Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014
Nafn: Gunnar Jónsson.
Starfsheiti/fyrirtæki: Fram-
kvæmdastjóri Nesafls sf. í Borgar-
nesi.
Fjölskylduhagir/búseta: Giftur
Helgu Halldórsdóttur og eigum
við þrjú uppkomin börn, þau Haf-
þór, Halldór og Írisi.
Áhugamál: Íþróttir og gamlir bílar.
Vinnudagurinn fimmtudagurinn
13. mars 2014.
Mætt til vinnu og fyrstu verk:
Mætti kl. 07:30 í Norðurál á
Grundartanga. Þar hóf ég vinnu
við að einangra ker í verktöku.
Klukkan 10: Þá var ég áfram að
vinna í kerjunum. Ég var að vinna í
þeim fram að hádegi.
Klukkan 14: Þá tók ég á móti
steypubíl frá Loftorku þar sem ég
var að steypa í gólf í kjallara í ker-
skála hjá Norðuráli.
Hvenær hætt og það síðasta sem
þú gerðir í vinnunni: Eins og
flesta daga eftir áramót þá mæti ég
eftir verkefni dagsins niður í gamla
pósthús í Borgarnesi. Þar vinn ég
við að breyta kjallara pósthússins í
tvær íbúðir, en Nesafl keypti kjall-
arann á síðasta ári. Ég var þarna til
klukkan 19, þá fór ég heim.
Fastir liðir alla daga? Mæti yfir-
leitt á Olís í Borgarnesi seinni part-
inn þar sem ég fæ mér kakóbolla
og fer yfir málin með þeim sem þar
eru, t.d. Jobba Jó.
Hvað stóð upp úr eftir daginn:
Eitt og annað sem kom upp í spjalli
við félaga mína á Olís. Það sem
hins vegar stóð mest upp úr eft-
ir daginn sjálfan var að Skallagrím-
ur hélt sæti sínu í deildinni í körfu-
bolta.
Var dagurinn hefðbundinn? Já,
hann var fremur hefðbundinn.
Hvenær byrjaðir þú í þessu
starfi? Ég er búinn að vera í þessu
starfi sem verktaki í 15 ár.
Er þetta framtíðarstarfið þitt? Já,
því geri ég ráð fyrir.
Hlakkar þú til að mæta í vinn-
una? Að sjálfsögðu!
Eitthvað að lokum? Vona að það
vori snemma þetta árið og að sum-
arið verði gott þannig að M-20 sjá-
ist oftar á götum bæjarins en síð-
asta sumar.
Iðnaðarmanns
Dag ur í lífi...
mikilli vanlíðan. Okkur þykir það
ömurlegt,“ bætir Sigrún við.
Vilja komast burt
Einar tekur nú til máls. „Þegar við
sjáum að okkar eigin dóttir vill ekki
vera hér, hún lítur ekki á Akranes
sem sitt heimili og hvað henni líð-
ur illa þegar hún kemur til okkar, þá
verður okkur ljóst að hér viljum við
ekki vera. Við vorum ekkert á leið-
inni úr landi fyrr en við fórum að
hugsa um það í fyrrasumar. Þá fór-
um við til Helsingjaborgar í Svíþjóð.
Þar kviknaði þessi hugmynd að setj-
ast þar að og hefja nýtt líf.“
Sigrún tekur undir þetta. „Við
hefðum alls ekki farið frá Akra-
nesi þó við hefðum misst húsið. Þá
hefðum við bara fundið okkur íbúð
á leigu. Það eru eineltismálin sem
gera það að verkum að við ákveðum
að fara héðan. Eftir það mál þá líð-
ur mér illa á Akranesi. Það er auðvit-
að mjög sorglegt og að vita til þess
að barnið manns getur ekki ver-
ið þar sem maður býr. Ég get ekki
hugsað mér að búa hér lengur, alveg
sama þó öll okkar skuldamál leystust
á einni nóttu.“
Sjá litla framtíð á Íslandi
Hvers vegna eru þau að fara alla leið
til Svíþjóðar? Einar svarar: „Það er
vegna þess að það er ekki um auðug-
an garð að gresja á Íslandi. Við ætl-
um ekki að fara að greiða þriðjung
launa okkar í húsaleigu á höfuðborg-
arsvæðinu. Það er heldur ekki inni í
myndinni að fara austur á firði.
Sigrún bætir við að henni finn-
ist möguleikarnir ekki miklir í heil-
brigðisþjónustunni hér á Íslandi.
Endalaust sé verið að breyta og
fækka fólki og starfsöryggið verði sí-
fellt minna. „Mér finnst framtíðar-
vonin lítil hér. Hver er framtíð ungs
fólks á Íslandi? Dætur okkar verða
eftir á Íslandi. Sú yngri sem varð fyr-
ir eineltinu ætlaði með okkur út en
í millitíðinni er hún orðin ástfangin
af ungum herra á Austurlandi þann-
ig að hún vill vera áfram. Hún verð-
ur 19 ára í haust, er orðin fullorð-
in og ræður sér sjálf og við virðum
það. Svo er það þannig að það eru
miklu meiri líkur til að hún muni í
framtíðinni vilja búa nálægt okkur í
Svíþjóð heldur en nokkurn tímann
á Akranesi. Við fáum hana aldrei til
okkar ef við búum áfram hér,“ seg-
ir Sigrún.
