Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Það tók sveitarstjórnarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks í Borgarbyggð einung- is þrjá daga að mynda meirihluta í sveitarfélaginu eftir að niðurstöð- ur kosninganna lágu fyrir aðfarar- nótt sunnudags. Skrifað var und- ir samkomulag í Ráðhúsinu í há- deginu sl. miðvikudag þess efnis að flokkarnir taki höndum saman næsta kjörtímabil. Flokkarnir eiga sex af níu fulltrúum í sveitarstjórn, Samfylking tvo og Vinstri grænir einn. Við sama tilefni var tilkynnt að búið væri að ráða Kolfinnu Jó- hannesdóttur í Norðtungu, skóla- meistara Menntaskóla Borgarfjarð- ar, í svarf sveitarstjóra. Mun hún taka við embættinu 1. ágúst næst- komandi. Fyrri tvö ár kjörtímabils- ins verður Björn Bjarki Þorsteins- son oddviti sjálfstæðismanna forseti sveitarstjórnar en Guðveig Anna Eyglóardóttir oddviti framsóknar- manna verður formaður bæjarráðs. Eftir tvö ár víxla þau síðan embætt- um. Tilkynnt verður á fundi sveit- arstjórnar 12. júní um skipan fólks í nefndir og ráð en búið er að ákveða að formennska í velferðarnefnd og umhverfis,- skipulags- og landbún- aðarnefnd falli í hlut D lista en for- mennska í fræðslunefnd falli í hlut B lista. Í stjórnir OR og Faxaflóa- hafna fara fulltrúar frá D lista. Mikil áskorun Kolfinna Jóhannesdóttir sat í tvö kjörtímabil, frá árinu 1998 til 2006, í sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir hönd Framsóknarflokks og er því hnútum kunnug í stjórnsýslunni og í Ráðhúsinu. Hún er með BS próf í viðskiptafræði og MA próf í hag- nýtum hagvísindum með áherslu á svæðafræði frá Háskólanum á Bif- Bændur í Belgsholti í Melasveit eru að vonast til að tæknileg- ir örðuleikar við rekstur vindraf- stöðvar á bænum fari að heyra sögunni til, en spaðar hafa brotn- að af vindmyllunni í tvígang frá því hún var ræst um mitt sumar 2011. Þá snemma vetrar brotnaði spaði af og mótorinn féll til jarðar en orsök þess var rakin til bilun- ar í stýribúnaði. Eftir endurbætur á vindmyllunni var vindrafstöð- in ræst að nýju fyrir ári. Spaðarn- ir liðuðust aftur sundur 2. janú- ar í vetur, en fyrir viku var kom- ið fyrir nýjum spöðum með meiri styrktareiginleikum en voru í fyrri spöðum myllunnar. Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferð í Belgsholti sl. föstudag í blankalogni og sólskini talaði Haraldur Magnússon bóndi um „óveður“ til raforkuframleiðslu, en þá hreyfðust spaða vindmill- unar ekki og því lítil raforka fram- leidd þann daginn. Haraldur seg- ir að þessa dagana sé unnið að því að fínstilla tölvustýrðan bún- að fyrir vindrafstöðina. Spaðarn- ir eru smíðaðir úr trefjaplasti og nýju spaðarnir hafa það framyf- ir spaðana sem brotnuðu í byrjun ársins að þeir eru með langtrefjar og hafa því mun meiri styrk gagn- vart vindálagi en þeir sem fyrir voru, sem höfðu bara þvertrefjar. Það sem gerst hafi með spaðana sem brotnuðu í byrjun ársins seg- ir Haraldur að álag hafi myndast á stuttan kafla í spöðunum sem varð til þess að smám saman myndaðist í þeim brot. Vindmyllan í Belgs- holti er fyrsta heimilisvindrafstöð á landinu sem tengd er við dreifi- kerfi Rariks. þá Spaðar vindmyllunnar í Belgsholti í hvíldarstöðu í blíðunni fyrir helgina. Nýir spaðar komnir í vindmylluna í Belgsholti Meirihluti myndaður í Borgarbyggð og Kolfinna Jóhannesdóttir ráðin sveitarstjóri röst. Auk þess hefur hún m.a. dip- loma í stjórnun. Varðandi ráðningu Kolfinnu kom fram hjá oddvitum beggja flokkanna að nafn henn- ar hafi komið í umræðuna strax á sunnudaginn og í framhaldi af við- ræðum við hana hafi verið afráðið að ráða hana í starfið. Um