Skessuhorn - 30.04.2014, Side 15
15MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014
Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar,
VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og
Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á
hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí
1. maí Akranesi!
Félagsmenn fjölmennið!
Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur
á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness.
Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal
Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri:
Vilhjálmur Birgisson
Ræðumaður dagsins:
Skafti Steinólfsson, verkamaður
Grundartangakórinn
syngur nokkur lög
Kaffiveitingar
Athugið! Frítt í bíó fyrir börnin í
Bíóhöllinni kl. 15:00
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
0
1
4
Kór Akraneskirkju ytur ensk og íslensk þjóðlög
Sumarleg og falleg efnisskrá
Stjórnandi: Sveinn Arnar Sæmundsson
Aðgangseyrir kr. 1.500 (ekki tekið við greiðslukortum)
Hádegistónleikar í
Reykholtskirkju
Laugardaginn 3. maí kl. 12
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Lausar stöður í leikskólanum Uglukletti
Leikur – Virðing - Gleði
Leikskólinn Ugluklettur er þriggja deilda leikskóli. Þar
eru að jafnaði 65 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára.
Í Uglukletti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði
Jákvæðrar sálfræði þar sem meðal annars er horft
til hugmynda Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði auk
kenninga um sjálfræði barna. Nánari upplýsingar eru á
heimasíðu skólans www.ugluklettur.borgarbyggd.is.
Leikskólakennari í 100% stöðu
Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara:
Leikskólakennaramenntun
Færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð vinnubrögð
Skipulagshæfni, frumkvæði, áhugi og metnaður
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfé-
laga og
Kennarasambands Íslands.
Til greina kemur að ráða starfsmenn með aðra menntun og/
eða reynslu. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2014
Matráður í afleysingar
Matráð vantar í afleysingar í leikskólanum í 100% stöðu um
nokkurra mánaða skeið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst.
Leikskólinn Ugluklettur er tilraunaleikskóli hjá landlæknisem-
bættinu í verkefninu heilsueflandi leikskóli og þarf matráður
að starfa í anda þess.
Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum,
skipu-lagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvin-
nu við leikskólastjóra. Auk þess sér matráður um þvotta.
Hæfniskröfur
Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn
á leikskólaaldri
Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
Lipurð og færni í samskiptum
Reynsla af rekstri mötuneyta kostur
Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem
ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila
sakavottorði.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar
sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Ugluklettur er reyklaus vinnustaður.
Umsóknum skal skilað til Kristínar Gísladóttur leikskólastjóra
sem veitir nánari upplýsingar í síma 4337150, netfang; ug-
luklettur@borgarbyggd.is.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Freisting vikunnar
Bollakökur eða „cupcakes“ eins og
þær kallast á enskunni slá oftast nær
í gegn enda litríkar og gómsætar.
Undirrituð hefur, við mikla ánægju
annarra fjölskyldumeðlima, bakað
fjöldann allan af bollakökum og gert
ótal tilraunir til að reyna að finna
bestu uppskriftina af klassískum am-
erískum bollakökum með kremi.
Eftir mikla leit og mörgum bolla-
kökum síðar datt ég niður á þessa
uppskrift í barnaafmæli. Kökurnar
eru mjúkar og svampkenndar, alveg
eins og þær eiga að vera, og alveg
sérstaklega bragðgóðar. Hægt er að
nota ímyndunaraflið þegar kökurnar
eru skreyttar og um að gera að leika
sér með fallega liti og jafnvel mis-
munandi bragðtegundir á kremi.
Bollakökur:
5 dl hveiti
3,5 dl sykur
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
4 eggjahvítur
100 g smjör
2,5 dl mjólk
2 egg
1 ½ tsk vanilludropar
Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráð-
ur. Blandið saman hveiti, sykri,
lyftidufti, smjöri, mjólk og van-
illudropum. Þeytið á lágum hraða
í um 2 mínútur. Setjið síðan eggja-
hvíturnar út í og þeytið áfram á
háum hraða þangað til deig-
ið verður loftkennt eða í um
2 mínútur. Bætið nú eggj-
unum tveimur saman við
og þeytið stuttlega saman.
Setjið deigið í múffuform-
in og fyllið hvert form upp að
um tveimur þriðju. Raðið form-
unum á ofnplötu og bakið í 20-25
mínútur, stingið þá tannstöngli í
eina múffuna til að sjá hvort hún
sé tilbúin. Kælið kökurnar áður en
kremið er sett á þær. Þessi uppskrift
gerir um 24 kökur.
Krem:
300 g smjör
500 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
4 tsk heitt vatn (soðið vatn)
Aðferð: Hrærið saman smjörinu
og flórsykrinum með handþeyt-
ara. Bætið vanilludropum og vatni
saman við. Hrærið áfram þant-
að til að kremið er mjúkt og fínt.
Blandið matarlit saman við krem-
ið. Gaman er að nota mismunandi
liti, hafa t.d. þriðjungi af kreminu
rautt, þriðjung grænt og þriðjung
gult. Setjið kremið í kremsprautu
og sprautið á múffurnar. Skreytið
með kökuskrauti, sælgæti eða öðru
litríku og góðu. grþ
Ekta amerískar bollakökur
Nú er sumarið gengið í garð og því
alveg tilvalið að baka sumarlegar og
góðar vanillubollakökur.
Á fundi samninganefndar ASÍ með
Samtökum atvinnulífsins í gær setti
Alþýðusamband Íslands fram kröfu
um breyttar áherslur í komandi
kjaraviðræðunum. Ljóst er að til-
raun til þess að gera stöðugleika-
samning til lengri tíma er í upp-
námi, segir í tilkynningu frá Gylfa
Arnbjörnssyni forseta ASÍ. „Frá því
að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í
nóvember 2013 um að haga stefnu
sinni og ákvörðunum út frá mark-
miðum um stöðugleika og áréttaði
mikilvægi samráðs um ýmis mál,
einkum peningamál, hefur fátt eitt
gerst annað en að stefna stjórnvalda
er talin ýta undir óvissu um verðlag
og gengi. Ofan í kaupið ætlar rík-
isstjórnin að taka af borðinu einu
trúverðugu leiðina í peningamálum
með því að slíta aðildarviðræðum
við ESB,“ segir Gylfi.
„Ríkisstjórn og sveitarfélög hafa
að undanförnu samþykkt veru-
leg frávik frá þeirri meginlínu sem
lá til grundvallar kjarasamning-
unum sem gerðir voru í desemb-
er 2013 og febrúar 2014. Aðildar-
samtök ASÍ geta ekki við það unað
að launafólki sé mismunað með
þessum hætti. Það getur ekki ver-
ið þannig að almennt launafólk beri
eitt ábyrgð á stöðugleika og lágri
verðbólgu á meðan aðrir sæki sér
meiri kaupmáttarauka með meiri
launahækkunum. Það verða all-
ir að axla ábyrgð. Eins og þróun
verðlags undanfarna mánuði sýn-
ir var raunverulegur möguleiki á
því að koma hér á nýju og breyttu
vinnulagi sem lagt gæti grunn að
varanlegum stöðugleika. Félags-
menn ASÍ vildu gera slíka tilraun.
Því miður vantaði framtíðarsýn
stjórnvalda og samstöðu á vinnu-
markaði svo leiðin væri fær. Þess
vegna hljóta aðildarsamtök ASÍ að
fara inn í viðræður um næsta kjara-
samning á þeim grundvelli að krefj-
ast réttmætra leiðréttinga á kjör-
um sinna félagsmanna til jafns við
aðra,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
mm
Nýjar áherslur í kjaraviðræðum ASÍ og SA