Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi 2014 S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Fimmtudaginn 22. maí verður Dagur ferðaþjónustu á Vesturlandi haldinn í Háskólanum á Bifröst í sal Hriflu. Þar verða áhugaverð erindi og kynningar á nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Dagurinn hefst með aðalfundi Ferðamálasamtaka Vesturlands milli klukkan 12:00 og 13:00. Skráning fyrir 20. maí á kristjang@vesturland.is. Dagskrá 12:00 – 13:00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands Verkefnin framundan og venjuleg aðalfundarstörf. 13:00 - 13:45 Hádegismatur - súpa og heimabakað brauð verð kr. 1.450.- 13:45 Málþing sett – Björn Páll Fálki Valsson formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands Fundarstjóri Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóri Stykkishólmi Erindi á málþinginu: Elías Bj. Gíslason ferðamálastjóri - Staða íslenskrar ferðaþjónustu og stefna stjórnvalda Björn Jóhannsson umhverfisstjóri Ferðamálastofu - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Daði Guðjónsson verkefnastjóri Íslandsstofu - Ísland allt árið Matarkynning - afurðir úr héraði Hlédís Sveinsdóttir - Markaður Akranesi Haraldur Örn Reynisson - verkefnastjóri Hugheima Edda Arinbjarnar – SAGA jarðvangur Menningarmyndband Vesturlands frumsýnt Rósa Björk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands – Hvatningarorð 15:40 Ný fyrirtæki í ferðaþjónustu á Vesturlandi Kári Viðarsson - Frystiklefinn - Leikhús Rifi Börkur Hrafn Nóason - Kaffi Munaðarnes Wild West Tours Akranesi Magnús Freyr Ólafsson- Sjóstöng Akranesi María Ólafsdóttir Íslenskt atvinnulíf - Samtími og framtíð 16:10 Samantekt og málþingi slitið Í liðinni viku voru undirritaðir samn- ingar á milli Loftorku í Borgarnesi og Fastengis, fasteignarekstrarfélags í eigu Íslandsbanka, um kaup Loft- orku á húsinu Engjaási 1 í Borgar- nesi. Um er að ræða fyrrum hús- næði Mjólkursamlags Borgfirðinga en undanfarin ár var Loftorka með hluta hússins á leigu undir starfsemi sína. Stór hluti þess hefur þó stað- ið ónýttur á síðustu árum. Að sögn Bergþórs Ólasonar fjármálastjóra Loftorku er um að ræða áhugavert tækifæri fyrir Loftorku sem stefn- ir á að koma öllu húsinu í notkun. „Endurfjármögnun Loftorku hjá Arion banka gerir fyrirtækinu kleift að ráðast í þessi kaup og erum við bjartsýnir á framhaldið. Ætlun okk- ar er að koma lífi í allt húsið sem hægt er að nýta til margra hluta. Að- alsalur þess er til að mynda rúmlega 2.000 fermetra opið rými með öfl- ugum hlaupaköttum, en fasteignin er í heild rúmlega 4.400 fermetrar. Við munum vera með járnsmiðjuna okkar í kjallaranum auk þess sem við munum nýta hann sem geymslu, nú þegar við höfum tæmt Borgarbraut 57,“ segir Bergþór en það húsnæði hafði fyrirtækið nýtt sem geymslur undanfarin misseri. Spurður um hvaða starfsemi hann sjái fyrir sér í húsinu segir hann margt koma til greina. „Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvaða starfsemi mun fara inn í aðalsal húss- ins eða skrifstofurnar. Þar kemur þó margt til greina, bæði að við setjum þar í gang ný og sérhæfð verkefni og svo það sem líklegra er að við leit- um okkur að samstarfsaðilum sem eru með starfsemi sem hentar inn í þetta hús. Meginstefnan með kaup- unum er þó að fjölga tækifærunum í Borgarnesi og nágrenni og skapa um leið ný störf til hagsældar fyrir alla,“ segir Bergþór að lokum. hlh Tafir hafa orðið á ritun þriðja bind- is Sögu Akraness og nokkuð ljóst að það bindi er ekki að koma út á allra næstu misserum. Undirritað- ur var samningur um ritun Sögu Akraness, þriðja bindis 22. júní 2012 milli Akraneskaupstaðar og Gunnlaugs Haraldssonar sem skrif- ar söguna. Samningurinn gengur út á greiðslur til söguritara í samræmi við framvindu verksins og að fyrir liggi samþykki ritnefndar og bæjar- stjóra um fullnaðarskil hvers verk- þáttar. Heildarkostnaður við þriðja bindi, miðað við verðlag við und- irritun samningsins 2012, er kr. 14.520.000. Þar af var í ágúst 2013 búið að greiða fyrir um fjórðung verksins. Kostnaður við sögurit- unina alla; tímabilið 1987 til dags- ins í dag er því kominn í rétt tæpar 85 milljónir króna. Fyrstu tvö bindi verksins komu út vorið 2011 og voru prentuð 800 eintök af hvoru bindi. Bókaútgáf- an Uppheimar sá um útgáfuna og einnig um sölu bókanna, utan 236 setta af þeim sem Akraneskaup- staður fékk til eigin afnota og gjafa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að Akraneskaupstaður eigi um hundr- að sett eftir. Samkvæmt upplýsing- um frá framkvæmdastjóra Upp- heima á fyrirtækið 300 sett á lager. Uppheimar eru nú í fjárhagslegri endurskipulagningu, en samkvæmt upplagstölum hefur fyrirtækið selt rúmlega 250 sett af Sögu Akra- ness, I og II bindi. Gagnrýni og neikvæð umræða um ákveðna þætti við vinnslu verksins og rétt eftir að bækurnar komu út er talið hafa spillt mikið fyrir sölu þeirra. Samn- ingur Akraneskaupstaðar og Upp- heima ehf. var gerður 18. janúar 2011 og tók til útgáfu tveggja binda af Sögu Akraness. Ekki er búið að ganga frá samningi við bókaútgef- anda vegna þriðja bindisins, enda á nú eftir að skrifa um þrjá fjórðu hluta þess miðað við fyrrgreindar upplýsingar. þá Loftorka kaupir Engjaás 1 í Borgarnesi Séð yfir athafnasvæði Loftorku. Fjærst á myndinni er Engjaás 1 sem Loftorka hefur nú eignast. Tafir orðið á ritun þriðja bindis Sögu Akraness Forsíða I. bindis Sögu Akraness, sem nær frá landnámstíð til 1700. www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.