Skessuhorn - 25.06.2014, Qupperneq 17
17MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Upplýsingar veitir:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 30. júní nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Fjármálastjóri
Fiskmarkaður Íslands er stærsti fiskmarkaður á Íslandi og fer u.þ.b.40% af öllu seldu magni á
íslenskum fiskmörkuðum í gegnum félagið. Fiskmarkaður Íslands starfar á 9 stöðum: Akranesi,
Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Skagaströnd, Stykkishólmi og Þorlákshöfn.
Aðalskrifstofa fyrirtæksins er í Ólafsvík en þar er jafnframt stærsti móttökustaðurinn. Einnig rekur
félagið öfluga flokkunar- og slægingarþjónustu á Rifi.
Fiskmarkaður Íslands hf. óskar eftir að ráða fjármálastjóra til starfa.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Hefur yfirumsjón með fjárreiðum og bókhaldi félagsins
• Annast útreikning launa og samskipti við opinbera aðila sem að því snýr
• Annast tölvukerfi félagsins og tæknimál
• Ætlast er til að viðkomandi geti einnig leyst af/tekið þátt í verksviði sölustjóra
og öðlist þekkingu á sölukerfum félagsins sem og tölvukerfum því tengdu
• Annast milligöngu um viðskipti á aflamarki sem og öðrum þjónustuþáttum
við viðskiptavini félagsins
• Annast ásamt stöðvarstjórum mönnunarmál og innkaup á rekstrarvörum
Menntun og hæfniskröfur
• Viðskiptamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á Navision, Microsoft
hugbúnaði og færni til þess að læra
á sérkerfi félagsins
• Haldgóð almenn þekking á
sjávarútvegsmálum
Vantar hross og nautgripi til slátrunar.
Sumarverð á hrossum 110 kr/kg. fyrir HRIA.
Forðist biðlista í haust.
Í samræmi við stefnu félagsins um ráðstöfun
tekjuafgangs, greiddi það bændum í mars sl. 2,7% viðbót
ofan á afurðaverð síðasta árs fyrir allar kjöttegundir.
Sláturpantanir í síma 480 4100.
Sláturfélag Suðurlands
Selfossi
Hrossa- og nautgripabændur!!!
Reykholtskirkja
Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
- L
jó
sm
. G
Ó
Messa sunnudaginn 29. júní
2. sd. e. trin. kl. 14.00
Til sölu hreinræktaðir brúnir labradorhvolpar
Ættarbók & heilsufarsskoðun
Mjög flottir foreldrar: Lab Adventure´s Milton Keynes og Höfðastrandar Grýla
sem uppfylla rúmlega allar þær kröfur sem HRFÍ gerir um ræktun á þessari tegund.
Bæði hafa þau verið sýnd með góðum árangri, mjaðma- og olnbogamynduð og
augnskoðuð.
Hvolparnir verða tilbúnir til afhendingar um miðjan júlí með ættbók frá HRFÍ,
örmerktir og heilsufarsskoðaðir.
Þetta eru mjög efnilegir labradorar sem koma til með að henta frábærlega sem
heimilisdýr, sýningardýr eða í veiðina.
Upplýsingar gefur Svavar í síma: 822 5950
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Lögmannsstofan LEX hef-
ur gefið út 70 síðna leiðarvísi
fyrir ferðaþjónustuna um þau
lögfræðilegu atriði sem þarf
að huga að við stofnun og
rekstur ferðaþjónustufyrir-
tækja. Ritinu er dreift ókeyp-
is til ferðaþjónustufyrirtækja
um allt land, þar á með-
al þeirra rúmlega 150 fyrir-
tækja í greininni sem starfa á
Vesturlandi. „Það hefur ver-
ið mikill vöxtur í ferðaþjón-
ustunni á Vesturlandi,“ segir
Helgi Jóhannesson lögmað-
ur hjá LEX, ritstjóri leiðar-
vísisins. „Fyrir tíu árum voru
45 gististaðir á Vesturlandi
öllu, en 2013 voru þeir 65 á
skrá Hagstofunnar. Ferða-
þjónustufyrirtæki með leyfi
frá Ferðamálastofu voru 75
á Vesturlandi í fyrra og til
viðbótar koma svo bílaleig-
ur og fólksflutningafyrirtæki
á svæðinu.
Þegar svo mikill vöxtur á sér stað
á skömmum tíma er ekki sjálfgef-
ið að allir hafi nægilega yfirsýn um
þau fjölmörgu lagalegu álitamál
sem geta komið upp við stofnun og
rekstur fyrirtækjanna. Snertifletir
ferðaþjónustunnar við yfirvöld, lög
og reglur eru margir og ekki allir
jafn augljósir. Við hjá LEX
ákváðum því að leggja okkar
af mörkum til að vísa veginn
og gefa ferðaþjónustunni af-
raksturinn,“ segir Helgi.
