Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Mánudaginn 17. mars sl. var opn- uð sýning í Safnahúsi Borgarfjarð- ar í Borgarnesi um listamanninn blinda, Þórð Jónsson frá Mófells- stöðum í Skorradal (1874-1962). Þórður var stórmerkur maður og afrek hans kraftaverki líkust. Ljós hans í myrkrinu var að geta smíðað vandaða og nytsama gripi þrátt fyr- ir algert sjónleysi frá sjö ára aldri. Í Safnahúsinu í Borgarnesi hefur nú verið sett upp sýning um Þórð í tilefni af því að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans. Á sýningunni má sjá smíðisgripi Þórðar, muni úr eigu hans, ljósmyndir og fróðleik. Meðal annars er þar mikil gersemi sem er bandsög Þórðar sem hann smíðaði sjálfur á árunum 1911 og 1912 eftir að hafa þreifað á annarri slíkri sög á Iðnsýningunni í Reykjavík sum- arið 1911. Þetta var að vori til og að haustinu þegar um hægðist við bústörfin smíðaði hann sögunarvél handa sjálfum sér eftir minni. Einnig smíðaði Þórður sér renni- bekk og mikið af öðrum verkfær- um. Meðal annars endurbætti hann sláttuorfið. Þórður smíðaði hann glugga, fulningahurðir, mynda- ramma, vagna, vagnhjól, húsgögn o.fl. Á sýningunni er einnig að finna vandaðan stóran skáp með snúnum súlum, en þær tálgaði Þórður sjálfur og er sú smíði með miklum ólíkind- um. Fjölskylda Þórðar hefur einn- ig lánað á sýninguna vasaúr hans og fleiri gripi sem segja sögu þessa ein- staka manns. Þórður Jónsson var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954. Sýningin í Safnahúsinu verður opin til 14. apríl nk. mm/gj Það vakti athygli laxveiðimanna ný- verið þegar það fregnaðist að lax- veiðimaður á Akranesi hefði ver- ið kosinn í stjórn Stangaveiði- félags Reykjavíkur. Það er Rögn- valdur Örn Jónsson útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands á Akranesi. Rögnvaldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en var öll sumur og í fríum á Hellissandi hjá afa sínum og ömmu, Rögnvaldi Ólafssyni og Jónu Ágústsdóttir. Rögnvald- ur bjó lengi á Hellissandi en flutt- ist til Akraness árið 2004. Í samtali við Skessuhorn sagðist Rögnvald- ur strax hafa gengið í Stangaveiði- félag Reykjavíkur þegar hann flutti á Akranes. „Ástæðan var sú að þar var meira úrval áa en Stangveiði- félag Akraness hafði upp á að bjóða. SVFR er með stórar og góðar ár í Borgarfirði og víðar, auk þess sem félagsstarfið er þar fjölbreytt og skemmtilegt. Strax og ég gekk í fé- lagið fór ég að taka þátt í félagsstarf- inu. Hef átt sæti í árnefndum hjá fé- laginu, en fulltrúar í þeim nefndum sjá um undirbúning fyrir veiðitíma- bilið, svo sem um að viðhaldi sé sinnt í veiðihúsum. Meðal viðburða í félagsstarfinu eru barna- og ung- lingadagar hjá SVFR. Þá fá þau að veiða í Elliðaánum með hjálp okkar félagsmanna. Ég hef líka verið leið- sögumaður fyrir félagið í nokkur ár í Langá,“ segir Rögnvaldur Örn. Veiðiferðir með afanum kveiktu áhugann Rögnvaldur er fyrrum sjómaður en hóf strax störf á Fiskmarkaðin- um og hann fluttist til Akraness. Lengst af meðan hann bjó á Hellis- sandi var hann á bátnum Óla Fær- eyingi, litlum netabáti með mági sínum. „Það var komið nóg af sjó- mennskunni og ástæðan fyrir því að við fluttum voru meiri möguleikar með vinnu á suðursvæðinu,“ segir Rögnvaldur Örn. Aðspurður segir hann að áhuginn fyrir veiðimennsk- unni hafi kviknað snemma. „Þegar ég var fimm eða sex ára gamall fór afi minn, Rögnvaldur Ólafsson, að taka mig með í laxveiðitúra. Það er honum að þakka að ég ánetjaðist laxveiðinni. Þá vorum við aðallega að veiða í Miðá í Dölum. Svo voru það lækir og sprænur í nágrenni Hellissands sem toguðu mikið. Um tíðina hef ég svo mikið veitt í ánum í Borgarfirði, svo sem Norðurá og Langá.