Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 3. tbl. 17. árg. 15. janúar 2014 - kr. 600 í lausasölu ÚTSALA Hefst fimmtudaginn 16. janúar Opið til kl. 19:00 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Nýtt kortatímabil Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Þórarinn Eldjárn segir sögu Barónsins á Hvítárvöllum Næstu sýningar: 18. janúar kl. 17:00 25. janúar kl. 20:00 7. febrúar kl. 20:00 Miðapantanir í síma 437 1600 og landnam@landnam.is Sextán ára stúlka, farþegi í fólksbif‑ reið, lét lífið í árekstri við flutninga‑ bíl á Vesturlandsvegi við Forna‑ hvamm í Norður árdal um hádegis‑ bilið á sunnu‑ daginn. Öku‑ maður bílsins var fluttur al‑ varlega slasað‑ ur með þyrlu á Landspít‑ alann í Foss‑ vogi og er í lífshættu. Ökumann og farþega í flutningabílnum sakaði ekki. Að sögn lögreglu var hálka og skafrenningur þegar slysið varð og virðist sem fólksbíllinn hafi runnið í veg fyrir flutningabílinn á beinum vegarkafla skammt frá brúnni yfir Norðurá. mm Loks þegar gæftir leyfðu á nýju ári veiddu bátasjómenn á Vesturlandi vel bæði í Faxaflóa og á Breiðafirði. Hér heldur Sæþór Gunnarsson háseti á línubátnum Glað SH á sannkallaðri demantsýsu sem kom á land í Ólafsvík í síðustu viku. Sjá bryggjuspjall við veiðimenn í Ólafsvík á bls. 18-19. Ljósm. mþh Sveitarstjórn Eyja‑ og Miklaholts‑ hrepps á Snæfellsnesi óskaði bréf‑ lega á miðri jólaföstunni eftir við‑ ræðum um hugsanlega sameiningu við sveitarstjórnir Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarð‑ arbæjar og Snæfellsbæjar. Í erindinu frá Eyja‑ og Miklaholtshreppi er óskað eftir þátttöku í fýsileikakönn‑ un um sameiningu sveitar‑ félaganna fimm á Snæfell‑ nesi og framhaldið met‑ ið í ljósi þeirrar niður‑ stöðu. Bæjarstjórn Stykk‑ ishólms samþykkti erind‑ ið samdægurs. Bæjarstjórn Grundarfjarðar svaraði því á fundi nokkrum dögum síðar, þar sem samþykkt var samhljóða að farið verði í fýsileikakönnun um sameiningu sveitarfélag‑ anna fimm á Snæfellsnesi að því gefnu að öll sveitar‑ félögin samþykki þátttöku í könn‑ uninni. Meirihluti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar synjaði hinsvegar er‑ indinu síðastliðinn fimmtudag. Fyr‑ ir lá velvilji frá hreppsnefnd Helga‑ fellssveitar fyrir þátttöku í samein‑ ingarviðræðum. Guðbjartur Gunnarsson oddviti Eyja‑ og Miklaholtshrepps sagði í samtali við Skessuhorn að synjun meirihluta bæjarstjórnar Snæfells‑ bæjar og skilyrt svar bæjarstjórn‑ ar Grundarfjarðar þýddi að vænt‑ anlega yrði ekkert úr sameining‑ arviðræðum. „Ég óttaðist að tím‑ inn yrði of skammur þar sem kom‑ ið væri of nálægt kosningum. Það kemur mér ekki á óvart að bakland‑ ið fyrir sameiningu sé ekki til stað‑ ar í Snæfellsbæ,“ sagði Guðbjartur á Hjarðarfelli. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar frá fundinum sl. fimmtudag segir: „Við fulltrúar D‑listans í bæjarstjórn Snæfellsbæjar teljum ekki tíma‑ bært að hefja viðræður um samein‑ ingu allra sveitarfélaga á Snæfells‑ nesi. Ákvörðun okkar byggjum við á þeirri tilfinningu okkar að fyr‑ ir slíkri ákvörðun sé ekki almenn‑ ur vilji hjá íbúum Snæfellsbæj‑ ar. Hins vegar teljum við rétt hjá þeim sveitarstjórnarmönn‑ um sem telja slíkar viðræð‑ ur skynsamlegar að hefja þá vegferð sem fyrst og láta ekki afstöðu Snæfellsbæjar trufla sig í vinnu við frek‑ ari sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi,“ segir meiri‑ hlutinn í bókun á fundin‑ um. Fulltrúar minnihlut‑ ans í bæjarstjórn Snæfells‑ bæjar eru annarrar skoð‑ unar en meirihlutinn um að fara ekki í fýsileikakönn‑ un um sameiningu sveitar‑ félaganna á Snæfellsnesi. „Og hefð‑ um talið eðlilegt að Snæfellsbær yrði með í frekari þreifingum um sameiningu sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi,“ segir í bókun J‑ listans í Snæfellsbæ. þá/ Ljósm. Friðþjófur Helgason. Dröfn, skip Hafrannsóknastofnun‑ ar var við síldarleit og rannsóknir á Hvammsfirði í síðustu viku. Þor‑ steinn Sigurðsson sviðsstjóri nytja‑ stofnasviðs Hafró segir að óvæntar fréttir hafi borist úr þessari rannsókn‑ arferð. Mikið magn ungsíldar, ár‑ gangur frá síðasta sumri, hafi fundist inni í Hvammsfirði. „Við áttum ekki von á ungsíld þarna enda Hvamms‑ fjörður ekki þekkt sem ungsíldar‑ svæði, síður en svo,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að ábending hafi borist frá sjómanni um að þarna væri síld að finna. „Hann og við bjuggumst þá við nytjasíld á svæðinu en svo reynd‑ ist ekki vera,“ segir Þorsteinn. Hann segir Dröfnina hafa verið fjóra daga við rannsóknir á Breiðafirði, far‑ ið víðar en um Hvammsfjörðinn en ungsíldin þar hafi verið það helsta að frétta úr þessum leiðangri. Þorsteinn segir litla síld að finna, nema þá sem er inni í Kolgrafafirði. Þar sé við‑ undandi ástand eins og er, súrefnis‑ magnið hátt í 70% í því veðrakerfi sem ríkt hefur að undanförnu. þá Snæfellsbær tekur ekki undir málaleitan um sameiningarviðræður Ungsíldar- svæði finnst í Hvammsfirði Banaslys við Fornahvamm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.