Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Gullgrafaraæði Leiðari Sterkar vísbendingar eru nú um að byrjað sé að slakna á kreppunni hér á landi. Í sumum atvinnugreinum að minnsta kosti. Þar sem hægt eða ekk- ert gengur að rétta við efnahag skuldsettra heimila virðist sem undraverð- ur vöxtur útflutningsgreina sé að vega upp neikvæð áhrif þess, að hluta að minnsta kosti. Lágt gengi krónunnar er að hjálpa útflutningsgreinunum. Ferðaþjónustan er af þessum sökum sú atvinnugrein sem er í hröðustum vexti. Þrátt fyrir efasemdaraddir og jafnvel úrtölu úr ýmsum áttum, er hún orðin stærsta atvinnugreinin, stærri en sjálfur sjávarútvegurinn. Ævintýra- legur og jafnvel alltof hraður vöxtur er þar að eiga sér stað með tilheyrandi vaxtarverkjum. Gullgrafaraæði hefur nú tekið sig upp. Eigendur lands og umsjónarmenn fjölsóttra ferðamannastaða fullyrða að án gjaldtöku muni þessir staðir verða fyrir óafturkræfum spjöllum af völdum ágangs. Í þessu samhengi nægir að nefna sem dæmi Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Detti- foss, Kerið og Látrabjarg, þar sem nú þegar er byrjuð gjaldtaka eða hún fyr- irhuguð. Í einhverjum tilfellum er það örugglega rétt að verja þurfi land- ið átroðningi, en mikið er ég viss um að sú gjaldtaka mun ekki renna öll til endurbóta og fyrirbyggjandi aðgerða. Nú ætla menn að verða ríkir sem aldrei fyrr. Um leið eru þessir aðilar, án samráðs við alla aðra hagsmuna- aðila, að ógna atvinnugreininni og skaða ímynd landsins. Þegar þannig háttar til að margir hefja gjaldtöku fyrirvaralaust kemur upp vandamál. Ferðaskrifstofur sem fyrir löngu eru búnar að selja fólki ferðir hingað til lands, tóku ekki þennan nýja kostnaðarþátt með í dæmið. Af því leiðir að nær öruggt er að þessar sömu ferðaskrifstofur munu leita allra leiða til að fara annað með gesti sína, þangað sem ekki er rukkað fyrir allt. Ekki kæmi mér því á óvart að þetta muni þegar í sumar leiða til mikillar fjölgunar ferðamanna um vestanvert landið, á kostnað Suðurlands og Mý- vatnssveitar svo dæmi séu tekin. Raunar er það hið besta mál, enda margir af fyrrgreindum stöðum orðnir mettaðir af gestum. Þangað er ekki lengur eftirsóknarvert að fara sökum mannmergðar. Í skýrslu sem á síðasta ári var unnin að frumkvæði Ferðamálastofu er gerð grein fyrir nokkrum af þeim fjölmörgu leiðum sem aðrar þjóðir hafa farið til þess að afla tekna til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða. Skýrslan er mjög áhugaverð og leiðir í ljós að Íslendingar verða, líkt og aðr- ar þjóðir, að velja þá leið til gjaldtöku sem best hentar miðað við aðstæð- ur. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hugmyndir um svonefnda nátt- úrupassa, sem valkost við almenna skattheimtu af ferðamönnum, eða beina gjaldtöku á einstökum ferðamannastöðum og rætt um hugsanlega útfærslu þeirra. Stjórnvöld hafa reyndar sofið á verðinum því fyrir löngu er orðið ljóst hvernig þróun ferðamanna hingað til lands verður. Umráðamönnum lands hefur vegna þessa seinagangs brostið þolinmæðin. Hér á landi er því að verða skipulagt kaos þar sem ýmsir sem sannarlega bera kostnað af auk- inni umferð ferðafólks sitja eftir án tekna. Nægir að nefna sveitarfélög sem verða samkvæmt lögum að annast skipulagsmál, reyna að tryggja hreinlæti, eftirlit og annað, nú