Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Ungmennafélag Reykdæla sýnir revíuna: „Ert´ekk´að djóka“ (elskan mín) í Logalandi í Borgarfirði Höfundur: Bjartmar Hannesson. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Næstu sýningar: 6. sýning föstudaginn 21. mars kl. 20:30 7. sýning sunnudaginn 23. mars kl. 14:00 8. sýning fimmtudaginn 27. mars kl. 20:30 9. sýning föstudaginn 28. mars kl. 20:30 10. sýning sunnudaginn 30. mars kl. 14:00 Miðapantanir í síma 699-7938 eftir kl. 16.00 á daginn eða í tölvupósti: tota@vesturland.is. Miðaverð: Fullorðnir 2.500 kr., 7-14 ára 1.500 kr. og frítt fyrir 6 ára og yngri. Ungmennafélag Reykdæla S K E S S U H O R N 2 01 4 Aðalfundir Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir þriðjudaginn 25. mars kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla– flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum. Dagskrá: Bifrastarrektor á bjartsýnum nótum.1. Vilhjálmur Egilsson rektor ræðir um tækifæri í héraðinu. Spurningar og umræður. Kaffihlé.2. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna.3. Önnur mál.4. Stéttarfélag Vesturlands S ke ss u h o rn 2 01 4 Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is HLJÓÐ- VARNARGLER Er hávaðinn að trua? Hað samband við sölumenn okkar ÍSPAN, SMIÐJUVEGUR 7, S. 54-54-300 Ispan.is Leikdeild Umf Skallagríms sýnir í Lyngbrekku Söng- og gamanleikinn Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson - í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar 3. sýning miðvikudagin 19. mars kl. 20:30 4. sýning  mmtudaginn 20. mars kl. 20:30 5. sýning föstudaginn 21. mars kl. 20:30 6. sýning sunnudaginn 23. mars kl. 20:30 7.sýning miðvikudaginn 26.mars kl. 20:30 8. sýning  mmtudaginn 27.mars kl. 20:30 9. sýning föstudaginn 28.mars kl. 20:30 10. sýning sunnudaginn 30.mars kl. 20:30 Miðapantanir í síma 846 2293 og á midi.is Veitingasala á sýningum - enginn posi á staðnum Hl jó ms ve it l eik ur tó nl ist AB BA Frábær sýning “... Frábær sýning í alla staði og alveg drepfyndin. Söngur góður, jafn og skemmtilegur hópur og frábært handrit. Ekki spillti að lögin sem sungin eru koma frá ABBA.” MM ritstj. Skessuhorns KOMDU, SKEMMTU ÞÉR OG SKELLTU UPPÚR! ÖRFÁ SÆTI LAUS Loftorka Borgarnesi og SA-verk hafa samið um að Loftorka fram- leiði og reisi einingar í 100 her- bergja hótel að Hverfisgötu 103 í Reykjavík. Lóðin er neðan við Hverfisgötuna, á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, þar sem verslun- in Nexus var áður. Hótelið verður rúmir 4.200 fermetrar. Samningur fyrirtækjanna nær til allrar steypu- vinnu við hótelið, reisingu eininga og glerjun. Loftorka mun skila verkinu af sér rétt um fokheldu. Hótelið mun síðan verða tekið í notkun vorið 2015. Í samtali við Skessuhorn sagði Bergþór Ólason hjá Loftorku að verkefnið væri bæði mikilvægt og spennandi um leið. Mikilvægt í því samhengi að hér væri um að ræða stærsta verkefnið sem Loftorka hef- ur samið um síðan bankarnir féllu og byggingageirinn með og spenn- „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn,“ var yfirskrift á vel heppnuðum íbúafundi sem þær stöllur Kristín Gísladótt- ir og Sigrún Katrín Halldórs- dóttir stóðu að í fyrra í Borg- arnesi. Þar voru eineltismál rædd. Foreldrafélag Grunn- skólans í Borgarnesi í sam- vinnu við þær stöllur, grunn- skólann og Björgunarsveitina Brák, Skátafélag Borgarness, Rauða Krossinn, einstaklinga, félög og fyrirtæki í sveitar- félaginu ætla að byggja á því góða framtaki sem þar hófst. „Í ár verður yfirskriftin sjálfstæði og samvinna og miðast af því að efla samheldni og samstöðu í samfé- laginu okkar,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Hugmyndin er að nýta þema- daga Grunnskólans í Borgarnesi í næstu viku og gefa nemendum á efsta skólastigi tækifæri til að spreyta sig á skemmtilegum þrautaleik. „Við óskum eftir því að fá foreldra og/eða aðra íbúa til liðs við okkur en áætl- að er að um 50 manns þurfi til leggja okkur lið með einum eða öðrum hætti. Þemadag- ar verða frá 24. – 28. mars nk. og er fyrirvarinn afar skamm- ur. Því þarf að bretta upp erm- ar og rétta fram hjálparhönd. Áhugasamir hafi samband við Brynju Þorsteinsdóttir for- mann Foreldrafélags GB í síma 823-0072 eða á brynjathor- steins@gmail.com.“ mm Óska aðstoðar foreldra við skemmtilegan þrautaleik Loftorka semur um byggingu hótels í Reykjavík andi í því samhengi að þarna væri tækifæri til að sýna fram á hvað ein- ingalausnin er hentug þar sem að- stæður eru þröngar eins og er í þessu tilviki í miðborg Reykjavíkur. „Þarna tekst að sameina kosti stein- steypunnar og hraða og fyrirsjáan- leika einingalausnarinnar. Um leið teljum við að búið sé að lágmarka óvissuþætti í verkinu, sem er mik- ilvægt fyrir verkkaupann. Jafnframt er mikilvægt að lágmarka rask á svæðinu, á sama tíma og verið er að vinna að endurbótum á Hverfis- götunni. Það tekst vel með þessari lausn,“ segir Bergþór. Óli Jón Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Loftorku, segir verk- ið leggja grunn að því sem vonandi sé framundan hjá fyrirtækinu, nú þegar byggingariðnaðurinn er far- inn að taka við sér. Aðspurður sagð- ist hann reikna með að starfsmönn- um Loftorku fjölgi nokkuð á næst- unni, sem sé ánægjulegt eftir erfið ár undanfarið. mm Horft á aðalhlið hins nýja hótels. Norðvestur hlið hótelsins. Bergþór Ólason frá Loftorku, Jón Þór Jónsson verkefnisstjóri hja SA-Verki, Óli Jón Gunnarsson frá Loftorku og Sigurður Andrésson framkvæmda- stjóri SA-Verks.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.