Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 12. tbl. 17. árg. 19. mars 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Með Skessuhorni í dag fylgir lít- ið sérblað um fermingar á Vestur- landi. Um næstu helgi verða fyrstu börnin í landshlutanum fermd. Af því tilefni er rætt við nokkur þeirra. Tvö ungmenni sem fermdust á síð- asta ári rifja upp daginn og rætt er við presta um fermingarundirbún- ing og fleira. Þá er listi yfir ferm- ingarbörn í landshlutanum. Þetta og sitthvað fleira á bls. 13-28. Opnir dagar voru í Fjölbrautaskóla Vesturlands í síðustu viku. Þá hélt m.a. hópur nemenda ásamt kennurum í vettvangsferð í fyrrum flotastöð bandamanna í Hvítanesi í Hvalfirði. Hópurinn sést hér á mynd ásamt hesti einum sem var á vappi í Hvítanesi og „photobombaði“ eins og það er kallað, en þá er einhver sem laumar sér inn á myndina eða er laumað. Nánar er sagt frá opnum dögum í máli og myndum á bls. 36. Ljósm. Jón Árni Friðjónsson. Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra kynnti samgöngu- áætlun fyrir tímabilið 2013 til 2016 í ríkisstjórn í liðinni viku og var hún þar samþykkt. Í kjölfar- ið verður hún lögð fyrir Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Tólf ára stefnumótandi samgönguáætl- un skal endurskoða á fjögurra ára fresti og er endurskoðun hennar hafin. Tekur hún til áranna 2015- 2026 og er miðað við að samgöng- uráð geti lagt hana fyrir ráðherra næsta haust. Meðal stærstu fram- laga á næsta ári til samgöngu- mannvirkja má nefna þriggja millj- arða króna framlag til Norðfjarð- arganga, um 800 milljóna króna framlag til breikkunar á Hellis- heiðarvegi, framkvæmdir við Arn- arnesveg fyrir um 500 milljón- ir króna og vinnu við Vestfjarða- veg, Dettifossveg og við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum en þessi þrjú verkefni fá um 400 milljónir króna hvert. Þá er Sundabraut komin á samgönguáætlun að nýju en ríkis- stjórnin stefnir á að hefja samstarf einkaaðila og ríkisins vegna fjár- mögnunar hennar á tímabilinu. Einnig gerir áætlunin ráð fyrir framkvæmdum við jarðgöng undir Húsavíkurhöfða vegna uppbygg- ingar á Bakka fyrir um 850 millj- ónir króna. Af öðrum verkefnum má nefna að miðað er við að Dýrafjarðargöng verði boðin út árið 2016 og gert er ráð fyrir að rannsóknir vegna Fjarð- arheiðarganga hefjist í ár. Einnig verður sett umtalsvert fé til lagning- ar slitlags á tengivegi víðs vegar um landið og til hjóla- og göngustíga, umferðaröryggisaðgerða og ýmissa lagfæringa til að greiða fyrir almennri umferð og umferð almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu. Loks verður fjármagni áfram veitt til endurbóta og rekstrar á Landeyjahöfn og reikn- að með að ríkishluti framkvæmda við hafnarmannvirki verði almennt í takti við fyrri áætlanir. Aukin áhersla á öryggi og viðhald Til viðhaldsverkefna á að verja á næsta ári rúmum 5,4 milljörð- um króna sem er 10% hækkun frá þessu ári. Áætlunin gerir ráð fyrir að til vegamála verði heildarfram- lög á næsta ári alls um 23,7 milljarð- ar króna en í ár nemur framlagið alls um 20,4 milljörðum. Til hafnafram- kvæmda verði varið á næsta ári kring- um 1,2 milljarði króna og til flug- mála um 1,7 milljörðum króna en af þeirri upphæð eru um 370 milljónir í stofnkostnað og viðhald. mm Fermingar framundan Meðan umræðan um Sundabraut stóð sem hæst fyrir hrun, voru ýmsar leiðir ræddar um Sundabraut. Hér er teikning af svokallaðri Eyjalausn. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig Sundabraut verður útfærð. Ríkisstjórnin setur Sundabraut á samgönguáætlun ratiopharm - fæst án lyfs eðils RÚMTEPPI SÆNGUR KODDAR RÚMFATNAÐUR FERMINGARRÚM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.