Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.03.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 FÉLAGSFUNDUR og AÐALFUNDUR Félagsfundur verður haldinn í sal Stéttarfélags Vesturlands Sæunnargötu 2a þann 20. mars nk. kl. 17:00 Dagskrá fundarins er: 1. Málefni aðalfundar félagsins 2. Kjaramál 3. Önnur mál Veitingar verða í boði á fundinum og happdrætti. Aðalfundur KJALAR stéttarfélags verður haldinn þann 27. mars 2014 kl. 17:00 í Menningarhúsinu Hofi Akureyri Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Stjórnarkjör 3. Önnur mál Veitingar og happdrætti. Akureyri 17. mars 2014 Stjórn KJALAR stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Það var matarlegt um að litast þeg- ar tíðindamaður Skessuhorns var á ferðinni í Bjarnarhöfn í Helga- fellssveit á dögunum. Þeir feðgar Guðjón Hildibrandsson og Hildi- brandur Bjarnason höfðu fengið fjóra hákarla til skurðar og starf- inn var því ærinn þennan daginn að skera beituna hverja af annarri og koma í kæsingu. Þeir feðgar starf- rækja í sameiningu ferðaþjónustuna í Bjarnahöfn og Hildibrandur seg- ir að Guðjón sé orðinn aðalmaður- inn í henni. „Í hákarlaverkuninni er Guðjón í aðalhlutverki. Við fengum minna af hákarli núna tvö síðustu árin en við höfum fengið alla jafnan. Við von- umst til að fá meira þetta árið. Það veitir ekkert af að fá mikið af hákarli því ferðamönnunum finnst ákaf- lega spennandi að smakka hann,“ segir Hildibrandur. Hákarlarn- ir fjórir sem þeir feðgar skáru voru fengnir af útlendum togara sem landaði í Reykjavík nema einn sem kom frá Höfrungi AK sem reyndar landaði líka í Reykjavík. Aðspurð- ur sagði Hildibrandur mjög mis- jafnt hve mikið væri verkað af há- karli í Bjarnahöfn yfir árið og há- karlarnir líka mjög misstórir. „Það er alltaf markaður fyrir hákarlinn en langmest fer hann sem smakk fyrir ferðamanninn. Það er stöð- ug aukning hjá okkur í ferðaþjón- ustunni og það góða er að hún er að færast meira yfir árið. Við rek- um ferðaþjónustuna á ársgrundvelli og mér finnst að fleiri mættu gera það á þessu svæði. Það vantar ein- mitt meira framboð afþreyingar og þjónustu fyrir ferðafólk yfir vetrar- tímann hjá okkur hérna á Snæfells- nesi,“ segir Hildibrandur í Bjarnar- höfn. Hann segir að hákarlinn sem núna var skorinn verði orðinn að herramannsmat um mitt sumar. þá Afkoma Faxaflóahafna sf. árið 2013 var betri en ráð var gert fyr- ir í fjárhagsáætlun. Tekjur voru 181 milljónir króna umfram áætl- un en rekstrarútgjöld 37,9 millj- ónum undir áætluðum útgjöldum. Breytingin á milli ára er að tekjur hækka um 4,1%, en rekstrargjöld um 0,9%. Þá voru fjármagnslið- ir undir því sem áætlað var í fjár- hagsáætlun og skýrist það af lækk- un lána, lækkun vaxta á megin- láni hafnarinnar og vegna styrk- ingu krónunnar. Rekstrarhagnað- ur varð því meiri en áætlað hafði verið eða sem nemur 278,3 millj- ónum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Faxaflóahafna fyr- ir síðasta ár. Í greinargerð Gísla Gíslasonar hafnarstjóra seg- ir að litlar breytingar hafi orðið í rekstrar umhverfi Faxaflóahafna sf. milli áranna 2012 og 2013, en þó megi nefna að í lok árs glædd- ist lóðaeftirspurn þó svo að engri lóð hafi verið úthlutað á árinu. Þá má sjá nokkurn samdrátt milli ára í aflagjöldum, sem skýrist að mestu af verðlækkun á sjávarafurðum, styrkingu krónunnar og undir lok ársins breyttu útgerðarmynstri. Helstu frávik frá áætlun tekju- megin skýrast af vöruflutningum umfram spár og stærri skemmti- ferðaskipum sem komu til hafn- ar. Gjaldamegin skýrast frávikin af minni viðhaldskostnaði hafnar- mannvirkja en auknum útgjöldum í hafnarþjónustu vegna stærri skipa. Gísli hafnarstjóri segir að þegar á heildina sé litið væri afkoma Faxa- flóahafna sf. vel viðunandi og í að- alatriðum nokkru betri en sú fjár- hagsáætlun sem lagt var upp með. Fjárhagsstaða Faxaflóahafna sé því sterk og ekki veiti af því framund- an eru stórar framkvæmdir m.a. við gerð hafnabakka í Sundahöfn og áframhaldandi þróun svæðisins á Grundartanga. þá Félagsfundur í Framsóknarfélagi Borgarfjarðar og Mýra samþykkti í gærkvöldi framboðslista félagsins í komandi sveitarstjórnarkosningum í Borgarbyggð. Breytingar verða á listanum frá því í síðustu kosning- um