Í leiðarvísinum er farið ít-
arlega yfir leyfisöflun, stofn-
un einkahlutafélaga, ábyrgð,
tryggingamál, skattamál,
samningagerð, samskipti við
yfirvöld og fleira. Leiðarvísir-
inn er ekki tæmandi leiðbein-
ingarrit, en ætti að gefa góða
yfirsýn. Eintök liggja frammi
hjá sýslumönnum og dóm-
stólum og einnig er leiðarvís-
irinn aðgengilegur á vefsíðu
LEX svo og á vefsíðu SAF,
Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Þessi leiðarvísir okkar hjá
LEX er jafnt ætlaður stjórn-
endum í nýjum sem rótgrón-
um fyrirtækjum, til að hjálpa
þeim að átta sig á því hvort
þeir séu með allt á hreinu í
lagalegu tilliti, eða hvort þeir þurfa
að bæta úr í einstaka atriðum,“ seg-
ir Helgi Jóhannesson.
mm
Umhverfisstofnun hefur að gefnu
tilefni vakið athygli á því að á mörg-
um friðlýstum svæðum á landinu
er að finna viðkvæmar náttúru-
myndanir. Gestir svæðanna eru því
beðnir um að hafa það í huga að
þar megi hvergi raska jarðmynd-
unum. Þá er bannað að hrófla við
steintegundum eða flytja þær út af
svæðunum. Þetta á við um marga
vinsæla ferðamannastaði, svo sem
Einkunnir, Húsafellsskóg og Bárð-
arlaug, en alls eru 19 friðlýst svæði
á Vesturlandi.
Friðlýst svæði á
Vesturlandi:
Andakíll
Hvanneyri var friðlýst sem búsvæði
árið 2002, en árið 2011 var búsvæð-
ið stækkað og fékk nafnið Andakíll.
Bárðarlaug, Snæfellsbæ
Bárðarlaug var friðlýst sem nátt-
úruvætti árið 1980.
Blautós og Innstavogsnes
Var friðlýst árið 1999.
Breiðafjörður
Þessi annar stærsti flói landsins var
friðlýstur árið 1995.
Búðahraun
Eystri hluti Búðahrauns var friðað-
ur árið 1977, en hraunið er eitt feg-
ursta gróðurlendi Íslands.
Einkunnir, Borgarbyggð
Voru friðlýstar sem fólkvangur árið
2006.
Eldborg í Hnappadal
Eldborg er sérstaklega formfag-
ur sporöskjulaga eldgígur sem var
friðlýstur árið 1974.
Flatey á Breiðafirði
Austurhluti eyjunnar var friðlýstur
árið 1975 vegna fuglaverndunar, en
bannað er að fara um það svæði frá
15. apríl til 15. ágúst.
Geitland, Borgarbyggð
Geitland var friðlýst árið 1988.
Grábókargígar í Borgarbyggð
Gígarnir voru friðlýstir árið 1962,
en friðlýsingunni breytt árið 1975.
Grunnafjörður
Grunnafjörður er friðland og var
hann friðlýstur árið 1994.
Hraunfossar, Borgarbyggð
Hraunfossar voru friðlýstir sem
náttúruvætti árið 1987.
Húsafellsskógur, Borgarbyggð
Skógurinn var friðlýstur árið 1974.
Kalmanshellir, Borgarbyggð
Hellirinn er í Hallmundarhrauni
og var friðlýstur árið 2011.
Melrakkaey
Eyjan var friðlýst árið 1971.
Steðji (Staupasteinn)
Steðji stendur á Skeiðhóli við
Hvammsfjall í Hvalfirði, en hann
var friðlýstur árið 1974.
Ströndin við Stapa og Hellna
Ströndin var friðlýst árið 1979, en
þar er að finna margar sérkennileg-
ar bergmyndanir við sjó.
Vatnshornsskógur, Skorradal
Skógurinn var friðlýstur árið 2009,
til að vernda náttúrulegan og há-
vaxinn birkiskóg.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er
á utanverðu Snæfellsnesi, um 170
ferkílómetrar að stærð.
mm
Minnt á jarðmyndanir á friðlýstum svæðum
Hraunfossar voru friðlýstir sem nátt
úruvætti árið 1987.
Helgi Jóhannesson er höfundur leiðarvísisins sem LEX
gefur út.
Gefa út lögfræðilegan leiðarvísi
fyrir ferðaþjónustuna