Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Side 18

Skessuhorn - 19.03.2014, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Rætt við nokkur fermingarbörn á Vesturlandi 1. Hvenær fermist þú og í hvaða kirkju? 2. Kom þér eitthvað á óvart í fermingar undirbúningnum? 3. Varstu í einhverjum vafa um hvort þú ættir að fermast eða ekki? 4. Kvíðir þú fyrir deginum eða hlakkarðu til? 5. Tekur þú þátt í undirbúningi fyrir fermingarveisluna? 6. Eitthvað að lokum?Emilía Ósk Jónsdóttir: 1. Stykkishólmskirkju, 8. júní. 2. Nei. 3. Nei. 4. Ég hlakka til. 5. Já. 6. Nei. Þorgrímur Magnússon: 1. Í Borgarneskirkju Pálmasunnudag 13. apríl kl. 11. 2. Nei, eiginlega ekki. Mér finnst hann frekar einfaldur. 3. Nei, ég var nokkuð viss. 4. Ég hlakka til en er pínu kvíðinn fyrir veislunni. 5. Já ég geri það. 6. Takk fyrir viðtalið. Diljá og Regína Sigurjónsdætur: 1. Við fermumst þann 8. júní kl. 11, í Ólafsvíkurkirkju. 2. Það sem kom okkur mest á óvart hversu mikið er að læra hjá prestinum, sérstaklega utanbókar lærdómur en þetta er bara skemmtilegt. 3. Nei við vorum ekki í neinum vafa hvort við ættum að fermast eða ekki. 4. Við hlökkum mikið til fermingardagsins og bíðum eftir honum með óþreyju. Það verður gaman að fá góðan mat svo koma margir gestir og svo fáum við væntanlega góðar gjafir. 5. Jú við hjálpum til við skreytingar og veljum fötin sjálfar. 6. Vonum að dagurinn verði mjög góður. Marsibil Lísa Þórðardóttir: 1. Ég fermist þann 8. júní í Ólafsvíkurkirkju kl. 11. 2. Hversu mikill utanbókar lærdómur er hjá prestinum. 3. Nei ég var í engum vafa um að ég vildi fermast. 4. Ég hlakka mikið til fermingardagsins. Það verður gaman að fermast, fá mikið af gestum og góðan mat. 5. Já, ég reyni sjálfsagt að hjálpa til eftir mesta megni og vel sjálf fermingarfötin. 6. Ég vona að dagurinn verði góður. Hlynur Steinn Arinbjörnsson: 1. Í Akraneskirkju þann 13. apríl. 2. Nei eiginlega ekki. 3. Nei, ég vildi alltaf fermast í kirkju. 4. Ég hlakka bara til, kvíði engu. 5. Já, ég hálpa aðeins við að undirbúa eins og að velja sal og skreytingar og eitthvað svoleiðis. 6. Nei. Hafdís Ösp Finnbogadóttir: 1. Stóra-Vatnshornskirkju þann 17. apríl kl. 14. 2. Nei, ekki sem ég man eftir. 3. Nei. 4. Bara bæði, hlakka svolítið mikið til en aðeins líka kvíði. 5. Já að skreyta salinn og leggja á borð. 6. Nei það held ég ekki. Arnar Smári Bjarnason: 1. Í Borgarneskirkju á Pálmasunnudag 13. apríl kl. 11. 2. Nei, ekkert sérstaklega. 3. Nei, var í engum vafa. 4. Ég hlakka til dagsins og veislunnar. 5. Já. 6. Ég vona að það verði gott veður þegar ég fermist. Björgvin Óskar Ásgeirsson: 1. Ég fermist í Snjóksdalskirkju 13. apríl kl. 12. 2. Já, hvað þetta er skemmtilegt. 3. Nei, í engum vafa. 4. Það er eiginlega bæði, það er stórferming og það koma margir. 5. Já, þegar þar að kemur. 6. Nei. Thelma Karen Bjarnfinnsdóttir: 1. Í Borgarneskirkju á Skírdag 17. apríl kl. 11. 2. Eiginlega ekki. 3. Já, pínu. Ég skoðaði Búdda trú þegar ég var tíu ára. Hins vegar sá ég að kristin trú væri betri fyrir mig eftir nánari skoðun. 4. Ég er kvíðin yfir því að þurfa að halda ræðu í veislunni minni. Annars hlakka ég mikið til. 5. Já, það geri ég. 6. Ég vona bara að það verði gott veður á fermingardaginn. Þór Llorens Þórðarsson: 1. Í Akraneskirkju 30. mars. 2. Hvað þetta er mikill undirbúningur og mikill lærdómur. 3. Nei, ég vildi fermast. 4. Ég hlakka mjög mikið til. Kvíði samt að ég gleymi trúarjátningunni. 5. Já, ég fer með mömmu að kaupa allt og hjálpa til við að velja matinn. 6. Ég vil þakka mömmu og pabba fyrir allan undirbúninginn, jafnt sem systkinum mínum líka. Gunnar Ingi Gunnarsson: 1. Ég fermist þann 8. júní í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:00 2. Hvað þetta er allt kostnaðarsamt. 3. Nei ég vissi að ég ætlaði að fermast. 4. Ég kvíði ekki mikið fyrir en er mjög spenntur. 5. Já ég hjálpa til við að skreyta og svo gela ég á mér hárið sjálfur. 6. Áfram 2000 árgangur. Dawid Einar Karlsson: 1. Ég fermist í Stykkishólmskirkju 8. júní. 2. Nei. 3. Ég þurfti að velja hvort ég vildi fermast í kaþólsku kirkjunni eða íslensku þjóðkirkjunni. 4. Ég hlakka mjög mikið til. 5. Já ég tek mikinn þátt í því. 6. Nei. 1. Hvenær fermist þú og í hvaða kirkju? 2. Kom þér eitthvað á óvart í fermingar undirbúningnum? 3. Varstu í einhverjum vafa um hvort þú ættir að fermast eða ekki? 4. Kvíðir þú fyrir deginum eða hlakkarðu til? 5. Tekur þú þátt í undirbúningi fyrir fermingarveisluna? 6. Eitthvað að lokum? 1. Hvenær fermist þú og í hvaða kirkju? 2. Kom þér eitthvað á óvart í fermingar undirbúningnum? 3. Varstu í einhverjum vafa um hvort þú ættir að fermast eða ekki? 4. Kvíðir þú fyrir deginum eða hlakkarðu til? 5. Tekur þú þátt í undirbúningi fyrir fermingarveisluna? 6. Eitthvað að lokum? Spurt og svarað

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.