Læknablaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR / MYNDGREINING
r
þýða minni myndeiningar og aukna upplausn
myndar. Kostur er að unnt er nota lp/mm einnig íyrir
hliðrænar myndir. Þá má og gefa upp raunstærð
hverrar myndeiningar til dæmis í millimetrum eða
mikrómetrum.
Stafræn myndgerð
Frá uppgötvun röntgengeislans fyrir rúmum 100
árum hefur myndgerðin lengst af verið fólgin í að lýsa
röntgenfilmu. Öll nýrri myndgerðartæki eru aftur á
móti byggð á stafrænum grunni. ísótópamyndir,
ómmyndir, tölvusneiðmyndir, segulómmyndir og
myndir frá fullkomnari æðaþræðingartækjum eru
gerðar með aðstoð tölvu og því stafrænar. Mögu-
leikar stafrænnar myndgerðar hafa þó lengstum verið
lítið notaðir og myndir prentaðar út á filmu til
úrlestrar, skoðunar og geymslu. Á síðari árum hefur
komið til tækni sem gerir kleift að færa venjulega
röntgenmynd á stafrænt form og jafnvel að myndin
sé milliliðalaust tekin á stafrænu formi. Þar með er
unnt að framkvæma allar myndgreiningarrannsóknir
með stafrænni tækni.
Kostir stafrænnar myndgerðar
Hefðbundin röntgenmynd á filmuformi þarf að
gagnast til ólíkra hluta. Röntgenmyndin er fyrst fest á
filmu við myndgerðina. Síðan er filman notuð til
úrlestrar og túlkunar rannsóknar. Þá er sama filman
notuð til að sýna þeim lækni er sendi sjúkling í
rannsókn hvað fundist hefur. I fjórða lagi er filman
geymslumiðill rannsóknarinnar og ef nota þarf hana
annars staðar, svo sem á skurðstofu eða til saman-
burðar, þarf að senda filmuna á milli staða. Utlit
hefðbundinnar röntgenmyndar er endanlegt strax
við myndatökuna og nánast ekkert hægt að breyta
eiginleikum myndarinnar eftir á. Þó er til dæmis
notað sterkt ljós til þess að skoða dökk svæði á
myndinni sem og stækkunargler. í eina öld hafa allir
vinnuferlar á röntgendeild þróast í kringum filmuna.
Stafræn tækni kallar því á víðtæka endurskipulagn-
ingu á starfsemi röntgendeilda.
Með stafrænni myndgerð má brjóta upp þessi
mismunandi hlutverk. Þannig eru myndgerðin,
myndvinnslan, úrlesturinn, myndsýningin, mynd-
geymslan og myndflutningur samtengdir en annars
óháðir þættir. Því má nú bæta einstaka þætti eftir
alveg nýjum leiðum, með aukna hagkvæmni og aukin
gæði að markmiði.
Aðferðir við stafræna myndgerð
Einfaldasta aðferð til koma venjulegri röntgenmynd
á stafrænt form er að nota myndbandstökuvél
(svokallaða CCD myndavél). Upplausn myndanna
er léleg og ekki nothæf til sjúkdómsgreiningar.
Notkun er aðallega fólgin í sýningu rannsókna (til
dæmis á morgunfundum).
Betri aðferð er að nota filmulesara (skanna). Þar
er venjuleg röntgenmynd sett í lesara sem matar
myndina undir leysigeisla. Geislinn færist fram og
aftur yfir myndina og les hana línu fyrir línu.
Myndinni er þannig skipt upp í myndeiningar. Hver
eining fær ákveðið gráskalagildi sem er meðalgildi
grátóna samsvarandi svæðis á filmunni. Upplausnin
er lægri en á filmunni en þó nægilega góð fyrir ýmsar
sjúkdómsgreiningar. Slíkir filmulesarar eru fram-
leiddir á Islandi og eru til á Landspítala og á
nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Þessi tæki nýtast
aðallega til fjargreiningar röntgenmynda sem þýðir
að úrlestur rannsóknar fer fram annars staðar en sjálf
myndatakan. Þá eru filmulesarar notaðir til að koma
eldri rannsóknum á stafrænt form á filmulausum
röntgendeildum en þar hefur stafræn tækni og
skjáúrlestur úthýst filmum.
Þróaðri aðferðir til stafrænnar myndgerðar nota
ekki röntgenfilmuna sem millilið.
Sú tækni þeirrar gerðar sem mest er notuð kallast
myndplötukerfi (computed radiography) (1,2).
Tæknin byggist á minnismyndplötum sem viðtaka
geislunar, í stað filmu. Platan geymir í sér
minnismynd í hverjum punkti í hlutfalli við áfallandi
geislun, sem mótuð er af mismunandi geislagleyp-
ingu líkamsvefjanna. Minnisplatan inniheldur
flúrskímandi efni og þegar hún er sett í sérstakan
leysigeislalesara verður ljómun í hlutfalli við þá
geislun er féll á hvern punkt. Ljósið er numið fyrir
hverja myndeiningu og styrkur ljóssins ákvarðar
gráskalagildi þeirrar einingar. Þannig fæst stafræn
mynd.
Auðvelt er að taka í notkun plötukerfi inni á
röntgendeildum. Ekki þarf að breyta röntgen-
tækjum. Innstillingar og myndatökutækni eru eins.
Gömlu filmuhylkin og myndplötuhylkin eru eins að
formi og stærð. I stað framköllunarvéla koma
myndlesarar. Ef skoða á myndina á filmu er hún
prentuð út á leysigeislaprentara. Þá er hægt að skoða
myndina á vinnustöð, sem er tölva með sérhæfðum
hugbúnaði og góðum skjá. Ef engar filmur eru
notaðar eru ljósaskápar og rúmfrekar filmugeymslur
óþarfar.
Myndplötukerfi eru raunhæfur valkostur við
hefðbundin filmukerfi. Plötukerfi leyfa vissa lækkun
geislaskammta við töku myndarinnar (3) og vegna
eðlis minnisplatnanna eru endurtekningar vegna
rangs geislaskammts nánast úr sögunni (1,2).
Upplausnin er ívið lægri en á hefðbundinni filmu en
greiningargildið er óbreytt samkvæmt flestum
rannsóknum (4-7). Þó hefur verið sýnt fram á tilvik
þar sem greiningargildi rannsókna með myndplötum
getur verið lakara. Dæmi um það er greining
ótilfærðra brota í útlimum (8). Kostir myndplötu-
kerfisins eru taldir vega þetta upp og er útbreiðsla
þeirra vaxandi. Plötukerfi eru ekki enn til hérlendis.
Um þessar mundir er verið að kynna nýja tegund
skynjara (9,10). Þar er viðtaki myndar plata af nýrri
678
Læknablaðið 2000/86
j