Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014
Síðastliðinn sunnudag minntust
börn og afkomendur Árna Helga-
sonar í Stykkishólmi fæðingar-
afmælis hans, en Árni var fæddur
í Reykjavík 14. mars 1914. Árni
Helgason, fv. símstöðvarstjóri
var heiðursborgari Stykkishólms
en hann lést 27. febrúar 2008. Af
þessu tilefni buðu afkomendur
Árna til kaffisamsætis á hótelinu
í Stykkishólmi. Meðal dagskrár-
atriða afmælishátíðarinnar má
nefna minningabrot sem Róbert
Jörgensen og Sesselja Pálsdóttir
fluttu, frændur Árna, þeir nafnar
Ellert Borgar Þorvaldsson og Ell-
ert Kristinsson, sungu kvæði og
gamanvísur eftir Árna, nemendur
Lúðrasveitar Stykkishólms léku á
hljóðfæri, sýnt verður efni úr safni
Sjónvarpsins og þær frænkur Ingi-
björg Hrönn Jónsdóttir og Ingi-
björg Jóna Halldórsdóttir barna-
börn Árna fluttu tónlistaratriði.
Árni var afar virkur í félags-
málum. Hann var m.a. stofn-
félagi Lionsklúbbs Stykkis-
hólms, stofnaði stúkuna Helga-
fell og var gæslumaður barnastúk-
unnar Bjarkar. Ef til vill var Árni
hvað þekktastur fyrir einarða bar-
áttu sína fyrir bindindismálum.
Árni var stofnfélagi Lúðrasveit-
ar Stykkishólms og Tónlistarfé-
lags Stykkishólms. Auk þess var
hann fréttaritari Morgunblaðs-
ins í meira en hálfa öld auk þess
að rita fréttir fyrir Ríkisútvarpið -
Sjónvarp.
Af þessu tilefni færðu af-
komendur Árna Tónlistarskóla
Stykkishólms höfðinglegar gjaf-
ir á sunnudaginn. Það var Hall-
dór Árnason sem afhenti Mart-
in Markvoll, stjórnanda Lúðra-
sveitar Stykkishólms gjöfina, fyr-
ir hönd fjölskyldunnar.
sá
Þegar breytingar voru gerðar á
umdæmum héraðsdýralækna í land-
inu sem og á embættunum sjálfum
seint árið 2011, voru margir ugg-
andi um að dýralæknar fengjust
ekki til að sinna þjónustu við bænd-
ur og bústarfsemina á svokölluðum
jaðarsvæðum landsins. Sú varð líka
raunin að einstaka svæði voru án
þessarar þjónustu í einhvern tíma.
Þannig þurfti til dæmis að auglýsa
starf dýralæknis í Dölum og á nær-
liggjandi svæðum í þrígang áður
en dýralæknir fékkst til starfa. Það
var Gísli Sverrir Halldórsson sem
sýndi starfinu áhuga. Kom hann
til starfa í sauðburðinum 2012 og
var síðan alkominn í Búðardal um
haustið. Gísli segist kunna ákaf-
lega vel við að starfa á svæðinu út
frá Búðardal, sem reyndar er mjög
víðáttumikið, nær yfir svæði sem
þrír héraðsdýralæknar störfuðu á
áður. Gísli er ekki ókunnugur Döl-
um og Ströndum. Starfaði þar um
tíma fyrir rúmum þrjátíu árum sem
afleysingadýralæknir. Gísli þekkir
líka vel til dýralækninga á strjálbýl-
um svæðum, var t.d. héraðsdýra-
læknir í austanverðum Skagafirði í
sjö ár frá 1983-1990. Þá var hann
dýralæknir á Sandi í sunnaverð-
um Noregi í nokkur ár á síðasta
áratug liðinnar aldar. Gísli segir í
sjálfu sér ekki mikinn mun á því að
sinna starfi dýralæknis í Búðardal, á
Hofsósi eða Sandi í Noregi. Starfið
snúist alls staðar um það sama, um
fyrirbyggjandi aðgerðir gegn bú-
fjársjúkdómum og að liðsinna sem
kostur er varðandi heilbrigði dýra.
Draumastarf í Noregi
Gísli fæddist og ólst upp á Sauð-
árkróki, en ellefu ára fluttist hann
með foreldrum sínum í Árbæinn
í Reykjavík. Hann var í sveit fyrir
norðan og flest sumur þar. Áhug-
inn fyrir sveitinni og dýrunum varð
til þess að hann ákvað að læra til
dýralæknis og sótti þá menntun til
Kaupmannahafnar. Nýútskrifaður
sinnti hann starfi afleysingadýra-
læknis í skamman tíma á nokkrum
Afkomendur Árna færðu
tónlistarskólanum gjöf
Skemmtilegt svæði en miklar vegalengdir
Spjallað við Gísla Sverri Halldórsson dýralækni í Búðardal
stöðum á landinu, áður en hann
hóf störf á Hofsósi, þegar breyt-
ingar voru gerðar á starfi héraðs-
dýralæknis í Skagafirðinum. Akra-
hreppurinn var reyndar ekki inn á
svæði Gísla austan Héraðsvatnanna
en þess í stað náði það yfir Siglu-
fjörð. Eftir sjö ár á Hofsósi færði
Gísli sig síðan um set á Sauðárkrók.