“ Síðustu ár verið erfið Eins og áður segir hefur Rögnvald- ur Örn tekið þátt í starfi Stanga- veiðifélags Reykjavíkur alveg frá því hann gekk í félagið 2004. „Svo núna var ég kosinn í stjórnina í fyrsta skipti, er ritari stjórnar. Það er mjög spennandi en krefjandi starf. Síðustu árin hafa verið gríð- arlega erfið rekstrarlega í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur. Í áætlun fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að reksturinn verði í lagi og að félagið sé komið í viðunandi stöðu. Gríð- arlegar sveiflur hafa verið í veiðinni síðustu árin í ám um allt land. Sum- arið 2012 var hörmung og svo ofan í það kom metveiðisumar 2013 á flestum ef ekki öllum veiðisvæð- um sem félagið hefur á leigu,“ seg- ir Rögnvaldur. Aðspurður um útlit- ið fyrir næsta sumar, segir hann að öll merki séu um að það verði gott. „Seiðamælingar í ánum hafa kom- ið vel út, en alltaf er þetta spurning um hvernig sjórinn fóðrar fiskinn. Veiðimenn eru alltaf ofur bjartsýnir, gera yfirleitt ráð fyrir metári, það er svolítið alltaf þannig. SVFR verð- ur með 12 laxveiðiár næsta sumar og 16 silungsveiðisvæði. Um tíðina hafa Elliðaárnar verið flaggskip- ið og af borgfirsku ánum er Langá aðal veiðisvæðið eftir að Norðurá datt út. Stangaveiðifélag Reykja- víkur hefur tvær ár í leigu með Stangveiðifélagi Akraness; Fáskrúð í Dölum að hálfu og Andakílsá þar sem Akranesfélagið er með fjórð- ungshlut. Þetta samstarf hefur var- að lengi og gengið vel.“ Tvisvar fengið 20 punda fisk Aðspurður býst Rögnvaldur Örn við að standa við bakkana 40 daga næsta sumar eins og venjulega, ann- aðhvort við leiðsögn með erlendum veiðimönnum eða sjálfur að veiða. „Það má líklega segja að ég sé for- fallinn veiðimaður,“ segir hann. En hefur Rögnvaldur verið að landa stórum fiskum? „Ég hef fengið tvo 20 punda fiska, annan í Norð- urá og hinn í Miðfjarðará. Ekki síst eftirminnilegt úr veiðinni er síð- asta sumar, frá Langá þegar gríð- arleg veiði var í ánni allt sumarið.“ En fara veiðimenn ekki að ókyrr- ast þegar kominn er þessi tími og sumarið nálgast? „Já, þegar kemur fram í mars fer að kenna óþols hjá veiðimönnum að bíða eftir sumr- inu, enda þá stutt í að þetta hefjist. Það er hægt að leita uppi vatn með silungi þegar kemur fram í apríl, svona til að taka mesta hrollinn úr sér, og svo byrjar laxveiðin í júní.“ þá Hátt í 100 ungmenni halda tónleika í Reykholtskirkju föstudagskvöldið 21. mars kl. 20.00. Þar koma fram Háskólakórinn og Sinfóníuhljóm- sveit unga fólksins auk þess sem Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir leikur einleik á fiðlu. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Að sögn Gunnsteins verður efnis- skráin bæði íslensk og erlend. „Við byrjum á því að flytja Mansöng fyrir Ólafs rímu Grænlendings eftir Jór- unni Viðar fyrir kór og hljómsveit. Jórunn varð 95 ára í desember sl. og við heiðrum þessa merku konu með því að flytja glæsilegt verk eftir hana. Þá hljómar fiðlukonsert eftir Mendelssohn og loks sinfónía nr. 9 eftir Antonin Dvorak sem kölluð er Til nýja heimsins. Bæði konsertinn og sinfónían eru á topp tíu-listan- um í klassískri tónlist.“ Geirþrúð- ur Ása er einn efnilegasti fiðluleik- ari sem við Íslendingar eigum nú um stundir. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, síðan í Aust- urríki og er nú við framhaldsnám í Bandaríkjunum. Gunnsteinn von- ast til þess að naglarnir í þaki Reyk- holtskirkju gefi sig ekki í látunum þegar sinfónían verður flutt. Að- gangseyrir er kr. 2.000. mm Stórtónleikar í Reykholtskirkju Kistill þessi á sér merkilega sögu. Þórður smíðaði hann fyrir bróður sinn og mágkonu, Guðfinnu og Vilmund á Mófellsstöðum, sem þakklætisgjöf til Sigurðar bónda Sigurðssonar á Ytri-Skeljabrekku sem hjálpaði þeim hjónum á erfiðri stund. Þá sögu og fleiri má lesa á sýningunni í Safna- húsinu. „Ljósið í myrkrinu“ – sýning um hagleiksmanninn Þórð Jónsson Þórður Jónsson var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Úr sem var í eigu Þórðar. Telst líklega forfallinn veiðimaður Rögnvaldur búinn að landa vænum fiski í Norðurá. Ljósm: Sævar Haukdal. Rögnvaldur Örn Jónsson útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.