Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 23.07.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Víkingur frá Ólafsvík gerði jafntefli við KA þegar liðin mættust á Ólafs- víkurvelli í fyrstu deild karla í knatt- spyrnu á laugardaginn. Þetta var annar heimaleikur Víkingsmanna í röð en fyrr í vikunni sigruðu þeir Hauka með þremur mörkum gegn einu. Leikurinn á laugardaginn var jafn og spennandi til lokasek- úndu. Fyrsta mark leiksins koma á 33. mínútu þegar Kemal Cesa kom Víkingi yfir. Staðan var eitt núll í hálfleik, heimamönnum í vil. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en svo fór að færast líf í leikinn. Á 72. mínútu jafna gestirnir frá Akur- eyri þegar liðsmaður Víkings varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Heimamenn létu ekki deigan síga og aðeins fjórum mínútum síðar kom Steinar Már Ragnarsson Vík- ingi í forystu á ný. Allt leit út fyrir að Víkingar væru að landa heima- sigri og þremur mikilvægum stig- um í toppbaráttu fyrstu deildarinn- ar. Það varð hins vegar ekki raunin því á lokasekúndum leiksins jöfn- uðu KA-menn metin. Lokatölur í Ólafsvík 2-2 og er Víkingur nú í sjötta sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Skagamönnum sem sitja í öðru sæti deildarinnar. Næsti leikur Víkings Ó. er úti- leikur gegn Selfossi á Jáverksvellin- um á föstudaginn klukkan 19:15. jsb/ Ljósm. af Grundarfjörður sigraði Víði úr Garði þegar liðin mættust á Grund- arfjarðarvelli í þriðju deild karla í knattspyrnu á fimmtudaginn. Tals- verður vindur var í Grundarfirði á meðan leikurinn fór fram. Heima- menn í Grundarfirði byrjuðu að spila á móti vindi og lágu aftar- lega á vellinum. Víðismönnum tókst ekki að nýta sér meðvindinn til að skora en Grundfirðingarnir gerðu það hins vegar tvívegis á síð- ustu mínútum fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Danijel Smiljkovic á 39. mínútu og svo Ragnar Smári Guð- mundsson á 45. mínútu. Seinni hálfleikur var kaflaskiptur og spennandi. Víðismenn skoruðu þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar og minnkuðu muninn. Þá tók við langur kafli þar sem gest- irnir frá Suðurnesjunum sóttu stíft að marki heimamanna. Grund- firðingar sem höfðu nú vindinn í bakið vörðust vel og freistuðu þess að fara hratt í skyndisóknir. Það bar árangur á 76. mínútu þeg- ar Kristinn Aron Hjartarson kom Grundfirðingum í tveggja marka forystu á ný. Víðismenn svöruðu með marki nokkrum mínútum síðar og voru síðustu tíu mínútur leikins æsispennandi. Þar skiptust bæði lið á að sækja og hefðu hæg- lega getað skorað sitthvort mark- ið. Boltinn fór hins vegar ekki oft- ar í netið og lokatölur 3-2 fyr- ir Grundarfjörð. Grundarfjörður komst með sigrinum í fimmta sæti deildarinnar en staðan í þriðju deildinni er nú mjög jöfn og mun- ar aðeins fimm stigum á fyrsta og níunda sæti. Næsti leikur Grundarfjarðar er gegn Magna á Grundarfjarðarvelli á föstudaginn 25. júlí kl. 19:00. jsb Skagakonur eru enn án stiga á botni úrvalsdeildar eftir tap gegn Fylki í Árbænum á mánudagskvöldið. Leik- urinn byrjaði rólega en fyrstu tíu mínúturnar voru Fylkiskonur beitt- ari í sínum aðgerðum. Skagakonur vörðust vel og beittu skyndisóknum sem sköpuðu oft vandræði fyrir vörn