Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Akraneskaupstað: Nánari upplýsingar um fyrrgreind störf er að finna á vef Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Fyrir um mánuði tóku nýir aðilar við rekstri Leifsbúðar í Búðardal. Þetta eru stöllurnar Valdís Gunn- arsdóttir og Ásdís Melsted. Þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti inn hjá þeim í Leifsbúð í lok síðustu viku sögðu þær að ferðamennirnir væru byrjaðir að sýna sig þetta vor- ið: Þær hefðu tekið á móti nokkr- um hópum í síðustu viku. „Enn er svolítill dagamunur, ekki stöðugt rennirí en vonandi verður það þeg- ar líður á vorið og sumarið,“ sögðu þær Valdís og Ásdís. Valdís sagði að ferðamenn hefðu verið farn- ir að koma um það leyti sem þær opnuðu Leifsbúð 12. apríl sl. „Ég var að spyrja þá af hvaða tilefni þeir væru á ferðinni og þá kom í ljós að það var af ýmsum ástæðum. Sumir vegna ákveðinna erinda hingað en aðrir sem komu bara á eigin spýt- ur utan hefðbundins ferðamanna- tíma,“ segir Valdís. Þegar þær Ás- dís og Valdís tóku við rekstri Leifs- búðar fyrir um mánuði var það gert með pompi og prakt, en þær kynnt- ust fyrst við undirbúning Jörvagleði 2013. Meira að segja spilaði svokall- að Gospel band í Búðardal við opn- unina. Í því bandi er aðalsprautan Þorkell Cyrusson aðstoðarskóla- stjóri sem spilar á kassagítar, Hilm- ar Óskarsson rafvirki á gítar, Jón- as Guðmundsson hjá Rarik á bassa, Jóhann Hólm Ríkharðsson bóndi í Gröf á trommur og faðir hans Rík- harður Jóhannsson á trompet. Í þjóðleiðinni til Vest- fjarða Þær Valdís og Ásdís segja að hlut- verk Leifsbúðar sé margþætt. Það er kaffihús, upplýsingamiðstöð og áningarstaður ferðamanna, félags- og menningarmiðstöð Dalamanna, fundaaðstaða og þar er einnig landafundasýningin. „Við bjóðum upp á léttar og einfaldar veitingar. Erum alltaf með íslenska kjötsúpu á hlóðum, sem við berum fram með heimabökuðu brauði og hefð- bundið íslenskt kaffimeðlæti, svo sem hjónabandssælu og vöfflur,“ segja þær Valdís og Ásdís. Upplýs- ingamiðstöðina reka þær í náinni samvinnu við Markaðsstofu Vest- urlands og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Við erum í þjóðleið til Vestfjarða og þetta er ekki bara án- ingarstaður erlendra ferðamanna, heldur leggjum við mikla áherslu á að staðurinn sé fjölskyldu- og barnvænn. Hér er tilvalið fyrir fólk á löngum akstursleiðum að slaka á meðan börnin teygja úr sér. Við erum með leikaðstöðu bæði innan- og utanhúss og skiptiborð á salern- inu. Svo stillum við verði á veiting- um í hóf,“ segja Valdís og Ásdís. Húsið nýtt í þágu heimamanna Leifsbúð er, samkvæmt samningi við eigandann sveitarfélagið Dala- byggð, rekin allt árið. Þær stöllur horfa til þess að starfsemin dafni allt árið. Yfir vetrarmánuðina þeg- ar dragi úr straumi ferðamanna sjái þær fyrir sér að húsið nýtist fyrst og fremst í þágu heimamanna. Ýmist til einkasamkvæma eða félags- og Ari Jóhannesson gefur út sína fyrstu skáldsögu Leggja áherslu á Leifsbúð sem fjölskylduvænan stað Nýir rekstraraðilar Leifsbúðar, Ásdís Melsted og Valdís Gunnarsdóttir. menningarstarfsemi af ýmsu tagi. Á efri hæð hússins er aðstaða til funda fyrir allt að 60 manns. Síð- ast en ekki síst hýsir Leifsbúð Vín- lands- og landafundasýningu sem tileinkuð er feðgunum Eiríki rauða og Leifi heppna, en sá síðarnefndi fæddist á Eiríksstöðum. Sýning- in er hluti af stórri sýningu sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu árið 2000. Leifsbúð var byggð árið 1900 af Boga Sigurðssyni kaup- manni. Árið 1918 keypti Kaup- félag Hvammsfjarðar húsið og var með margháttaða starfsemi þar í um hálfa öld. Húsið var gert upp að frumkvæði Eiríksstaðanefnd- ar undir forystu Friðjóns Þórðar- sonar fyrrverandi alþingismanns og var vígt á sumardaginn fyrsta árið 2007. þá Í dag kemur út skáldsagan Lífsmörk eftir Ara Jóhannesson lækni. Hér er um áhugaverða og nýstárlega sögu að ræða. „Hún hefst hið örlagaríka ár 2008 og fjallar um ungan svæf- inga- og