Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Fagráð lögreglu
LANDIÐ: Ríkislögreglu-
stjóri hefur sett á stofn fimm
manna utanaðkomandi fag-
ráð sem taka á til umfjöllunar
mál er varða beina og óbeina
mismunun, kynbundna
áreitni, kynferðislega áreitni,
kynbundið ofbeldi og einelti
innan lögreglunnar. Sam-
kvæmt tilnefningu jafnrétt-
isnefndar lögreglunnar hef-
ur ríkislögreglustjóri skip-
að Davíð Þór Björgvinsson
prófessor, sem jafnframt er
formaður ráðsins, Láru V.
Júlíusdóttur hrl., Jón Friðrik
Sigurðsson prófessor, Önnu
Kristínu Newton sálfræðing
og Finnborgu Salome Stein-
þórsdóttur jafnréttisfulltrúa
lögreglunnar til að taka sæti
í fagráðinu. Allar tilkynning-
ar til fagráðsins skulu ber-
ast skriflega til formanns,
með tölvupósti á netfangið
fagrad@logreglan.is
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
14. - 20. júní.
Tölur (í kílóum) frá
Fiskistofu:
Akranes 17 bátar.
Heildarlöndun: 14.074 kg.
Mestur afli: Grímur AK:
2.168 kg í þremur löndun-
um.
Arnarstapi 2 bátar.
Heildarlöndun: 4.289 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
3.300 kg í tveimur löndun-
um.
Grundarfjörður 3 bátar.
Heildarlöndun: 57.728 kg.
Mestur afli: Áskell EA:
52.985 kg í einni löndun.
Ólafsvík 14 bátar.
Heildarlöndun: 60.394 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH: 15.566 kg í þremur
löndunum.
Rif 11 bátar.
Heildarlöndun: 220.781 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
77.248 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur 19 bátar.
Heildarlöndun: 68.032 kg.
Mestur afli: Andri SH:
5.774 kg í fimm löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Rifsnes SH – RIF:
54.290 kg. 19. júní
2. Áskell EA – GRU:
52.985 kg. 18. júní
3. Tjaldur SH – RIF:
51.795 kg. 16. júní
4. Örvar SH – RIF:
23.927 kg. 18. júní
5. Markús SH – RIF:
23.445 kg. 18. júní
mþh
Kjaradeilu
vísað til ríkis-
sáttasemjara
AKRANES: Verkalýðsfélag
Akraness hefur vísað til Rík-
issáttasemjara deilu félagsins
við Samband íslenskra sveit-
arfélaga vegna þeirra starfs-
manna sem starfa hjá Akra-
neskaupstað. Samningur-
inn rann út 1. maí síðastlið-
inn og þrátt fyrir að um tveir
mánuðir séu liðnir hafa litl-
ar viðræður átt sér stað, seg-
ir í frétt á heimasíðu félagins.
Það hefur lagt fram ítarlega
kröfugerð en ekki fengið
neina efnislega svörun hvað
hana varðar. „Grundvallar-
atriðið í þessu er að Sam-
band íslenskra sveitarfélaga
hefur samið við fjöldann
allan af hópum og næg-
ir að nefna í því samhengi
BHM, grunnskólakennara
og nú síðast leikskólakenn-
ara. Hafa þær launahækkanir
verið langtum hærri heldur
en samið var um í svokölluð-
um ASÍ samningum á hinum
almenna vinnumarkaði. Það
er mat Verkalýðsfélags Akra-
ness að það eigi að vera afar
einfalt mál að semja við fé-
lagið enda hefur Samband
íslenskra sveitarfélaga slegið
tóninn í áðurnefndum samn-
ingum,“ segir Vilhjálmur
Birgisson formaður VLFA.
–þá
Óhöpp og of
hár ökuhraði
LBD: Alls voru 20 ökumenn
teknir fyrir of hraðan akst-
ur í umdæmi lögreglunnar í
Borgarfirði og Dölum í lið-
inni viku. Einn réttindalaus
ökumaður var stöðvaður á
akstri. Þrjú umferðaróhöpp
urðu í vikunni þar af eitt þar
sem fólk kenndi eymsla og
leitaði sjálft til læknis. Auk
þessara óhappa var ekið á
þrjú lömb og eina kind á veg-
um í umdæminu. Þá var út-
lendum ferðamönnum með
bilaðan bíl á Snæfellsnesvegi
komið til aðstoðar. Einn-
ig var Björgunarsveitin Ok
kölluð til aðstoðar erlendum
ferðamönnum sem höfðu
fest bíl sinn í aurbleytu upp
við Langjökul.
–þá
Jaðargata á
sunnudaginn
SNÆFELLSNES: Sögu-
ferð og náttúruskoðun með
Sæmundi Kristjánssyni verð-
ur á sunnudaginn á Snæfells-
nesi. Gengið verður um fal-
legt, gróið hraun eftir gam-
alli þjóðleið, Jaðargötu, frá
Miðhúsum í Breiðuvík að
Hraunhafnarósi / Búðum.