eða sjálft ríkið sem hefur vegabætur á sinni könnu. Með þessu er ég alls ekki að segja að gjaldtaka á ferðamannastöðum sé fráleit leið. Kannski er hún einmitt sú besta. Hins vegar verður hið opin- bera að hraða vinnu sinni og ákveða hvernig þessum málum verður háttað í framtíðinni. Á meðan verða hins vegar forsvarsmenn ferðamannastaða og landeigendur að bíða með gjaldtöku. Ímynd landsins og áratuga markaðs- starf er annars í hættu og við Íslendingar höfum einfaldlega ekki efni á að klúðra þessari atvinnugrein vegna stundarhagsmuna örfárra gullgrafara. Magnús Magnússon. Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2013 var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag. Líkt og síðustu árin sýn- ir reikningurinn traustan rekstur á árinu og góð- an efnahag og er leitun að viðlíka f j á r h a g s s t ö ð u s v e i t a r f é l a g a , bæði hvað rekst- ur og efnahag varðar. Rekstrar- afgangur ársins 2013 nam 57,9 milljónum króna eða um 9% af tekjum. Tekjur ársins námu 636 milljónum kr. og voru um 23 milljónum kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstargjöld námu 607 milljónum og hækkuðu um 81 milljón frá árinu 2012. Til fræðslumála, sem er langstærsti málaflokkurinn, var varið 346,3 millj. kr. sem er 61,3% af tekjum. Veltufé frá rekstri nam 62,5 millj. kr. Heildarfjárfesting ársins nam 144 milljón kr. og handbært fé í árslok var 4,6 millj. kr. Veltufjár- hlutfall var 0,7. Megin niðurstaða efnahags- reiknings er að fastafjármunir nema 2.105 millj. kr. og eignir samtals 2.154 millj. kr. Skuldir og skuld- bindingar nema samtals 99,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins var í árslok 2.055 millj. kr. eða 95%. Í tilkynningu sveitarstjóra um ársreikninginn segir: „Sköttum og þjónustugjöldum er stillt í hóf og er Hvalfjarðarsveit eitt fárra sveitarfé- laga sem ekki fullnýtir heimild til hámarks álagning- ar útsvars. Hval- fjarðarsveit legg- ur áherslu á fjöl- skylduvænt sam- félag og trausta fjármálastjórnun. S v e i t a r f é l a g i ð leggur áherslu á að hafa nægjanlegt framboð af íbúða- lóðum og atvinnu- lóðum og vill með því laða að nýja íbúa í Hvalfjarð- arsveit. Á árinu var hafin fram- kvæmd við lagningu ljósleiðara í íbúðarhús og lokið við gerð spark- vallar við skólahúsnæði grunnskóla. Unnið var við endurgerð leiksvæðis við leikskólann Skýjaborg.“ mm Myglusveppur finnst reglulega í húsum hér á landi og hefur ver- ið töluverð umræða um slíkt und- anfarin ár. Nú hefur fundist myglusveppur í prestssetr- inu að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Að sögn sr. Kristins Jens Sigurþórssonar hafa íbú- arnir í Saurbæ glímt við raka í kjallara hússins til margra ára. „Það hefur verið farið í ýmsar aðgerðir á undanförn- um árum. Gólfið hefur verið brotið upp tvisvar og búið er að brjóta upp vegg einu sinni. Alltaf héldu menn að það væri verið að komast fyrir vand- ann en svo reyndist ekki vera. Það var svo á síðasta ári sem okkur fór að gruna að hús- ið gæti verið sýkt af myglusvepp,“ segir Kristinn Jens, sem hefur verið sóknarprestur í Saurbæ í nærri átj- án ár. „Það er fasteignasvið Þjóðkirkj- unnar sem hefur með þetta að gera og í janúar var farið í málið af full- um krafti,“ segir Kristinn. Orsök rakavandans er nú fundin en ekki er vitað hve