Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 X-F, SVEITIN býður fram fram- boðslista í Eyja- og Miklaholts- hreppi fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 31. maí. Efsta sæti listans skipar Þröstur Aðalbjarnarson bóndi á Stakkhamri I, annað sætið Sigrún Erla Eyjólfsdóttir á Vega- mótum en það þriðja Halldór Jón- son bóndi á Þverá, sem jafnframt er oddvitaefni nái listinn meirihluta. Listinn í heild sinni er þannig: 1. Þröstur Aðalbjarnarson, Stakk- hamri I, búfræðikandidat og bóndi. 2. Sigrún Erla Eyjólfsdóttir, Vega- mótum, leikskólakennari og hót- elstjóri. 3. Halldór Jónsson, Þverá, bóndi og oddvitaefni. 4. Gísli Guðmundsson, Hömlu- holti, tamningamaður og fv. lög- regluvarðstjóri. 5. Harpa Jónsdóttir, Hjarðarfelli, bóndi. 6. Kristján Þór Sigurvinsson, Fá- skrúðarbakka, bóndi. 7. Ásdís Ólöf Sigurðardóttir, Eið- húsum, tamningakona. 8. Þorleifur Halldórsson, Þverá, vélvirki. 9. Trausti Skúlason, Syðra-Skógar- nesi, bóndi. 10. Bjarni Alexandersson, Stakk- hamri II, búfræðingur og bóndi. Umboðsmenn listans: Valgarð S. Halldórsson, Gröf og Valgerður Hrefna Birkisdóttir, Vegamótum. mm Hvalveiðibáturinn Hvalur 8 var í liðinni viku í slipp í Reykjavík. Unnið var við að botnhreinsa og mála skipið sem er annað tveggja sem notað hefur verið til veiðanna undanfarin ár. Gera verður ráð fyr- ir því að haldið verði til hvalveiða í júní, en sem fyrr er yfirlýsingar um það ekki að vænta fyrr en skömmu áður en veiðarnar hefjast. Leyfi er til veiða á 154 langreyðum á kom- andi vertíð. Þá hafa miklar fram- kvæmdir staðið yfir í allan vetur í Hvalstöðinni í Hvalfirði við end- urbætur og viðhald mannvirkja og tækja. mm Framboðslisti J-listans í Snæfellsbæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 31. maí nk. liggur nú fyrir. Oddvitasæti listans skipar að þessu sinni Baldvin Leifur Ívarsson framkvæmdastjóri en Fríða Sveinsdóttir bókasafns- vörður og bæjarfulltrúi er í öðru sæti. Kristján Þórðarson bóndi og fráfarandi oddviti J listans skip- ar nú þriðja sætið og Svandís Jóna Sigurðardóttir kennari það fjórða. J listinn hefur síðastliðin 12 ár átt þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Snæfells- bæjar. Í heild sinni er listinn þannig: 1. Baldvin Leifur Ívarsson, fram- kvæmdastjóri 2. Fríða Sveinsdóttir, bókasafns- vörður 3. Kristján Þórðarson, bóndi 4. Svandís Jóna Sigurðardóttir, kennari 5. Ari Bent Ómarsson, skrifstofu- maður 6. Gísli Bjarnason, skipstjórnar- maður 7. Marta S. Pétursdóttir, umönnun 8. Guðmundur Ólafsson, verkstjóri 9. Guðný H. Jakobsdóttir, bóndi 10. Drífa Skúladóttir, verslunar- maður 11. Ása Gunnarsdóttir, húsmóð- ir og nemi 12. Atli Már Hafsteinsson, versl- unarmaður 13. Matthildur Kristmundsdóttir, umönnun 14. Þorbjörg Alexandersdóttir, skrifstofumaður mm „Við vorum í fyrstu í gríni að tala um að stofna flokk úti á sjó, en síð- an var komin miklu meiri alvara í þetta hjá okkur fyrr en