Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 „Ég var aldrei í neinum vafa hvort ég ætti að fermast eða ekki því ég trúi á æðri mátt og vissi alltaf að ég ætlaði að fermast. Það eina sem kom mér á óvart var að einhverra hluta vegna átti ég von á því að ég myndi fermast einn. Ég hafði aldrei farið í fermingarathöfn í kirkju áður. Svo þegar leið á fermingar- fræðsluna þá sá ég að það er heill hópur fermdur í einni athöfn og það kom pínulítið á óvart,“ segir Ingvar Örn Einarsson, sem var eitt af fermingarbörnunum á Akranesi á síðasta ári. Ingvari þótti fermingar- dagurinn einstaklega ánægjulegur og vel heppnaður. Hann fermdist í Akraneskirkju en veislan var hald- in í heimahúsi í Reykjavík. „Ég fékk eiginlega að ráða öllu í sambandi við fermingardaginn. Ég valdi föt- in mín sjálfur og fékk líka að velja matinn. Ég þurfti reyndar lítið að gera sjálfur fyrir veisluna. Mamma og amma gerðu langmest. Ég fékk að velja litinn á skrautinu og valdi fallegan grænan lit en amma sá al- veg um að skreyta. Pabbi ætlaði svo að láta mig hjálpa til við að gera klárt á sjálfan fermingardaginn en það voru svo margir að hjálpa að það endaði með því að ég var bara fyrir,“ segir Ingvar um undirbún- inginn. Augabrúnirnar urðu öðruvísi á litinn Þegar fermingardagurinn rann upp vaknaði Ingvar með pínulítinn kvíðahnút í maganum. „Ég var al- veg ágætlega stressaður snemma um morguninn. En um leið og ég var kominn í kirkjuna hvarf stressið eiginlega. Ég var ekkert stressaður í athöfninni sjálfri, ekkert hrædd- ur um að gleyma trúarjátningunni eða neitt slíkt enda kunni ég hana mjög vel. Ég passaði mig á því að læra hana alveg utanað því ég vildi ekki lenda í því að hika þegar ég átti að fara með hana,“ rifjar hann upp. „Þetta var allt mjög fínt, nema eitt. Pabbi kom með þá snilldar hugmynd að láta mig fá brúnku- krem daginn fyrir ferminguna og ég lét undan. Hann setti kremið á mig daginn áður og þegar ég vakn- aði á fermingardaginn voru auga- brúnirnar allt öðruvísi á litinn en hárið á mér. Þær voru mikið dekkri og það var frekar áberandi. Ég var meira að segja spurður að því í kirkjunni hvort ég væri málaður, það var hræðilegt,“ bætir Ingvar við og hlær. Seinna sama dag var hald- in veisla í Reykjavík. „Ég fór með ömmu og afa í bíl til Reykjavíkur. Við stoppuðum reyndar á leiðinni og fengum okkur pylsur því ég var orðinn svo svangur. Það var mjög furðulegt, að borða pylsu í sjoppu í jakkafötunum á fermingardaginn. Svo fékk ég aðeins að slaka á þegar við komum heim til ömmu og afa. Veislan var haldin aðeins seinna þennan sama dag, heima hjá ömmu og afa,“ segir Ingvar og bætir því við að í þessu húsi hafi öll barna- börn, börn og fósturbörn föður- ömmu hans annaðhvort verið skírð eða haldin þar fermingarveisla fyr- ir þau. Kaus að verja deginum með fjölskyldunni Veislan gekk vel fyrir sig. Marg- ir góðir gestir komu og Ingvar var ánægður með daginn. „Það komu mjög margir í veisluna, mun fleiri en ég bjóst við. Ég hélt líka að ég myndi þekkja færri en ég þekkti alla gestina. Maturinn var alveg frá- bær. Mamma eldaði matinn á Akra- nesi og náði að halda honum heit- um alla leið til Reykjavíkur. Frænk- ur mínar hjálpuðu líka til við að baka og þetta var allt frábært. Mig langaði reyndar að dagurinn myndi snúast sem minnst um mig sjálfan og var hálf feiminn. Pabbi sagði að ég þyrfti að halda ræðu í veislunni og bjóða öllum að gjöra svo vel. Svo þegar ég átti að halda ræðuna þá fór hann með mér og tók eiginlega yfir. Það var alveg ágætt því mér fannst erfitt að vera með alla athyglina