leið hafi verið horfið frá því að auglýsa starf sveitarstjóra eins og reyndar báð- ir flokkar höfðu boðað í kosninga- baráttunni að gert yrði, kæmust þeir til valda. „Kolfinna er kröftug- ur og afar samviskusamur einstak- lingur sem við þekkjum einungis af hinu góða. Hún gengur vasklega til verka og það eru einmitt þeir kostir sem prýða þurfa þann sveit- arstjóra sem nú tekur við,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson við þetta tilefni. Kolfinna kvaðst þakklát því mikla trausti sem henni væri sýnt og sagði forréttindi að fá að takast á við áskorun sem þessa. Hún leyndi því þó ekki að hún komi til að sakna starfsins í Menntaskóla Borgar- fjarðar. „Ég er mjög spennt fyrir starfi sveitarstjóra og hlakka til að takast á við það,“ sagði Kolfinna. Málefnasamningur Í málefnasamningi flokkanna segir um stjórnsýsluna að hún verði end- urmetin og styrkt. Upplýsingagjöf til íbúa verði bætt t.a.m með sam- skiptasíðu, kynningarfundum og föstum viðtalstímum sveitarstjórn- arfulltrúa. Eftirlit skal eflt með fjár- hagsáætlun og framvindu á fram- kvæmdakostnaði og unnið verði markvisst að lækkun skulda sveit- arsjóðs. Í atvinnu,- kynningar- og menn- ingarmálum verður staðið vörð um opinber störf í héraðinu og leitað leiða til að auka fjölbreytni þeirra. Gert verður samkomulag við Íbúða lánasjóð varðandi uppsetn- ingu minni leiguíbúða og gert átak til að koma húsnæði í eigu sjóðs- ins í notkun. Þrýst verði á ríkisvald- ið um úrbætur er varðar vegamál, nettengingar og þriggja fasa raf- magn. Farið verður í markaðs- og kynningarátak til eflingar sveitar- félagsins, m.a. með það að mark- miði að laða að nýja íbúa, fyrir- tæki, ferðamenn og viðburði ýmis- konar. Menningarssjóður Borgar- byggðar fær aukið fjármagn og til- nefna skal listamann Borgarbyggð- ar á hverju ári. Í umhverfis- og skipulagsmál- um verður unnið skipulag varð- andi „nýja“ miðbæinn í Borgar- nesi. Skipulag varðandi legu þjóð- vegarins um Borgarnes verði end- urmetið og umferðaröryggi á þjóð- vegum í gegnum þéttbýliskjarna í Borgarbyggð verði bætt í samstarfi við vegamálayfirvöld. Áfram verði þrýst á lagfæringu á Uxahryggja- vegi og öðrum malarvegum í Borg- arbyggð. Þá á að bjóða Vegagerð- inni að Borgarbyggð verði „til- raunasamfélag“ varðandi endur- bætur á vegakerfinu. Loks á að efla umhverfisvitund og þátttöku allra í samfélaginu varðandi hreinsun og fegrun. Í fjölskyldu- og velferðarmálum verður leitast við að stilla leikskóla- gjöldum í hóf, sumarlokun verði tvær vikur frá og með árinu 2015. Börn frá 12 mánaða aldri fái vist- un á þeim leikskólum þar sem því er við komið. Systkinaafsláttur skal gilda á öllum vistunarstigum sveit- arfélagsins. Lögð verður áhersla á samræmingu í þjónustuframboði og fjárveitingum til grunnskól- anna í sveitarfélaginu og aðbúnað- ur í skólum sveitarfélagsins verð- ur bættur eins og kostur er. Áfram verði rekinn öflugur tónlistarskóli í Borgarbyggð, útgáfu á frístunda- kortum til barna og unglinga verð- ur komið á og komið skal á heima- vist fyrir nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar. mm Fulltrúar í meirihluta Borgarbyggðar ásamt verðandi sveitarstjóra. F.v. Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Jónína Erna Arnardóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson frá D lista, Kolfinna Jóhannesdóttir verðandi sveitarstjóri, Guðveig Anna Eyglóardóttir, Helgi Haukur Hauksson og Finnbogi Leifsson frá B lista. Páll S Brynjarsson fráfarandi sveitarstjóri og Kolfinna Jóhannesdóttir sem tekur við embættinu 1. ágúst nk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.