Hann hætti þá í dýralækningum um
tíma og gerðist framkvæmdastóri
Slátursamlags Skagfirðinga, slátur-
húss sem var valkostur fyrir bændur
til hliðar við sláturhús Kaupfélags
Skagfirðinga. Gísli vildi breyta til
eftir fjögur ár hjá Slátursamlaginu
og hélt þá til Noregs. „Það var ynd-
islegt að koma til Noregs og starfa
á Sandi í Suldal. Við vorum þrjú í
starfi á þessu svæði og skiptu með
okkur vöktum. Starfið var svolítið
öðruvísi þarna en hérna hjá okkur,
eiginlega draumastarf. Við fengum
að bólusetja og sæða sem við fáum
ekki að gera hérna. Norskir bændur
mega ekkert gera sjálfir, eiga ekki
einu sinni sprautu. Ríkið og sveitar-
félög kom meira til móts við bænd-
ur en hérna varðandi ferðakostn-
að. Norskir bændur þurfa ekki að
borga nema 15 km í ferðinni en
hér kemur ríkið ekki inn fyrr en í
80 kílómetrum, sem er allt of dýrt
fyrir bændur. Ég tel að þessu þurfi
nauðsynlega að breyta.“
Matvælastofnun ekki
metin að verðleikum
Þegar Gísli var árið 1999 búinn
að starfa í fimm ár í Noregi seg-
ist hann eiginlega hafa verið sótt-
ur þangað af Halldóri Runólfssyni
þáverandi yfirdýralækni. Þá vant-
aði mann í starf dýralæknis inn-
og útflutningseftirlits sem þá varð
sérstakt embætti hjá Embætti yfir-
dýralæknis, sem síðan var samein-
að öðrum stofnunum, núna síðast
Matvælastofnun. „Starfið var eftir-
lit með innflutningi dýraafurða.
Mér líkaði ágætlega að starfa með
fólki hjá Matvælastofnun og veit af
eigin reynslu að þar er unnið mjög
gott starf. Stofnunin hefur þurft að
þola harða dóma, að mínu mati oft-
ast að ósekju. Það var samt þann-
ig að mig langaði aftur í dýralækn-
ingarnar. Þegar dýralæknisstarfið í
Búðardal var auglýst í þriðja skiptið
vorið 2012, leist mér eiginlega ekk-
ert á blikuna fyrir hönd Dalamanna.
Það kitlaði mig að kíkja vestur og
við komum hingað um vorið til að
skoða aðstæður, þar á meðal emb-
ættisbústað héraðsdýralæknis hérna
við Ægisbraut í Búðardal. Dala-
menn voru mjög uggandi að vera
dýralæknislausir í sauðburðinum,
þannig að ég fékk mig lausan hjá
Matvælastofnun í einn mánuð. Ég
ákvað síðan í framhaldinu að sækja
um starfið. Vann uppsagnarfrestinn
fyrir sunnan og kom svo hingað til
starfa 1. september um haustið.
Öflugt
sauðfjárræktarsvæði
Eins og áður segir er starfssvæði
dýralæknis í Búðardal umfangs-
mikið. Það nær yfir alla Dalasýslu
og Strandasýslu í norður að Brú í
Hrútafirði og Árneshrepp, inn á
Barðaströndina að Klettshálsi og
í Ísafjarðardjúp á Snæfjallaströnd-
ina. Gísli segir starfssvæðið mjög
skemmtilegt. Starf dýralæknisins
byggist mikið á því að veita bændum
ráð bæði með lyfjagjöf gegn sjúk-
dómum sem og fyrirbyggjandi að-
gerðir. Á starfssvæðinu sé sauðfjár-
rækt langyfirgripsmest, um 50.000
- 60.000 vetrarfóðraðar kindur,
sem þýði að um 100.000 lömb fæð-
ist á sauðburðinum. Mjólkurbú á
svæðinu eru nú 17 og hefur fækkað
um þrjú á einu og hálfu ári.
