Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Leikdeild Ungmennafélags Staf‑ holtstungna frumsýnir á föstudag‑ inn fjölskylduleikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson í félags‑ heimilinu Þinghamri í Borgar‑ firði. Það er Þröstur sjálfur sem leikstýrir verkinu. Undirbúningur verksins hefur staðið yfir frá því í lok nóvember, að sögn Ásgeirs Ás‑ geirssonar formanns leikdeildar‑ innar, en þetta er í fyrsta skipti síð‑ an 2007 sem deildin setur verk á svið í Þinghamri. „Þrettán leikar‑ ar á öllum aldri taka þátt í leiknum, sá elsti 61 árs og sá yngsti 13 ára. Flestir eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Í heildina má síðan ætla að á bilinu 25 til 30 manns komi að uppsetningu sýningarinnar. Mikil tilhlökkun er í hópnum og er von á skemmtilegri sýningu,“ segir Ás‑ geir. Að mati Þrastar leikstjóra hef‑ ur mikill kraftur verið í leikhópn‑ um á æfingum að undanförnu sem einkennst hefur af jákvæðu og skemmtilegu fólki. Hann segir Allt í plati skemmtilegt verk sem höfði til allrar fjölskyldunnar. „Í verkinu koma við sögu þekktar leik‑ og æv‑ intýrapersónur sem hittast og lenda í ævintýrum saman. Verkið hefur notið töluverðra vinsælda síðan ég skrifaði það, en rétt er að geta þess að það var fyrst sett upp af leikdeild Skallagríms í samkomuhúsinu í Borgarnesi árið 1991 og naut mik‑ illa vinsælda. Síðan þá hefur það verið sett upp víðsvegar um landið, örugglega á bilinu 15‑20 sinnum,“ segir Þröstur sem hvetur alla til að kíkja á sýninguna, ekki síst þá sem sáu og tóku þátt í verkinu á sínum tíma í Borgarnesi. Frumsýnt verður eins og áður sagði kl. 20:30 á föstudaginn í Þinghamri. Fjórar sýningar hafa að auki verið auglýstar og má sjá upp‑ lýsingar um þær í auglýsingu um verkið í Skessuhorni dagsins. hlh Eitt þekktasta sjóslys á Íslandi er þegar franska rannsóknarskipið Po‑ urquoi‑Pas fórst við Straumfjörð á Mýrum árið 1936. Einn maður bjargaðist, en 40 menn fórust. Árið 1857 fórst annað skip á svipuðum slóðum. Með skipinu fórust Bjering kaupmaður, kona hans og tvö elstu börn þeirra. Í Nýjum félagsritum, sem Jón Sigurðsson forseti gaf út, er sagt frá slysinu árið 1858. Þar skrifar Páll Melsteð amtmaður, að Bjering hafi verið „mesta kaupmannsefni á Ís‑ landi af innlendum kaupmönnum.” Til er sorgleg frásögn af hörm‑ ungum skipverja eftir að skip‑ ið strandaði, en hana skráði Ásgeir Bjarnason, bóndi í Knarrarnesi á Mýrum. Bjering rak verslun í Reykjavík og hefði einnig stundað lausakaup‑ mennsku í Straumfirði á Mýrum, sem á þeim tíma var löggild versl‑ unarhöfn. Skip Bjerings, Drey Ann‑ as, sem var einmastra seglskip, var drekkhlaðið þegar það lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn 26. nóvember 1857 áleiðis til Kaupmannahafnar. Skipið var hlaðið saltkjötstunnum af um 1100 sauðkindum, tólg og fiski. Auk þess voru í skipinu „dýrgripir Bjerings í gulli og silfri og gersem‑ um,” eins og Páll Melsteð orðar það í grein sinni. Þar er átt við húsbún‑ að kaupmannshjónanna. Í frásögn Ásgeirs í Knarrarnesi og einnig í greininni í Nýjum félagsrit‑ um segir að kona Bjerings hafi vilj‑ að hraða för þrátt fyrir að veðurút‑ lit væri tvísýnt. Hún hafi ætlað að