárhæð geti verið frá 50 þúsund krónum upp í fimm milljónir, sem ég held að sé raunsætt. Það er í sjálfu sér heppilegt að allir læknar séu tryggðir. Tímarnir eru breyttir. Fyrir 40 árum datt ekki nokkrum manni í hug að fara í mál við lækni en nú eru komin sérstök samtök sjúklinga sem telja sig eiga um sárt að binda, Lífsvog. Lagasetningin er tímanna tákn og allir læknar verða að tryggja sig. Tryggingar verða sífellt sjálfsagðari hluti tilverunnar. Eitt sinn voru hús að brenna í sveitum landsins án þess að nokkur trygging bætti tjónið. Það var ekki fyrr en Brunabótafélagið kom til sögunnar að skylt varð að tryggja öll hús.“ Tryggingar íslenskra lækna „Sennilega eru ekki nema 10 til 15 ár frá því fyrstu læknarnir hér á landi fóru að tryggja sig. Lýtalæknar hafa líklega verið fyrstir til þess enda í takt við eðli starfa þeirra. Hér á Læknasetrinu tókum við alhliða tryggingu fyrir að minnsta kosti átta árum svo breytingin fyrir okkur verður lítil. Ég held að mjög margir læknar hafi tryggt sig án þess að auglýsa það. Svo var að minnsta kosti með okkur, við tryggðum okkur en vorum ekkert að auglýsa það. Hér starfa hátt í 40 læknar, flestir á sviði lyflækninga. Þar af leiðandi er þörfin ekki eins augljós hjá okkur og hjá skurðlæknum til að mynda. Gg það hefur raunar ekkert reynt á þessar tryggingar okkar ennþá.“ Heldur þú að málum fjölgi eftir lagasetninguna? „Það má allt eins gera ráð fyrir því.“ Áhættan er mismikil eftir greinum „í Bandaríkjunum eru það þrjár sérgreinar innan læknisfræðinnar sem bera hæstu iðgjöldin. Taugaskurðlækningar, lýtalækningar og bæklunar- lækningar. Tryggingaiðgjöld sem læknar í þessum sérgreinum greiða þar í landi eru geigvænlega há. Bráðamóttaka er líka í eðli sínu áhættusöm starfsemi. Ég starfaði í 15 ár með Læknavaktinni og var oft skíthræddur í lok vaktar hvort mér hefði yfirsést eitthvað, til dæmis heilahimnubólga, sem getur þýtt dauðann sé sá sjúkdómur ekki greindur í tæka tíð. Við þurftum hver fyrir sig að skoða allt að 25 manns á átta tímum og það gefur auga leið að slíkt er áhættusamt. En það er rétt að taka fram að aðstaðan hefur balnað verulega síðan þá.“ Mun rannsóknum fjölga og kostnaður aukast? „Það er ýmislegt sem getur flokkast undir bótaskyld mistök. I fyrsta lagi er hægt að gera mistök við lækningu sjúklinga. Allri læknismeð- ferð fylgir einhver áhætta. I öðru lagi eru það skurðaðgerðir, sem alltaf hafa einhverja áhættu í för með sér. í þriðja lagi er það spurningin um að ganga ekki nógu langt í rannsóknum. El' við stöldrum við þriðja atriðið, þá er hægt að dæma lækna fyrir að ganga ekki nógu langt í rannsóknum. I Bandaríkjunum er mjög rík hefð fyrir því að lögsækja lækna og sérstök stétt lög- fræðinga sérhæfir sig í því. Þar í landi eru gerðar þrisvar til fjórum sinnum fleiri blóðrannsóknir á sjúklingum en hér á landi. Sumar rannsóknanna eru án efa óþarfar, en enginn vill taka minnstu áhættu. Þessar rannsóknir auka auðvitað talsvert á kostnað innan heilbrigðiskerfisins. Ef ég tek dæmi innan minnar sérgreinar, þá eru sennilega allt að tvö þúsund manns hér á landi á blóðþynningarlyfjum. Flestir þeirra eru á efri árum og læknismeðferð er oft áhættusamari eftir því sem aldurinn er hærri. En það er útreiknanleg 698 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.