Skessuhorn


Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.01.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2014 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hefst kl. 9:00 að morgni 15. janúar 2014 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 20. janúar 2014. Kjörgögn með nánari upplýsingum og lykilorði inn á rafrænan atkvæðaseðil berast félagsmönnum á næstu dögum. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is Kjörstjórn VR Kosið um kjarasamninga VR Starfsmenn HS bólstrunar í Kópa‑ vogi hófu á þriðjudaginn í liðinni viku endurbætur á kirkjubekkjum Borgarneskirkju. Endurbæturn‑ ar felast í því að áklæði bekkjanna eru fjarlægð og í staðinn lagðar nýj‑ ar krossviðarplötur sem bólstrað‑ ar verða með nýjum svampi. Nýtt áklæði verður svipað að lit og eldra og verður frágangur þess þannig að auðveldara verður að skipta um það í framtíðinni. Að sögn Hafsteins Sigurbjarnasonar hjá HS bólstr‑ un munu framkvæmdir standa yfir næstu tvær vikurnar eða svo. Kirkjugestir Borgarneskirkju ættu því að geta tyllt sér á endurbætta bekki í lok mánaðarins. Helgidómurinn þarf að vera til sóma Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur í Borgarnesi og pró‑ fastur Vesturlandsprófastsdæm‑ is segir endurbætur kirkjubekkj‑ anna löngu orðna tímabæra fram‑ kvæmd. „Bekkirnir hafa verið léleg‑ ir lengi og hefur fólk fundið fyrir því. Svampurinn á bekkjunum var ónýtur og að dufti kominn og var ekki hægt að búa lengur við óþrif‑ in sem því fylgdu. Þrátt fyrir tak‑ mörkuð fjárráð kirkjunnar var þó ákveðið að ráðast í þetta verkefni á kostnað sóknarsjóðs,“ segir sr. Þor‑ björn Hlynur. „Sóknargjöld hafa verið skert á liðnum árum langt umfram það sem eðlilegt getur talist miðað við annan niðurskurð í samfélaginu. Að krónutölu eru sóknargjöld svip‑ uð og þau voru árið 2006. Sóknar‑ sjóður þarf því á ríkum stuðningi að halda vegna þessarar aðgerðar og sömuleiðis vegna nauðsynlegr‑ ar lagfæringar á klæðningu Borgar‑ neskirkju. Helgidómurinn þarf að vera Borgnesingum og okkur öll‑ um til sóma. Því er stefnan sú að leita á næstunni eftir stuðningi bæj‑ arbúa til að koma honum í viðun‑ andi horf.“ hlh Bekkir Borgarnes- kirkju endurbættir Hafsteinn Sigurbjarnason, Örn Wilhelm og Hafþór Hafsteinsson hjá HS bólstrun í Borgarneskirkju á miðvikudaginn. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Um 33% fyrirtækja á Vesturlandi telja að aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefði jákvæði áhrif á rekstrarum‑ hverfi þeirra. Þetta kemur fram í niður‑ stöðum fyrirtækja‑ könnunar Samtaka sveitarfélaga á Vest‑ urlandi sem fram‑ kvæmd var í nóvem‑ ber síðastliðnum. Á meðan þriðjungur telur að aðild hefði jákvæð áhrif á reksturinn telja 16% fyrirtækja að aðild hefði nei‑ kvæð áhrif. Ríflega helmingur eða 51% er hins vegar á þeirri skoð‑ un að ESB aðild hefði engin áhrif á reksturinn. Að sögn Vífils Karlssonar hagfræðings sem framkvæmdi könn‑ unina hjá SSV, ásamt Einari Þ. Eyj‑ ólfssyni, þá kemur niðurstaðan nokk‑ uð á óvart. Sjávarútvegur er fremur stór atvinnugrein í landshlutanum, auk þess sem landbúnaður er stund‑ aður þar víða, en andstaða fyrirtækja í þessum greinum við ESB aðild hef‑ ur verið nokkuð áberandi í áraraðir. „Þó ber að slá þann varnagla að þátt‑ taka fyrirtækja í landbúnaði og sjáv‑ arútvegi í könnunni var minni en efni stóðu til og hefur það vafalaust áhrif á niðurstöðu könnunarinnar,“ sagði Vífill. Aðrar niðurstöður vekja einn‑ ig athygli. Fyrirtæki á Akranessvæði (Akranes og Hvalfjarðarsveit) virð‑ ast enn jákvæðari í garð ESB aðildar og sögðu 40% fyrirtækja þar að að‑ ild muni hafa jákvæð áhrif á rekstrar‑ umhverfi sitt. Á meðan telja 13% að aðild hafi neikvæð áhrif. Jákvæð við‑ horf eru einnig hjá ríkisfyrirtækjum í landshlutanum. Fyrirtæki í Dölum og á Snæfellsnesi eru aftur á móti mun neikvæðari gagnvart áhrifum aðildar en annars staðar. „Sú jákvæðni sem birtist í könnuninni í garð væntan‑ legrar áhrifa ESB aðildar verður því einkum rakin til Akranessvæðis. At‑ hyglisvert er að sjá jákvæða afstöðu forsvarsmanna fyrirtækja þar en hún er líkari þeirri afstöðu sem finna má á höfuðborgarsvæðinu fremur en á landsbyggðinni,“ segir Vífill. Forsvarsmenn tæplega 200 af 900 starfandi fyrirtækjum landshlut‑ ans tóku þátt í könnunni, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Víf‑ ils. Heildarniðurstöður hennar verða kynntar í sérstakri skýrslu sem kem‑ ur út á næstunni. Þá munu tölurnar einnig nýtast í aðra gagnavinnu hjá SSV. hlh Þriðjungur fyrirtækja telja aðild að ESB bæti rekstrarumhverfi Niðurstöður könnunarinnar eftir viðhorfum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.