varði,“ seg- ir Friðþjófur Orri Jóhannsson skip- stjóri á línubátnum Særifi SH frá Rifi. En nýtt framboð undir forystu hans býður fram í sveitarstjórn- arkosningunum í Snæfellsbæ 31. maí nk. Friðþjófur bætir við: „Far- ið var að athuga með fólk á listann og ákveðið að þetta yrði listi fyrir 35 ára og yngri en öllum yrði þó velkomið að vera með. Stefnumál- in eru að standa við bakið á fjöl- skyldufólki og ungu fólki sem er að koma úr námi. Við viljum fá unga fólkið aftur heim í ný og fjölbreyti- legri störf og stefnum að meiri af- þreyingu fyrir ungt fólk. Ennfrem- ur viljum við beita okkur fyrir því að byggð verði upp betri hafnar- aðstaða á Arnarstapa. Loks viljum við styrkja ferðaþjónustuna og aug- lýsa sveitarfélagið okkar fyrir ferða- mönnum. Markmiðið hjá okkur er að halda útsvari í bæjarfélaginu,“ sagði Friðþjófur Orri. Listi nýs framboðs í Snæfellsbæ (N lista): 1. Friðþjófur Orri Jóhannsson, skipstjóri og útvarpsmaður 2. Víðir Haraldsson, vélstjóri og hestamaður 3. Hreinn S. Jónsson, sjómaður 4. Adam Geir Gústafsson, verka- maður 5. Krystyna Stefanczyk, háskóla- nemi 6. Arnór Ísfjörð Guðmundsson, laxveiðimaður 7. Hildur Ósk Þórsdóttir, búða- kona og dama 8. Arngrímur Stefánsson, verka- maður. af Annar af tveimur listum sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningun- um í Eyja- og Miklaholtshreppi að þessu sinni býður fram und- ir listabókstafnum H, fyrir Betri byggð. Oddvitaefni listans er Egg- ert Kjartansson bóndi á Hofsstöð- um, Atli Sveinn Svansson bóndi í Dalsmynni er í öðru sæti og Katr- ín Gísladóttir bóndi á Minni Borg í þriðja. Í heild sinni er listinn þannig: Eggert Kjartansson, bóndi Hofs- stöðum. Atli Sveinn Svansson, bóndi Dals- mynni. Katrín Gísladóttir, bóndi Minni Borg. Herdís Þórðardóttir, deildarstjóri, Kolviðarnesi. Halldór Sigurkarlsson, tamninga- maður, Hrossholti. Áslaug Sigvaldadóttir, kennari, Syðra Lágafelli. Guðbjörg Gunnarsdóttir, skólaliði, Laugargerði. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, nemi, Minni Borg. Halla Sif Svansdóttir, nemi, Dals- mynni. Svanur Guðmundsson, bóndi Dals- mynni. mm Í fremri röð frá vinstri: Þröstur Aðalbjarnarson, Sigrún Erla Eyjólfsdóttir, Halldór Jónsson, Gísli Guðmundsson, Í aftari röð frá vinstri: Harpa Jónsdóttir, Kristján Þór Sigurvinsson, Ásdís Ólöf Sigurðardóttir, Trausti Skúlason og Bjarni Alexanders- son. Á myndina vantar Þorleif Halldórsson. F listi Sveitar í Eyja- og Miklaholtshreppi X-H listi Betri byggð í Eyja- og Miklaholtshreppi Efstu á listanum. F.v. Guðbjörg í Laugargerði 7, Áslaug á Syðra Lágafelli, Halldór í Hrossholti, Atli Sveinn í Dalsmynni, Eggert á Hofsstöðum, Katrín á Minni Borg og Herdís í Kolviðarnesi. Ljósm. sg. Hvalur 8 gerður klár fyrir komandi vertíð Nýtt framboð í Snæfellsbæ J listinn í Snæfellsbæ liggur nú fyrir Frambjóðendur komu saman til myndatöku sl. sunnudagskvöld. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.