Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 „Akraneskaupstaður undirbýr nú útboð á snjómokstri og stefnir á að fjölga minni tækjum sem nýtast meðal annars á gangstéttir,“ seg‑ ir í frétt á vef bæjarins um helgina. Þetta verður gert til að auka hálku‑ varnir, en tíðin að undanförnu hef‑ ur verið afleit með tilliti til hálku‑ myndunar þegar skipst hefur á snjór, frost og þýða. Að sögn Sig‑ urðar Páls Harðarsonar fram‑ kvæmdastjóra umhverfis‑ og fram‑ kvæmdasviðs þá hefur verið reynt að salta helstu gönguleiðir fremur en að sanda en það hefur ekki allt‑ af dugað til. Í kjölfar snjókomu á föstudaginn síðasta var ákveðið að þjónustu‑ miðstöðin við Laugarbraut yrði opin á laugardaginn og gátu íbúar sótt sér sand og salt til að setja við innkeyrslur og bílastæði. Þá voru saltaðar og sandaðar allar aðalleið‑ ir, sem og aðalgönguleiðir í bæn‑ um. Frá áramótum og til 11. janúar höfðu farið 10 tonn af sandi á götur og gangstíga á Akranesi og 14 tonn af salti. „Gárungar hafa bent á að Akraneskaupstaður eigi nú sandþró við Sementsverksmiðjuna og því sé nóg af sandi til. Því er til að svara að skeljasandurinn er of fínn í þetta verkefni. Akraneskaupstaður hvetur íbúa til að fara varlega í hálkunni,“ segir í frétt á vef bæjarins. Ýmislegt gert Aðspurður um verklag við hálku‑ varnir að undanförnu segir Sig‑ urður Páll að starfsmenn bæjar‑ ins fylgi ákveðnu plani í kringum helstu stofnanir og fjölförnustu leið‑ ir í bænum. „Okkar menn ásamt verktaka hafa séð um þetta. Það er ákveðið verklag í kringum þessar stofnanir, eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og svo framvegis. Við dreifum líka tunnum með sandi og salti á þessa staði til að reyna að lágmarka hættuna. Það er allt í gangi til að reyna að sporna við hálkunni,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvað hafi helst verið gert undanfarið í hálkuvörnum annars staðar en við stofnanir bæjarins svarar hann: „Við höfum verið að reyna að halda öll‑ um helstu gönguleiðum í bænum í lagi með sandi, þannig að það sé allavega hægt að ganga öðrum meg‑ in við göturnar. Þetta hefur verið erfitt viðfangs því þegar það kemur þýða þá blotnar í klakanum þannig að sandurinn skolast í burtu. Einnig höfum við verið að salta til að reyna að ná niður klakanum.“ mm/grþ Það voru tímamót í útgerðarsögu togarans Helgu Maríu AK um liðna helgi en þá var lagt af stað í fyrstu veiðiferð skipsins sem ísfiskstog‑ ara. Sú ákvörðun var tekin í byrjun síðasta árs að auka áherslu á land‑ vinnslu botnfisks hjá HB Granda en draga úr sjófrystingu. Helga María kom til landsins í lok nóvember eft‑ ir breytingarnar í Póllandi og tók þá við vinna íslenskra verktaka sem sáu um niðursetningu á öllum bún‑ aði á millidekki skipsins og annan frágang. Á millidekkinu hefur verið komið fyrir mjög fullkomnum bún‑ aði sem miðar að því að hráefnis‑ gæðin verði sem allra mest. Fisk‑ urinn er blóðgaður og slægður um leið og hann berst inn á millidekkið og þaðan liggur leið hans í blóðg‑ unarkar og síðan í kar þar sem fisk‑ urinn er kældur niður undir 0°C og er gert ráð fyrir að það geti tekið um 40 mínútur. Kerfið er tvöfalt og afkastageta þess um 16 tonn á klukkustund. Eftir kælingu er hægt að flokka