„Það er ekki ofsagt að Strandir
og Dalir eru stærstu og öflugustu
sauðfjársvæði landsins. Líflömb í
fjárskiptum hafa yfirleitt verið sótt
á Strandir. Dalir hafa lengstum ver-
ið hreint svæði gagnvart sauðfjár-
sjúkdómum. Samt sem áður hafa
bændur í Dölum norðan svokall-
aðrar Hvammsfjarðarlínu, norð-
an Búðardals, allt fram undir þetta
þurft að bólusetja sitt sauðfé gegn
garnaveiki, sem öryggissvæði fyrir
fjárskiptahólf á Ströndum og í Döl-
um. Þessari kvöð á bændur í Döl-
um var ekki aflétt fyrr en haustið
2012. Það má líta á það sem viður-
kenningu til þeirra fyrir öflugt starf
í sauðfjárrækt og sjúkdómavörnum
um tíðina.“
Duglegir bændur
Gísli segir að af sama skapi og Dal-
ir og Strandir séu öflug sauðfjár-
ræktarsvæði beri að hafa áhyggjur
af mjólkurframleiðslunni á svæð-
inu. „Það er vissulega áhyggjuefni
hvað mjólkurbú eru fá á svæðinu,
eða aðeins 17 og að þeim hafi fækk-
að um þrjú á einu og hálfu ári. Það
er allavega vonandi að þeim fækki
ekki með þessum hraða á næstu
árum. Bændur hér eru mjög dug-
legir í sínum búskap. Sauðfjárbú-
in eru hér mörg af stærðinni 500-
700 fjár og það er mikill munur á
bústærð hér og í Skagafirðinum,
þar sem sauðfjárbúin voru teljandi
á hendi annarrar handar sem voru
með yfir 300 fjár. Bændur hér eru
duglegir í skýrsluhaldi og stunda
sinn búskap af fagmennsku, eins
og t.d. að láta fósturskoða kind-
urnar sem gefur þeim meiri mögu-
leika m.a. að flokka þær við fóðr-
un og auka þannig afurðirnar. Fé-
lög sauðfjárbænda hérna á svæð-
inu standa fyrir fundum þar sem
m.a. starfandi dýralækni á svæðinu
er boðið . Mér fannst það dýrmætt
að mæta á fundi með bændunum og
hlýða á þeirra reynslu og skoðanir.
Það bætir líka í reynslubankann hjá
mér,“ segir Gísli.
Aftarlega á merinni í
samgöngumálum
Gísli segir að þrátt fyrir víðáttu-
mikið svæði, þá sé það ekki svo að
dýralæknirinn sé á þeytingi hingað
og þangað. Á því tæplega eina og
hálfu ári sem hann hefur nú starfað í
Búðardal hefur hann t.d. aldrei far-
ið í embættiserindum norður í Ár-
neshrepp á Ströndum. „Bændur eru
ekki að ná í dýralækni vegna einnar
kindar. Þeir leita ráða og bjarga sér
með að hjálpa kindinni sjálfir. Það
sem mér finnst helsti annmarkinn
á þessu svæði er ekki endilega vega-
lendirnar heldur hvað samgöngu-
kerfið á svæðinu hefur setið á hak-
anum. Það er náttúrlega sorglegt að
enn sé það þannig að fólk á Barða-
strönd sé innilokað og hreinlega í
lífshættu í langan tíma að vetrin-
um. Vegirnir um Fellsströnd fyr-
ir Klofning á Skarðsströnd, Lax-
árdalsheiði og Skógarströndin eru
náttúrlega ekki mönnum bjóðandi.
Samgöngukerfið hér er hamlandi
fyrir atvinnulíf, svo sem ferðaþjón-
ustu á svæðinu.“
Útkall á
aðfangadagskvöld
Spurður um eftirminnilegt útkall
frá því Gísli kom til starfa í Búð-
ardal, segir hann að þar standi upp
úr útkall frá því á aðfangadagskvöld
2012. „Þá var ég að leysa af Hjalta
Viðarsson sem þá var fluttur héð-
an í Stykkishólm. Við skiptumst á
með afleysingaþjónustu. Það nátt-
úrlega hittist þannig á að nóg var
að gera á svæðinu hjá Hjalta þessi
jól. Útkall kom frá bæ í Helgafells-
veit klukkan hálffjögur á aðfanga-
dag. Þar átti kýr í erfileikum með
burð. Konan mín Valdís Gunnars-
dóttir fór með mér í vitjunina. Það
var fallegt jólaveður, logndrífa en
snjóþekja og hálka á vegum. Við
keyrðum Skógarströndina og vor-
um komin í Arnarstaði rétt fyr-
ir klukkan sex. Um það leyti sem
presturinn fór með jólaguðspjallið í
útvarpinu fæddist kálfurinn að við-
stöddum allmörgum í fjósinu. Okk-
ur fannst þetta bara skemmtilegt að
taka á móti kálfinum um þetta leyti.
Kálfurinn var tekinn með keisara-
skurði og tókst sú aðgerð prýðilega.
Boð barst meðan við vorum á bæn-
um um að kýr væri slæm af doða
hinum megin á Snæfellsnesinu. Við
fórum þangað og vorum svo komin
hingað heim í Búðardal þegar langt
var liðið á ellefta tímann um kvöld-
ið og fórum þá að huga að jólasteik-
inni. Þetta verður sjálfsagt með eft-
irminnilegri aðfangadagskvöldum
þegar fram líða stundir.“
þá
Tekið á móti kálfi eftir að búið var að
framkvæma keisaraskurð. Þetta var
á aðfangadagskvöld 2012 á Arnar-
stöðum í Helgafellssveit.
Ljósmynd Valdís Gunnarsdóttir.
Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir í Búðardal.