Hross og menn hafa markað
djúp spor í hraunið í gegn-
um tíðina. Gengið verður
um slóðir þekktra sögustaða
s.s. bæjarstæði Axlar-Bjarn-
ar, Iglut jörn og Leikskála.
Nauðsynlegt að vera vel skó-
aður, hafa drykkjarvatn og
annað nesti. Ekkert þátt-
tökugjald, en nánari upplýs-
ingar veittar hjá Þjóðgarðin-
um Snæfellsjökli.
–fréttatilk.
Íbúar á Akranesi hafa nú
bæst í hóp þeirra sem geta
nýtt sér háhraða 4G teng-
ingu en í vikunni var kveikt
á fyrsta 4G sendi Vodafone
í bænum. Þar með geta
Skagamenn og gestkom-
andi farið að nýta sér þessa
nýju tækni. Flutningshraði
4G tengingar er umtals-
vert meiri en 3G og jafnast
á við góða heimanetteng-
ingu. Auk þess að bjóða upp
á meiri hraða en 3G er hún
mun afkastameiri og býður
upp á meira gagnamagn.
Í tilkynningu frá Vodafone segir
að með 4G tengingu megi til dæm-
is með auðveldum hætti fylgjast
með beinum útsendingum
frá HM á spjaldtölvum eða
í snjallsímanum, fylgjast
með fréttum og veðri eða
streyma tónlist og mynd-
efni greiðlega, hvar sem er
í bænum. Nauðsynlegt er
að eiga 4G síma eða net-
búnað sem getur tengt eitt
eða fleiri tæki við 4G net.
Vodafone hefur einnig inn-
leitt 4G tæknina á helstu
sumarhúsasvæðum í Borg-
arfirði og víðar og munu
fleiri sendar verða gangsett-
ir víðar um land á næstunni.
mm
Búið er að veiða rúmlega helming-
inn af þeim strandveiðikvóta sem
gefinn var út fyrir svæði D í júní, en
svæðið nær frá Höfn í Hornafirði
til og með Borgarbyggð. Heildar-
kvóti svæðisins fyrir júnímánuð er
525 tonn en af þeim var í lok síð-
ustu viku búið að veiða tæplega 277
tonn. Það eru því enn rösklega 248
tonn eftir af strandveiðikvóta svæð-
isins, þar á meðal á eftir að veiða
um 200 tonn af þorski, 66 tonn af
ufsa, sjö tonn af karfa og 613 kíló af
ýsu. Strandveiðar á svæði D ganga
því fremur hægt þennan mánuðinn
en þess má geta að strandveið-
ar á svæði A stóðu aðeins yfir í sjö
veiðidaga en þá var 858 tonna kvóti
þess svæðis allur kominn á land.
jsb
„Þetta er á lokasprettinum hjá okk-
ur, enda eins gott. Það er beðið eftir
þessu,“ sagði Lárus Einarsson bygg-
ingameistari sem vinnur að lengingu
ferjubryggjunnar við Stykkishólms-
höfn. Hann hefur síðustu dagana
ásamt Lúðvík Kemp vélvirkja unnið
að því að reka niður stálstaura sem
að hluta munu bera uppi bryggjuna.
Þeir voru á fullu við það verk þegar
blaðamaður Skessuhorns var á ferð-
inni í Stykkishólmi í lok síðustu viku.
Sátu þá á stálbita og voru að ganga
frá stálstaur til niðurrekstrar. Ferju-
bryggjan verður lengd um 12 metra
og byrjuðu framkvæmdir í vor. Taf-
ir hafa orðið á þeim frá áætlun m.a.
vegna breytinga á undirstöðum. Eft-
ir að búið var að steypa undirstöður
í lokuðu rými undir fjórðung breidd-
arinnar á bryggjunni, sem tengingu
fyrir stálbita og staura undir bryggju-
dekkinu, var ákveðið að steypa ann-
an fjórðung til viðbótar í undir-
stöðu. Lárus bryggjusmiður segir
að sú breyting hafi að hans mati ver-
ið til mikilla bóta auk þess sem hún
hafi minnkað kostnað við smíðina.
Þetta sparaði þrjá stálstaura og stál-
bita undir dekkið, en hver stálstaur
kostar um eina milljón króna. Áætlað
er að framkvæmdum við smíði ferju-
bryggjunnar verði að mestu lokið
fyrir miðjan júlímánuð. þá
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Kortið sýnir útbreiðslusvæði 4G kerfis Vodafone.
4G tenging á Akranesi
Enn töluvert eftir af
strandveiðikvóta á svæði D
Unnið að stauraniðurrekstri undir dekk ferjubryggjunnar.
Framkvæmdir við ferju-
bryggjuna á lokasprettinum
Lúðvík Kemp er nær á mynd og Lárus Einarsson. Þeir eru hér að ganga frá stál
staur til niðurreksturs.