fiskinn í fjóra mismun‑ andi stærðarflokka og honum er síðan komið fyrir í fiskkörum með ískrapa í kælilestinni. Að sögn Eiríks Ragnarssonar skipstjóra, sem verið hefur í áhöfn skipsins allt frá því að það kom til landsins árið 1989, fyrst sem 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri og síðar sem skipstjóri frá árinu 1995, var brottför úr höfn í Reykja‑ vík síðdegis sl. laugardag. ,,Öllum prófunum í landi er lok‑ ið og nú verður búnaðurinn reynd‑ ur á sjó,“ sagði Eiríkur á fréttavef HB Granda, en að hans sögn verð‑ ur fyrsta veiðiferðin nokkurs konar prufutúr. Fyrir vikið verða 17 skip‑ verjar um borð auk fjögurra tækni‑ manna en miðað er við að 15 manns verði í áhöfn hverju sinni framveg‑ is. Eiríkur segir að veðurspáin sé slæm fyrir næstu daga og það muni því reyna á skip og áhöfn svo ekki sé talað um tæknimennina. mm Næstkomandi laugardag, 18. janú‑ ar, stendur Akraneskaupstaður fyr‑ ir íbúafundi um Sementsverksmiðj‑ ureitinn á Akranesi. Á fundinum gefst íbúum Akraness tækifæri að viðra hugmyndir sínar um nýtingu reitsins. Sementsverksmiðjureit‑ urinn er stórt og mikið svæði, alls um sex hektarar að stærð. Í lok síð‑ asta árs var gengið frá samningum sem veita Akraneskaupstað full yf‑ irnrráð yfir stærsta hluta svæðisins og heimild til að vinna framtíðar‑ skipulag fyrir allt svæðið, þótt hluti þess komi ekki til afhendingar fyrr en eftir 15 ár. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn svæð‑ ið mjög mikilvægt fyrir samfélagið og atvinnulífið á Akranesi. „Það er í raun ríkidæmi að eiga þetta svæði. Takmarkið hjá okkur hlýtur að vera að skipuleggja svæðið þannig að það skapi sem mest lífsgæði fyrir bæjar‑ búa. Það er líka ljóst að við ætlum okkur að hafa tekjur af svæðinu til framtíðar. Þetta tvennt og kannski fleiri þætti þarf að samtvinna í skipu‑ laginu,“ segir Regína. Á umræddum íbúafundi mun Regína kynna samn‑ ing um Sementsverksmiðjureitinn. Þá munu arkitektar frá Kanon varpa upp hugmyndum um nýtingu reits‑ ins. Regína segir að fulltrúar Ka‑ non arkitektastofu hafi verið fengn‑ ir í þessa hugmyndavinnu, gagngert til að opna á umræður á íbúafundin‑ um. „Við tökum það fram að þetta eru hugmyndir og alls ekki tillögur, til þess gerðar að kveikja á og laða fram hugmyndir frá fundargestum. Væntanlega er hægt að hugsa sér allskonar ásýnd og nýtingu svæðis‑ ins. En kannski verður svo einhvers‑ konar samhljómur milli hugmynda fólks, hver veit? Við vonumst eftir því að íbúar mæti á fundinn og viðri skoðanir sínar,“ segir Regína. Fundurinn hefst klukkan tíu og að loknum kynningum verða skip‑ aðir vinnuhópar. Áfram verði síðan unnið með niðurstöður þeirra hópa. „Það er mikilvægt að vel takist til við skipulagið og það er alveg ljóst að fleiri íbúafundir verða haldn‑ ir um skipulag Sementsverksmiðj‑ ureitsins. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort skipulagið verði síðan sett í samkeppnisferli eða unnið á ann‑ an hátt. Við tökum þetta skref til að byrja með,“ segir Regína Ásvalds‑ dóttir bæjarstjóri. þá Niðurstaða leiðangurs Drafnar skips Hafró á Breiðafjörð í síðustu viku hefur leitt í ljós þær niður‑ stöður að það eru árgangar 2007 og 2008 sem einkum vantar í Breiða‑ fjörð í samanburði við mælinguna í fyrra. „Þetta eru árgangar sem uxu upp fyrir sunnan land og hluti þeirra er þar enn samkvæmt berg‑ málsmælingum á Bjarna Sæmunds‑ syni í haust. Hluti þessara árganga birtist nokkuð óvænt í Breiðafirði í fyrravetur og var hlutfall þeirra í afla og bergmálsmælingum tölu‑ vert, einkum 2008 árgangsins. Í vetur virðast þessir árgangar hins‑ vegar hafa vetursetu á nýjum og enn sem komið er óþekktum slóð‑ um,“ segir í frétt frá Hafró. Þar seg‑ ir að framhald síldarrannsókna og leita þessa vetrar verði ákveðnar á næstu dögum. Í tengslum við mæl‑ ingar í Kolgrafafirði var farið með neðansjávarmyndavél til að skoða hvort eitthvað væri af dauðri síld á botni fjarðarins innan við brú. Það reyndist ekki vera enda hefur súr‑ efnismettun í firðinum verið góð það sem af er vetri. Í tilkynningu Hafró segir enn fremur að endan‑ legir reikningar verði ekki tilbúnir fyrr en síðar, en það sé ljóst að ekk‑ ert hafi bæst við magn veiðistofns í Breiðafirðinum frá því að mæling‑ ar voru gerðar í haust. Enn vantar því töluvert magn inn í bergmáls‑ mælingar vetrarins miðað við mæl‑ ingar síðasta árs eða um 140 þús‑ und tonn. þá Samkvæmt verðlagskönnun sem ASÍ hefur birt hefur heildar raf‑ orkukostnaður hjá heimilum lands‑ ins hækkað frá því í ágúst 2013 miðað við 4000 kW stunda notkun á ári. Mest hefur raforkukostnað‑ urinn hækkað hjá við‑ skiptavinum Rarik dreif‑ býli/Orkusalan eða um 6,6%, Rafveita Reyð‑ arfjarðar hefur hækkað um 2,8% og Orkuveita Reykjavíkur/Orka Nátt‑ úrunnar um 1,3%. Í til‑ kynningu frá verðlags‑ eftirliti ASÍ segir að ekki hafi allar dreifiveiturnar hækkað verðið, en mest hækki hjá Rarik dreifbýli eða um 9%. Rafveita Reyðarfjarðar hækki raforkuna um 2,8%, OR um 2,1% og HS veita um 0,4%. Verð á raf‑ orkunni hafi hækkað hjá öllum raf‑ orkusölum að lámarki um 0,08%, en Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,47%. Benda má á að skattur á raforkusölu, umhverfis‑ og auðlindaskatturinn var hækkað‑ ur um áramót úr 0,126 kr. á kWst. í 0,13 kr. á kWst. Raforkureikningi heimilisins má skipta í tvo hluta. Annars veg‑ ar er greitt fyrir flutning og dreif‑ ingu raforkunnar til þeirrar dreifi‑ veitu sem hefur sérleyfi á viðkom‑ andi landssvæði og hins vegar er greitt fyrir raforkuna sjálfa til þess sölufyrir‑ tækis sem hver og einn kaupandi velur. Þannig greiðir heimili á Ísafirði ávallt Orkubúi Vestfjarða fyrir flutning og dreif‑ ingu á raforku en getur síðan t.d. valið að kaupa raforkuna af Orkuveitu Reykjavíkur. Ódýrast er að kaupa orkuna hjá Orkubúi Vestfjarða‑þétt‑ býli/dreifbýli, þar sem kostnaðurinn er 25.050 kr. en dýrast er að kaupa hana frá Orkuveitu Reykjavík‑ ur og HS orku en þar kostar árið það sama eða 26.154 kr. Munur á hæsta og lægsta verði er 1.104 kr. eða tæplega 4%. þá Akraneskaupstaður hyggst bjóða út snjómokstur Tvo árganga síldar vantar í Breiðafjörðinn Helga María AK við brottförina frá Póllandi. Ljósm. Rósa María Tómasdóttir. Fyrsta veiðiferð Helgu Maríu AK sem ísfisktogari Verulegar hækkanir hjá Rarik í dreifbýli Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi. Íbúar viðri hugmyndir um nýtingu Sementsverksmiðjureitsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.