lengi vandamálið hefur verið til staðar. „Það fannst sprunga í hitaveituröri rétt utan við húsið og úr henni hafði lekið ofan í jarðveg- inn og undir húsið. Í janúar voru svo tekin sýni og athugun gerð á því hvort myglusvepp væri að finna í húsinu og niðurstaðan var sú að mikil sýking fannst í kjallaranum ásamt smiti á efri hæðum húss- ins. Það var aðallega einn veggur sem bar þess merki að vera sýktur. Málning hafði flagnað af og skell- urnar í honum voru farnar að um- myndast. Óteljandi tegundir eru til af myglusvepp, misskaðlegar og nú er verið að tegundagreina þá myglu sem fundist hefur í húsinu,“ segir Kristinn Jens. Ekki er enn vitað um tjón af völdum sveppsins en í kjall- aranum eru meðal annars skrifstofa prests sem hefur að geyma töluvert safn bóka. „Það er verið að vinna í þessu öllu. Í gær voru tekin sýni úr plötunni og niðurstaða kemur úr því eftir nokkra daga. Sveppurinn verður svo hreinsaður í burtu en ég kann ekki að útskýra hvernig það verður gert, þannig að það er best að ég hafi sem fæst orð um það. Það er búið að senda allt innbú okkar suður í hreinsun og í kjölfar hennar kemur í ljós hvort við höfum lent í einhverju tjóni með eigur okkar.“ Slæmar afleiðingar fyrir heilsuna Myglusveppur í húsum er ekki nýtt vandamál. Kristinn nefnir sem dæmi að rætt sé um hann í Biblíunni og þar eru afleiðingar af hans völd- um flokkaðar með holdsveiki. „Í þriðju Mósebók er talað um svona sýkingu af völdum myglu og með hvaða hætti hún skuli hreinsuð. Þar stendur einnig að ef ekki takist að hreinsa hana skuli húsið jafnað við jörðu og enginn megi búa þar framar. Þann- ig að sýking af þessum völdum er ekki ný af nálinni og auk þess lit- in mjög alvarlegum augum. Menn þekktu þetta hérlendis sem húsasótt áður fyrr,“ útskýrir Kristinn. Hann segir að ekki sé frá því að svepp- urinn hafi haft áhrif á heilsu fjöl- skyldunnar, einkum í öndunarfær- um og lungum hjá honum sjálfum. Ekki liggur enn fyrir hvenær fram- kvæmdum við lagfæringar á prests- setrinu í Saurbæ muni ljúka. grþ Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að lýsa yfir andstöðu við hugmyndir um áframhaldandi gjaldtöku í Hval- fjarðargöngin. Hugmyndir þess efnis hafa verið viðraðar að und- anförnu en útlit er fyrir að tvö- falda þurfi göngin á næsta áratug vegna vaxandi umferðar, en ekki síst vegna öryggissjónarmiða. Gjaldtakan myndi þá fjármagna ný göng með sama hætti og gert hefur verið síðastliðin fimmtán ár. Samkvæmt áætlunum mun Spölur ehf. sem rekur göngin skila þeim til íslenska ríkisins árið 2018 eftir að uppgreiðslu lána lýkur. Í bók- un sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar segir að það sé mikilvægt fyrir íbúa á Vesturlandi, ferðaþjónustu og fyrirtæki á svæðinu, að gjald- taka hætti eftir að ríkið tekur við göngunum. Þannig muni Vest- lendingar njóta jafnræðis með því að þurfa ekki að greiða gjald um- fram aðra landsmenn þegar kem- ur að samgöngum við höfuðborg- arsvæðið. Á þeim forsendum ætti ekki að innheimta gjald á þessari leið að mati sveitarstjórnar. hlh Vilja ekki áframhald gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum Prestssetrið í Saurbæ undirlagt af myglusvepp Ársreikningur sýnir afar trausta fjárhagsstöðu Hvalfjarðarsveitar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.