og tefla framsóknarmenn nú fram nýjum oddvita í efsta sæti. Það skipar nú Borgnesingurinn Guð- veig Eyglóardóttir. Í öðru sæti er Helgi Haukur Hauksson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna og nemandi á Bifröst. Í þriðja sæti er Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal og núverandi sveitarstjórnarmaður og í því fjórða Sigríður G. Bjarnar- dóttir sem fyrir kosningarnar fyr- ir fjórum árum var oddviti listans. Í fimmta sæti er síðan Kolbeinn Magnússon bóndi í Stóra-Ási. Listinn í heild lítur svona út: 1. Guðveig Eyglóardóttir, Borg- arnesi 2. Helgi Haukur Hauksson, Bifröst 3. Finnbogi Leifsson, Hítardal 4. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Borgarnesi 5. Kolbeinn Magnússon, Stóra-Ási 6. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi 7. Einar Guðmann Örnólfsson, Sigmundarstöðum í Þverárhlíð 8. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum 9. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, Borgarnesi 10. Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarð- arholti 11. Sigurjón Helgason, Mel 12. Halla Magnúsdóttir, Borgarnesi 13. Sigrún Ólafsdóttir, Hallkels- staðahlíð 14. Kristján Axelsson, Bakkakoti 15. Dagný Sigurðardóttir, Inni- Skeljabrekku 16. Sveinn Hallgrímsson, Vatns- hömrum 17. Jenný Lind Egilsdóttir, Borg- arnesi 18. Ásmundur Einar Daðason, Þverholtum. hlh Á annað hundrað manns mættu á frumkvöðlakvöld sem atvinnu- og ferðamálanefnd Akraneskaup- staðar gekkst fyrir í Gamla Kaup- félaginu sl. mánudagskvöld. Gestir sýndu verkefnum sem kynnt voru á fundinum mikinn áhuga og spurðu margs. Frummælendur og höfund- ar verkefna voru Ketill Már Björns- son sem kynnti verkefnið Ísland í 3vídd og Akranes á kortið, sem byggir á risalíkani af Íslandi. Frá því var greint ítarlega í síðasta Skessu- horni. Karen Emilía Jónsdótt- ir fjallaði um lífrænt vottuð mat- væli, tækifæri til atvinnusköpunar. Þá sögðu systkinin Helga Ingibjörg og Kristján Hagalín Guðjónsbörn frá ævintýraferðum um gersemar Vesturlands með Wild West Tours. Loks sagði Magnús Freyr Ólafsson frá sjóstangveiði og möguleikum til vaxtar á Akranesi. Fundarstjóri var Sævar Þráins- son, en auk kynninga á fyrrgreind- um verkefnum voru örkynningar frá aðilum á Vesturlandi sem styðja við frumkvöðla. Það er frá Mark- aðsstofu Vesturlands, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Frum- kvöðlasetrinu í Borgarnesi, Frum- kvöðlasetrinu á Bifröst og Samtök- unum Vitbrigði Vesturlands. þá Stjórn Framfarafélags Borgfirðinga lýsir yfir áhyggjum af stöðu geita- búskaparins að Háafelli í Hvítár- síðu þar sem Jóhanna Þorvaldsdótt- ir geitabóndi hefur unnið merkt frumkvöðlastarf í þágu fjölbreytni í íslenskum landbúnaði og ferða- þjónustu. Skorar stjórnin á ráðu- neyti atvinnumála að taka þátt í að treysta rekstur þessa bús. Jafnframt skorar félagið á búnaðarsamtök í landinu, sveitarstjórn í Borgar- byggð og viðkomandi stjórnvöld að standa við bakið á bóndanum sem hér hefur unnið þrekvirki. Bendir Framfarafélagið á hve nauðsynlegt er fyrir íslenskt atvinnu- og menn- ingarlíf að viðhalda margbreytileika af þeim toga sem Jóhanna á Háa- felli hefur staðið fyrir með viðhaldi hins íslenska geitastofns og rekstri bús af þessari stærðargráðu. Óskar Guðmundsson formað- ur framfarafélagsins sagði í sam- tali við Skessuhorn að það væri frá- leitt í jafn ríkisstyrktu landbúnað- arkerfi eins og væri við líði í land- inu að geitabúskapur nyti þar ekki styrkja til jafns við aðrar búgrein- ar. Eins og fram hefur komið op- inberlega berst Jóhanna á Háafelli í bökkum með sinn búskap og ekki sýnt hvernig hún geti haldið hon- um áfram að óbreyttu. þá Tíu af átján frambjóðendum B-lista framsóknarmanna í sveitarstjórnarkosning- unum í Borgarbyggð í vor. Búið að samþykkja lista Framsóknarflokks í Borgarbyggð Betri afkoma Faxaflóahafna en áætlað var Framfarafélagið hvetur til stuðnings við geitabúskap á Háafelli Fjölmenni var á frumkvöðlakvöldinu í Gamla kaupfélaginu. Ljósmynd Sædís Alexía Sigurmundsdóttir. Fjölmenni á fundi frumkvöðla á Akranesi Feðgarnir Guðjón og Hildibrandur í Bjarnarhöfn skera beiturnar. Ljósm. sá. Beiturnar skornar í Bjarnarhöfn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.