Trúa ekki loforðum
stjórnmálamanna
Hefði samt ekki verið betra fyrir þau
að doka við og sjá til? Hvorugt þeirra
er atvinnulaust. Sigrún er hjúkrun-
arfræðingur á Höfða, Einar var liðs-
stjóri í álverinu, bæjarfulltrúi og lýk-
ur námi í rafvirkjun nú í vor. Fyr-
ir ári bar mikið á loforðum stjórn-
málamanna um að lausn yrði fundin
á skuldavanda heimilanna. Trúa þau
ekki á þau fyrirheit?
„Nei,“ svara bæði einróma. Ein-
ar bætir við: „Við vissum að Fram-
sóknarflokkurinn myndi svíkja kosn-
ingaloforðin. Þetta varðandi skulda-
niðurfellingar var ekki raunhæft.
Við keyptum aldrei þessa vitleysu.
Þeirra boðuðu lausnir hefðu líka
verið eins og að pissa í skóinn sinn
í okkar stöðu. Ég skal svo líka við-
urkenna að fyrri stjórnvöld gerðu
heldur ekki allt sem þau áttu að
gera eða okkur fannst að þau hefðu
getað gert. Það var mjög erfitt fyr-
ir mig að kjósa minn flokk Samfylk-
inguna í síðustu þingkosningum. Ég
gerði það eingöngu vegna þess að
við erum með Guðbjart Hannesson
sem ég met afar mikils og tel senni-
lega best gerða stjórnmálamann Ís-
lands. Fyrri stjórn sveik okkur í
stjórnarskrármálinu og kvótamálinu.
Ég sat og tók þátt í að semja sjávar-
útvegsstefnu Samfylkingarinnar sem
var samþykkt á landsfundi 2009 með
öllum greiddum atkvæðum nema
nokkurra úr Norðausturkjördæmi.
Þetta plagg var svo síðar tekið og
það rifið í tætlur fyrir augum okkar
á síðasta kjörtímabili. Það voru þessi
mál sem gerðu það miklu frekar að
verkum að Samfylkingin beið afhroð
í síðustu kosningum heldur en ESB
umsóknin nokkurn tímann.“
Eftir smá umhugsun bætir Einar
við: „Einhver góður maður sagði við
mig um daginn að það væri réttast
að taka kosningaréttinn af Íslending-
um. Hér kjósum við yfir okkur kval-
ara okkar aftur og aftur. Það að við
skulum í dag búa við þau stjórnvöld
sem nú eru við völd er ekki eitthvað
sem hvetur mig til að búa áfram á Ís-
landi.“
Að mestu sáttur við störf
meirihlutans
Talið berst nú að stjórnmálaþáttöku
Einars. Hann var kjörinn bæjar-
fulltrúi á Akranesi 2010 og hefur nú
setið í eitt kjörtímabil. „Setan í bæj-
arstjórn hefur bæði verið ánægju-
leg en líka erfið. Það hafa skipst á
skin og skúrir. Okkur hefur tekist
að verja þjónustustigið í bænum án
þess að hækka gjöld þrátt fyrir mjög
þröngan fjárhag bæjarsjóðs. Tekju-
samdrátturinn er þannig að frá hruni
vantar rúmlega einn milljarð króna
inn í tekjur bæjarsjóðs samanborið
við þær tekjur sem bærinn hafði fyr-
ir hrun. Þetta eru engir smá pening-
ar. Á þessum tíma höfum við sett 660
milljónir króna inn í Orkuveituna til
að bjarga henni, að hluta til lánsfé
en líka eigið fé. Við höfum sett tölu-
verða fjármuni í íþróttahreyfinguna
vegna þess að starfsemi hennar hefur
mikið forvarnagildi. Að mörgu leyti
er ég mjög stoltur af því sem okkur í
meirihluta bæjarstjórnar hefur tekist
að gera á þessu kjörtímabili. En síð-
an hafa verið leiðindamál á kjörtíma-
bilinu eins og þegar bæði bæjarstjóri
og bæjarritari voru látnir fara.“
Vill hann ráðleggja öðrum að fara
í bæjarmálin? „Nei, veistu það, ég
held ekki. Þetta er mjög tímafrekt.
Þessu fylgir mikið álag og áreiti. Þó
tel ég mig hafa sloppið nokkuð vel frá
áreitinu. Ég hef oft sagt að þetta sé
full vinna að vera bæjarfulltrúi fyrir
einn fjórða af laununum. Það er mín
skoðun að best væri ef Akranes væri
bara með fimm bæjarfulltrúa sem
allir væru á fullum launum og störf-
uðu bara sem slíkir, heldur en níu í
dag sem allir eru á fjórðungs kaupi.