gjörgæslulækni, Sölva Oddsson. Sölvi er ákaflega vel af guði gerður, fyrrum íþróttastjarna og forkur til vinnu og hann nýt- ur sín best á næturvöktum á Gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi,“ segir Ari um söguhetjuna. „Helga, eiginkona Sölva, er skrif- stofustjóri á þekktri arkitektastofu og saman hafa þau reist sér snoturt einbýlishús í Garðabæ. En hlutirn- ir taka oft aðra stefnu en ætlað var og Sölvi og Helga, óstýriláti hjúkr- unarfræðingurinn Olga, Andrés taugasjúkdómalæknir og myndlist- armaðurinn umdeildi, Ingó Eld- ar og Elsa kona hans sogast smám saman inn í atburðarás sem breytir lífi þeirra allra. Vettvangur atburða er bæði á Íslandi og í útlöndum. Þannig berst sagan frá Landspít- ala til Laugarvatns, frá Toronto til Boston, til Rómar og Austurlanda. Þetta ekki hefðbundin spennusaga en ætti þó að geta verið spennandi aflestrar,“ segir Ari. Í sögunni eru ýmsir tónar slegnir og eru í bland gálgahúmor og djúp alvara, fíkn og sársauki, svo eitthvað sé nefnt. Návígi við lífsmörkin Ari segir spítala vera mikinn ör- lagavettvang í mörgu tilliti og það kemur fram í sögunni. Gildir einu hvort um sorg eða gleði sé að ræða. Í miðjunni standa síðan starfsmenn spítalans. „Það er ekki út í bláinn að aðalsöguhetjan er svæfingalækn- ir á gjörgæsludeild. Það er að jafn- aði meiri dramatík sem fylgir þeim störfum þar sem starfað er í miklu návígi við lífsmörkin sem bókin dregur nafn sitt af. Sögupersónurn- ar eiga þó engar beinar fyrirmynd- ir í raunveruleikanum,“ segir Ari spurður út í persónu- sköpunina og inn- blásturinn að verk- inu. „Vita- skuld er ég þó inn- b l á s i n n af störf- um mín- um sem l æ k n - ir á liðnum árum. Það má því segja að persónur bókarinnar og einstök atvik eiga sér að einhverju leyti raunveruleg- ar fyrirmyndir. Það verður ekki hjá því komist.“ Læknir skrifar um lækna Lífsmörk er fyrsta skáldsaga Ara sem getið hefur sér gott orð á bók- menntasviðinu en árið 2007 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómas- ar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Öskudagar. Ari hefur starfað sem læknir í tæpt 41 ár en hann er lyflæknir að mennt með sérhæfingu í innkirtla- og efnaskiptasjúkdóm- um. Hann starfaði sem yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akranesi í 14 ár uns hann söðlaði um og gerðist læknir á Landspítalanum árið 1998. Þar hef- ur hann starfað síðan en býr enn á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Ari segist lengi vel ekkert hafa fengist við skapandi skrif þótt skáldskapur hafi alltaf verið honum hugleikinn. „Ég byrjaði ekki að yrkja fyrr en 2003 og var þá að efna loforð sem ég gaf sjálfum mér ungum að fresta skáldadraumnum en farga honum ekki. Mér fannst heillandi að lækn- irinn og skáldið væri sami maður- inn, þannig að ég myndi yrkja og jafnvel semja sögur út frá starfinu.“ Útgáfuteiti á föstudag- inn Í tilefni af útgáfu Lífsmarka verður sérstakt útgáfuteiti haldið í verslun Eymundsson á Akranesi föstudag- inn 16. maí. Þar mun Ari lesa valda kafla upp úr bók sinni og árita ein- tök fyrir gesti. Útgáfuteitið hefst kl. 17 og eru allir velkomnir. Hægt er að kaupa bókina í öllum helst bóka- búðum en það er Mál og Menning sem gefur hana út. hlh Húfa handbragð úr fornum arfi Fyrirhugað er að hafa handverkskaffi mánaðarlega á Safnasvæðinu Þann 15. maí verður handverkskaffi í Stúkuhúsinu kl. 20-22. Kynning verður á sauðskinnsskóm og baldýringu. Allir velkomnir og frítt inn. Safnasvæði Görðum Akranesi Sauðskinnsskór Rósaleppaprjón Baldýring Silfursmíði Orkering Spjaldvefnaður Blómstursaumur Rósasaumur Skattering Sútun Sjöl og hyrnur Svartsaumur Refilsaumur Jurtalitun Leðurvinna Eldsmíði Ari Jóhannesson læknir og rithöfundur. Bókarkápa Lífsmarka. Járniðnaðarmaður óskast Óskum eftir vönum járniðnaðarmanni á starfstöðina á Grundartanga Upplýsingar gefur Björn í síma 660-3537 Sk es su ho rn 2 01 4 Vesturhraun 1 - 210 Garðabær

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.