halda jól í Kaupmannahöfn og því viljað leggja af stað frá Reykjavík sem fyrst. Í Nýjum félagsritum seg‑ ir að Bjering hafi sagt við konu sína: „Þú skalt þá ráða því.” Hann hafi síðan kvatt Ísland með orðunum: „Guð gefi Íslandi góðar nætur.” Um morguninn sáu skipverjar á póstskipi, sem enn beið í Reykjavík‑ urhöfn, að loftvogin vísaði á vont veður. Ætluðu skipverjar þá að vara Lund skipstjóra á Drey Annas við að leggja af stað, en það var of seint því að hann hafði lagt úr höfn um nóttina. Fljótlega gerði ofsaveður af vestri og hraktist skipið í átt að Mýrum, rétt eins og Pourquoi Pas um 80 árum síðar. Ásgeir í Knarranesi lýs‑ ir veðurofsanum með þessum hætti. „Ég gat ekki sofnað langt fram á nótt fyrir angist yfir því, að bæjar‑ kofinn, sem ég þá var í, mundi þá og þegar sviptast sundur í tætlur, svo var hristingurinn og brakið mikið.” Morguninn eftir hafði veðrinu slotað og þá fundust í fjörunni tvær árar bundnar saman og á þeim var vel um búinn böggull. Í bögglin‑ um var sjókort og bréf Lund skip‑ stjóra á Drey Annas, en þar sagð‑ ist hann hafa ætlað að komast inn á Straumfjörð um nóttina, en lent á skeri í myrkrinu „...og þar væri skipið að liðast í briminu og sár‑ ast tæki sig angistarhljóðin í kon‑ unni og börnunum, en því mundi brátt linna.” Lund hafði merkt inn á kortið hvar skipið strandaði, en það var á Breiðaskeri sunnanvert við Þor‑ móðssker. Töluvert rak á land af farmi skipsins, m.a. mikið af tólgarkert‑ um, en aldrei fundust lík þeirra sem fórust. Fróðlegt væri að sjá bréf Lund skipstjóra sem hann skrifaði á skerinu meðan hann beið dauða síns. Þeir sem telja sig vita um bréfið mega snúa sér til Héraðs‑ skjalasafns Borgfirðinga. Eftir Egil Ólafsson sem um ármót hóf að skrifa Sögu Borgarness. Bók- in kemur út í mars 2017, á 150 ára afmæli Borgarness. Viðburðir Snorrastofu hefjast á nýju ári með fyr‑ irlestrum í héraði þriðju‑ daginn 21. janúar kl. 20:30. Þar fjallar Jón Ólafsson um bókina App‑ elsínur frá Abkasíu, sem kom út fyrir rúmu ári. Saga aðalpersónunnar, Veru Hertzsch, er rakin á grundvelli æviminninga fanga sem voru með henni í fangabúðum en unnið var úr rússneskum og sov‑ éskum heimildum um hana og kon‑ urnar sem deildu sömu örlögum á tímum hreinsana Stalínstímans. Þá er fjallað stuttlega um Gúlagið al‑ mennt og hliðstæður þess í Rúss‑ landi í dag. Vera Hertzsch tengd‑ ist á sínum tíma Íslandi, en hún var barnsmóðir Benjamíns Eiríksson‑ ar og átti í samskiptum við Íslend‑ inga, sem dvöldu í Sovétríkjunum í lengri eða skemmri tíma, meðal annarra Halldór Laxness. Jón Ólafsson, sem er doktor og prófessor í heimspeki, starfar nú við Háskólann á Bifröst. Fyrir utan rannsóknir sínar hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í háskóla‑ samfélaginu og var m.a. stjórnar‑ formaður Snorrastofu árin 2006‑ 2012. Kaffiveitingar verða í boði samkvæmt venju og er aðgangseyr‑ ir kr. 500.