Þá gætu þessir fimm sinnt þessu af
fullum huga og öðru því sem þyrfti
sem kjörnir fulltrúar. En auðvitað á
að sameina hér sveitarfélög, þau eru
alltof mörg í landinu í dag.“
Fjölskyldan líður fyrir
stjórnmálaþátttöku
Sigrún vill fá að lýsa því hvernig það
er að vera maki stjórnmálamanns í
bæjarpólitíkinni. „Ég myndi segja
fólki að hugsa sig vel um áður en það
gefur sig í þetta. Maður mætir ýmsu
sem fjölskylda viðkomandi bæjar-
fulltrúa. Ef hann stígur á tærnar á
einhverjum og fólki mislíkar þá bitn-
ar það á allri fjölskyldunni. Fólk sem
hefur verið mjög vinsamlegt hætt-
ir kannski allt í einu að heilsa manni
og horfir bara í gegnum mann. Svo
eru þessi störf mjög tímafrek. Sá tími
sem hefur farið í þessi störf hjá Ein-
ari hefur valdið álagi á fjölskylduna.
Hann er í fullri vinnu. Bæjarstjórn-
arstörfin eru svo aukavinna ofan á
það. Ég myndi ekki ráðleggja ungu
fólki með lítil börn að standa í þessu.
Ekki einu sinni láta sér detta það í
hug.“
Einar fellst á þetta. Hann seg-
ir að það sé mikið púsluspil að sinna
bæjarmálunum. „Ekki síst hjá okk-
ur tveimur sem erum með börn og
bæði í vaktavinnu. Svo settist ég á
skólabekk hér við Fjölbrautaskólann
haustið 2011 og fór að læra rafvirkj-
un. Ég lýk sveinsprófi nú í júní og
flyt því af landi brott sem nýmennt-
aður rafvirki í sumar.“
Fegin að óvissunni
er aflétt
Hefur Ísland valdið ykkur vonbrigð-
um? „Nei,“ svara bæði í kór. „Ég
upplifi fyrst og fremst létti,“ seg-
ir Sigrún. Hún bætir við: „Óvissan
varðandi niðurstöðu í okkar fjármál-
um var lengi svo mikil. Við vissum
ekki hvað myndi gerast. Þegar það
kom í ljós að við myndum ekki halda
húsinu, gjaldþrot blasti við, öll þessi
vanlíðan út af eineltismálinu og við
tókum loks þessa ákvörðun, þá var
það mikill léttir. Nú vitum við hvert
við stefnum.“
Einar hefur lokaorðin og Sigrún
tekur undir þau: „Það er leiðinlegt
að hanga í óvissu. Við erum búin að
gera það alltof lengi. Auðvitað er sárt
að vera búinn að leggja svona mikið í
þetta hús og þurfa svo að fara frá því,
en þetta er bara steinsteypa. Ég vann
þetta allt sjálfur. Fékk bara smá að-
stoð við steypuvinnuna, rafmagn og
pípulagnir. Þetta er okkar verk frá
grunni, alla leið. Okkar blóð, sviti og
tár hafa farið í þetta hús. Við sáum
fyrir okkur að við yrðum á Akranesi
til æviloka. Auðvitað eru það brostn-
ir draumar í dag. Þetta hús og þessi
bær átti að verða okkar framtíðar
heimili. Við förum í júlí.“ mþh
Einar og Sigrún í bráðabirgðaeldhúsinu í bílskúrnum.
Verkið er fólgið í því að fjarlægja núverandi yfirborðslag,
setja plan í réttar hæðir og halla og klæða með olíumöl.
Helstu magntölur eru:
Endurnýjun á klæðningu 2400 m2
Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti, hægt er að
óska eftir gögnum á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,
310 Borgarnesi eða á netfangið: jokull@borgarbyggd.is
frá og með föstudeginum 21. mars 2014.
Tilboð verða opnuð á sama stað,
föstudaginn 4. apríl 2014, kl 11:00.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Bílaplan við Reykholtskirkju
endurnýjun á klæðningu
Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkið:
Verkið er fólgið í því að smíða og setja
upp göngubrú við Suðurneskletta í Borgarnesi.
Helstu magntölur eru:
Stál 9,537 kg
Brúargólf úr timbri 72 m2
Klætt timburhandrið 95 m
Steyptar undirstöður 6,3 m3
Bergboltar 9 stk
Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti,
hægt er að óska eftir gögnum á skrifstofu Borgarbyggðar,
Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið:
jokull@borgarbyggd.is frá og með fimmtudeginum 20. mars 2014.
Tilboð verða opnuð á sama stað,
fimmtudaginn 3. apríl 2014, kl 14:00.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Göngubrú við Suðurneskletta,
Borgarnesi, stál- og timburvirki
Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkið: