Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 5
5MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Auglýst er eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að veittar verði umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum: 1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði 2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði 3. Snyrtilegasta bændabýlið 4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og skipulagsnefndar Nefndin hvetur íbúa Borgarbyggðar til að senda inn tilnefningar um hverjir eigi að þeirra mati að hljóta viðurkenningar í áðurnefndum flokkum. Hver og einn getur sent inn margar tilnefningar. Tilnefningar frá íbúum óskast sendar til Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í bréfi eða tölvupósti fyrir 31. júlí 2014. Ráðhús Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnes Netfang bjorg@borgarbyggd.is Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun fara yfir tilnefningarnar í lok sumars. Nefndin ákveður síðan hverjir hljóti umhverfisviðurkenningarnar í ár. Auk almennra viðurkenningarskjala verður að auki sett upp við það bændabýli sem hlýtur viðurkenninguna snyrtilegasta bændabýlið skilti við vegvísinn heim að bænum sem á stendur „Snyrtilegasta býlið 2014.“ Nánar verður auglýst síðar hvenær viðurkenningarnar verða veittar. UMHVERFISVIÐURKENNINGAR Borgarbyggðar 2014 S K E S S U H O R N 2 01 4 15% AFSLÁTTUR Stakir jakkar Jakkaföt Buxur Skyrtur Bindi Slaufur ATH. Opið fimmtudag 10-18 og 20-22 S K E S S U H O R N 2 01 4 Framboðsfundir í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí n.k. verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Mánudaginn 19. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Lindartungu Þriðjudaginn 20. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Logalandi Miðvikudaginn 21. maí kl. 20.00 í Hjálmakletti í Borgarnesi Á fundunum verða öll framboð með framsögu og að þeim loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum framboðanna þar sem fundarmönnum gefst kostur á bera upp fyrirspurnir úr sal. Fundunum lýkur á „hraðstefnumóti“ við kjósendur. Kjósendur eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér stefnumál framboðanna. Frambjóðendur Framboðsfundir í Borgarbyggð S K E S S U H O R N 2 01 4 Norræna forystulíkanið (Nordic Leadership Model) var viðfangs- efni ráðstefnu í Háskólanum á Bif- röst síðastliðinn föstudag. Í til- kynningu frá háskólanum segir að markmiðið sé að Norræna forystu- líkanið verði ein af meginstoðun- um í stjórnunarnámi við skólann í framtíðinni og skili sér þannig út í atvinnulífið og samfélagið almennt í hugmyndafræði og stjórnunarað- ferðum. Skólinn óskaði eftir aðstoð og þátttöku valinkunnra einstak- linga sem hafa reynslu úr íslensku atvinnulífi á ráðstefnunni og kom fjölbreyttur hópur saman á Bif- röst til þess að hefja vinnuna. Með- al þeirra áhersluatriða í stjórnun fyrirtækja sem þátttakendur á ráð- stefnunni töldu einkennandi fyrir það sem vel hefur gengið voru skýr markmið og framtíðarsýn, aðlögun- arhæfni og kjarkur til oft óvinsælla breytinga, frumkvæði og nýsköp- un, góðar tengingar við viðskipta- vini og sterk fyrirtækjamenning og gildi. Meðal þess sem var talið ein- kenna það sem ekki hefur gengið jafn vel voru of hraður og skuldsett- ur vöxtur, farið var út fyrir kjarna- starfsemi, óstöðugt eignarhald og ímyndarvandi vegna þess, stöðnun og metnaðarleysi, farið með fyrir- tæki eins og húsgögn, ofvernd fyr- ir erlendri samkeppni, karlamenn- ing og ímyndarvandi vegna klíku- myndunar og pólitískra tengsla. Næstu skref í verkefninu eru að rannsaka sérstaklega helstu þætti sem fram komu og hefja þannig fræðilega vinnu á þessum grunni. Ennfremur er ætlunin að útvíkka viðfangsefnið til annarra fyrir- tækjahópa svo sem minni og með- alstórra fyrirtækja og nýsköpunar- fyrirtækja. Jafnframt verður leitað tenginga við aðra áhugasama nor- ræna aðila sem vilja hafa samstarf um mótun og þróun Norræna for- ystulíkansins en sambærilegar hug- myndir eru víða á floti. Til lengri tíma getur Norræna forystulíkan- ið verið útflutningsafurð til annarra heimshluta. Sá hópur einstaklinga sem tek- ur þátt í þessari vinnu á vegum Há- skólans á Bifröst mun ganga und- ir nafninu „Íslenska atvinnulífs- akademían.“ Háskólinn á Bifröst mun halda utan um hópinn og virkja hann til fleiri verkefna eft- ir því sem áhugi og tilefni gefast. Á vegum Háskólans á Bifröst hafa Frekari umræður urðu um ársreikning Borgar- byggðar á síðasta fundi sveitarstjórnar fyrir kosningar, þegar síðari umræða um reikninginn fór fram. Á fundinum lagði Geirlaug Jóhanns- dóttir oddviti Samfylk- ingarinnar fram bókun þar sem fram kom gagn- rýni á fjármálastjórn sitj- andi meirihluta, en sveit- arfélagið var rekið með tæplega 42 milljóna króna tapi á síðasta ári. „Fjárhags- áætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir fjögurra milljóna króna hagnaði en raunin varð um 42 milljóna króna tap. Ársreikningurinn sýnir raunar verstu rekstrarniðurstöðu sem ver- ið hefur frá árinu 2009. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um 7,6% milli ára og fjármagnskostn- aður var lægri en áætlað var. Út- gjöld jukust um 9,4% milli ára og varð rekstrarkostnaður 143 millj- ónum hærri en áætlað var. Verulega vantar því upp á festu í fjármála- stjórn,“ segir í bókun Geirlaugar sem studd var af Jóhannesi Stefáns- syni samflokksmanni hennar. „Brýn þörf er á að bæta áætlanagerð og kostnaðareftirlit með framkvæmd- um svo þær haldist innan samþykkts fjárhagsramma,“ segir enn fremur í bókun Geirlaugar og Jóhannes- ar. Þau telja meirihlutann ekki hafa innistæðu til að hreykja sér af fjár- málastjórn undanfarinna ára. Björn Bjarki Þorsteinsson, for- maður byggðarráðs lagði í kjölfar- ið fram bókun sem allir fimm full- trúar meirihluta Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna studdu. „Rekstr- arniðurstaða sveitarsjóðs var jákvæð um rúmar 9 milljónir, en hins veg- ar var neikvæð niðurstaða á rekstri B-hluta fyrirtækja sem gerir það að verkum að niðurstaðan á samstæðu Borgarbyggðar var neikvæð,“ seg- ir í bókun meirihlutans. „Það er því ljóst að efla þarf eftirlit með fjárhagsáætlun og á það einnig við um reiknaða liði eins og lífeyris- skuldbindingar. Samhliða aukinni áherslu á nýframkvæmdir í sveitar- félaginu er mikilvægt að eftirlit með framkvæmdaþáttum sé eflt. Það er hins vegar afar ánægjulegt að sé kjörtímabilið skoðað í heild sinni þá er afkoma sveitarsjóðs jákvæð um samtals 383 milljónir króna.“ Meirihlutinn fagnar hins veg- ar þeim árangri sem náðst hefur í lækkun skulda Borgarbyggðar á síð- asta ári sem og á kjörtímabilinu. „Það er ánægjulegt að góður árang- ur náðist við að lækka skuldir Borg- arbyggðar á árinu 2013. Skulda- viðmið sveitarfélagsins var í árslok 122% og hefur lækkað um 25 pró- sentustig á tveimur árum. Á árinu var greitt af lánum fyrir 364 millj- ónir og var lögð áhersla á að greiða upp lán með óhagstæðum vaxta- kjörum.“ Meirihlutinn telur hins vegar mikilvægt að huga vel að eft- irliti með fjármálastjórn sveitar- félagsins. „Eftir sem áður er mikil- vægt að við höldum vöku okkar, eft- irlit með rekstrinum þarf áfram að vera öflugt og hverja krónu þarf að nýta eins vel og mögulegt er.“ hlh Skiptar skoðanir um árs- reikning Borgarbyggðar Frá Borgarnesi. Norræna forystulíkanið rætt á Bifröst Vinnuhópur að störfum á ráðstefnunni undir stjórn Vilhjálms Egilssonar rektors. Vilhjálmur Egilsson rektor, Sigurð- ur Ragnarsson sviðsstjóri viðskipta- sviðs og Einar Svansson lektor leitt undirbúningsvinnuna. Skólinn er í samstarfi um verkefnið við ráð- gjafafyrirtækið Capahouse. hlh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.