‑ Ýmsir viðburðir á döfinni Á komandi misseri kennir þessu til viðbótar ýmissa grasa á viðburða‑ skrá Snorrastofu, sem vert er að minna á. Þar má nefna dagskrá laug‑ ardaginn 22. febrúar um alþjóð‑ legar rannsóknir á Gilsbakka og í Surtshelli þar sem marg‑ ir fræðimenn koma saman og varpa ljósi á niðurstöð‑ ur og ferli rannsóknanna. Fyrirlestrar í héraði fjalla um áhugaverða þætti í sögu og mannlífi Borgar‑ fjarðar. Alma Ómarsdóttir hefur rannsakað aðstæð‑ ur stúlknanna, sem vistað‑ ar voru á Kleppjárnsreykj‑ um á Heimsstyrjaldarár‑ unum síðari og flytur fyr‑ irlestur um þær þann 11. mars næstkomandi. Þá er ekki síður áhugaverður þáttur Þorsteins Jóns‑ sonar bónda á Úlfsstöðum en um hann fjalla Sveinn Víkingur, Ragn‑ hildur Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson í fyrirlestri þriðjudag‑ inn 8. apríl. Síðasti fyrirlestur vetr‑ arins verður 6. maí í höndum Guð‑ rúnar Jónsdóttur forstöðumanns Safnahússins í Borgarnesi. Þar segir frá gamla sveitasamfélaginu í bók‑ um Guðrúnar frá Lundi og Indr‑ iða G. Þorsteinssonar, Dalalífi og Landi og sonum. Auk þessa ber að geta kvöld‑ stunda í bókhlöðunni, Prjóna‑bóka‑ kaffisins, sem er hálfsmánaðarlega á fimmtudagskvöldum og námskeiðs í samvinnu við Símenntunarmið‑ stöðina á Vesturlandi og Land‑ námssetur um tengsl Fóstbræðra sögu og Gerplu, sem er einu sinni í mánuði til vors. Snorrastofa hvetur íbúa héraðsins til að nýta sér góð‑ ar og gefandi stundir sem framund‑ an eru og fagnar því um leið, hve margir hafa reynst stofnuninni vel við að auðga starf hennar í þessa veru. Allar upplýsingar um viðburði stofnunarinnar eru birtar á heima‑ síðu hennar, snorrastofa.is. -fréttatilkynning Skáldið og bóndinn Bjartmar Hann‑ esson á Norður Reykjum í Hálsa‑ sveit hefur ekki setið auðum hönd‑ um í frístundum að undanförnu. Nú hefur hann lokið við að semja revíu í fullri lengd og mun leikdeild Ungmennafélags Reykdæla hefja æfingar í Logalandi á næstu dög‑ um undir leikstjórn Þrastar Guð‑ bjartssonar. Þröstur er reyndar í vikulokin að ljúka við uppfærslu á leikriti hjá nágranna leikfélaginu í Stafholtstungum. Nýja verkið eftir Bjartmar heitir „Ert‘ekki‘að djóka (elskan mín).“ Í því eru 15 söng‑ textar við ýmis lög og er stefnt að frumsýningu aðra helgina í mars. „Verkið fjallar um Borgfirð‑ inga í spéspegli, menn og mál‑ efni sem hafa verið í umræðunni, sem og ýmislegt sem legið hefur í þagnargildi ‑ fram að þessu,“ seg‑ ir Bjartmar í samtali við Skessu‑ horn. „Þetta er svona innanhéraðs kómedía og skrifuð fyrir leikarana í Umf. Reykdæla sem ættu að vera farnir að þekkja mig. Enda er nú að koma til samlesturs og æfinga að stórum hluti sami hópur og stóð að uppfærslu á revíunni „Ekki trúa öllu sem þú heyrir,“ fyrir tveimur árum. Síðarnefnda revían eftir Bjartmar hlaut ágæta dóma og aðsókn og var í hópi tíu mest sóttu áhugaleiksýn‑ inga ársins 2012. mm Pennagrein „Sárast er að hlusta á angistar- hljóðin í konunni og börnunum” Þegar skip Bjerings kaupmanns fórst við Straumfjörð á Mýrum árið 1857 Leikarar, leikstjóri og aðstandendur sýningarinnar bregða á leik á sviðinu í Þinghamri í upphafi æfingar á sunnudaginn. Allt í plati frumsýnt í Þinghamri á föstudaginn Atriði úr síðustu revíu; „Ekki trúa öllu sem þú heyrir,“ sem Umf. Reykdæla færði á fjalirnar 2012. Æfingar að hefjast á nýrri revíu eftir Bjartmar Jón Ólafsson segir sögu Veru Hertzsch. Saga Veru Hertzsch í Snorrastofu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.