á mér. Mér fannst til dæmis dálítið óþægilegt að opna gjafirnar fyrir framan gestina,“ segir Ingvar Örn um veisluna. Ingvar kaus að bjóða vinum sín- um ekki í veisluna. Hann vildi frek- ar verja þessum degi með fjölskyld- unni. „Ég vildi frekar eiga minn- ingar um fjölskylduna mína þennan dag, en vinina. Ég fór heldur ekki í spes fermingarmyndatöku en það skipti ekki öllu máli. Það sem skipti mestu máli var að það væru tekn- ar myndir af mér í veislunni, með fjölskyldunni. Þetta var bara ynd- islegur dagur. Það gekk allt upp, virkaði allt. Engin vandræði. Það er engin skemmtisaga, því miður! Ég beið allan daginn eftir að eitt- hvað myndi klúðrast en þetta gekk allt eins og í sögu. Nema náttúrlega þetta með brúnkukremið í auga- brúnunum. Það er það eina sem ég myndi breyta við daginn ef ég fengi að lifa hann aftur. Þetta var bara frábær dagur, veðrið var meira að segja fallegt,“ segir Ingvar Örn að lokum. Fermingardagurinn reyndist þeim góður og vildu gjarnan upplifa hann aftur Á síðasta ári fermdust á þriðja hundrað ungmenna á Vesturlandi. Í hópi þeirra voru tvö mannvænleg börn á Akranesi sem hér að neðan lýsa upplifun sinni af fermingardeginum og undirbúningnum fyrir hann. Fermingardagurinn var frábær dagur Fermingarkökuna bakaði Aníta frænka Ingvars. Ingvar Örn Einarsson átti ánægjulegan fermingardag í fyrra. Ingvar vildi láta mynda sig með fjöl- skyldunni í fermingarveislunni. Hér er hann ásamt foreldrum sínum, Einari Magnúsi Ólafíusyni og Selmu Margréti Arnardóttur. Tók sjálf mikinn þátt í undirbúningnum Svandís Guðbjörg Karlsdótt- ir fermdist í Akraneskirkju í mars 2013. Hún efaðist aldrei um hvort hún ætti að fermast í kirkju og hlakkaði mikið til fermingardags- ins. Hún tók mikinn þátt í undir- búningnum fyrir fermingarveisluna sína. „Ég er mikið fyrir allskonar skraut þannig að mér fannst gam- an að taka þátt í að búa til skreyt- ingar. Ég klippti út fiðrildi, spreyj- aði gullgreinar og vildi hafa salinn skreyttan eftir mínum áhugamál- um; hárgreiðslu, fótbolta og mynd- list þannig að málverkin mín voru hengd upp. Ég var löngu farin að hugsa út í þetta fyrir ferminguna og við gáfum okkur góðan tíma í að hugsa um skreytingarnar í sal- inn. Við vorum með myndabók og gerðum horn í salnum þar sem við vorum með bækur frá því ég var í leikskóla og ýmislegt sem ég hef gert frá því ég var lítil. Gullmol- arnir, föndur og fleira. Svo spreyj- aði ég takkaskóna mína gulllitaða og þeir eru enn uppi á hillu í her- berginu mínu, “ segir Svandís, en fermingarveisla hennar var haldin í Jónsbúð á Akranesi. Á fermingar- daginn vaknaði Svandís eldsnemma enda gerði hún hárgreiðsluna sína sjálf. „Systir mín kom með morg- unmat handa okkur úr bakaríinu og sá svo um að farða mig. Það tók tvo tíma að krulla á mér hárið þannig að ég var á seinustu mínútunum út úr dyrunum heima. Ég var nú orð- in pínu stressuð þarna á lokasprett- inum! Ég var líka með smá fiðring í maganum í kirkjunni sjálfri en svo gekk þetta allt rosalega vel. Ég fór reyndar næstum því að hlæja þegar við fjölskyldan gengum til altaris. Þá fór pabbi að rifja upp hvernig ég hafði tosað í brúðarkjólinn hennar mömmu við altarið þegar þau giftu sig. Ég þurfti að halda fyrir munn- inn svo ég færi ekki að hlæja. Svo kom mér mjög á óvart að oblátan festist í gómnum á mér, ég átti alls ekki von á því,“ segir hún og bros- ir. Hún bætir því við að svipurinn á Kristínu Ingu eldri systur henn-Svandís Guðbjörg Karlsdóttir fermdist í Akraneskirkju í mars 2013.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.