Fylkis. Jafnræði var með liðunum um tíma en nokkrum mínútum áður en flautað var til leikhlés skoruðu Fylk- iskonur. Lítið marktækt gerðist í upphafi síðari hálfleiks. Skagakonur áttu þó tvö ágætis skot á markið en tókst ekki að koma boltanum í netið. Um miðj- an seinni hálfleikinn sóttu Fylkiskon- ur og voru nálægt því að skora annað mark. Eftir þá sókn dró verulega úr hraða leiksins. Bæði lið áttu nokkur marktækifæri undir lokinn en hvor- ugu tókst að nýta sér það. Eins marks sigur Fylkis því staðreynd. Næsti leikur Skagakvenna er gegn FH á þriðjudaginn í næstu viku á Akranesvelli klukkan 19:15. jsb Skagamenn höfðu ekki stríðsgæf- una með sér í 1. deildarkeppninni í síðustu viku. Þeir töpuðu 0:1 fyr- ir heimamönnum á Selfossi á föstu- dagskvöld og á þriðjudagskvöldið þar á undan 2:4 fyrir KA á Akranes- velli. ÍA er engu að síður ennþá í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, jafnt Þrótti og HK en sex stigum minna en Leiknir sem er á toppn- um. KA er síðan í fimmta sætinu með 20 stig og Víkingur Ó í því sjötta með 19 stig. Leikurinn á Selfossi sl. föstu- dagskvöld fór fram við erfið skil- yrði en það hellirigndi meðan hann fór fram. Fyrri hálfleikurinn var án marka en leikurinn einkennd- ist af mikilli baráttu. Það var síðan strax á upphafsmínútu seinni hálf- leiks sem Selfyssingurinn Ingi Rafn Ingibergsson skaut af 40 metra færi á mark Skagamanna. Boltinn sigldi yfir Árna Snæ í marki ÍA og í net- ið. Eftir þetta jókst sóknarþungi Skagamanna en erfiðlega gekk að finna glufur á vörn Selfyssinga. Þeirra taktík í sumar hefur verið að liggja til baka og beita skyndisókn- um og það gerðu þeir í þessum leik. Skagamenn áttu tvö góð færi und- ir lok leiksins en ekki tókst að skora þannig að 1:0 sigur Selfyssinga var niðurstaðan. Næsti leikur ÍA verður á Akra- nesvelli á fimmtudagskvöld gegn Grindavíkingum sem eru eins og stendur í fallsæti. Grindvíkingar hafa engu að síður verið að sækja í sig veðrið að undanförnu eftir dap- urt gengi í sumar og búast má við hörkuleik. þá/ Ljósm. jsb. Um næstu helgi mun Bílaklúbb- ur Skagafjarðar standa fyrir þriðju umferð í Íslandsmeistaramótinu í rallý. Klúbburinn, sem fagnar 25 ára afmæli sínu með þessari keppni ,hefur um árabil haldið eina bestu keppni mótsins í nágrenni Sauðár- króks. Leikar hefjast á föstudags- kvöld klukkan 18:00 við Skagfirð- ingabúð og verður ekið um Þver- árfjall en það er skemmtileg áhorf- endaleið þar sem ekið er sam- hliða þjóðveginum, ýmist vinstra eða hægra megin. Meðan á keppni stendur er þjóðvegurinn lokaður á þeim stað sem ekið er yfir veginn en áhorfendur geta staðsett sig á milli lokana og notið keppninnar þannig enn betur. Keppninni lýkur síðan á föstudagskvöldið með inn- anbæjarleið um Sauðárkrókshöfn. Er fólk hvatt til að mæta og fylgj- ast með. Eftir næturhlé verður haldið upp á Mælifellsdal en þar reynir gríðar- lega á bæði bíla og áhafnir þar sem sú leið er 22 km löng. Sú leið verður ekin fram og til baka. Þess má geta að ýmsar áhafnir hafa endað keppni á þeim leiðum. Að því loknu verð- ur Vesturdalurinn einnig ekinn fram og til baka. Síðasta leið keppninn- ar er að venju áhorfendaleiðin um svokallaðar Nafir. Hún hefur ávallt verið augnayndi áhorfenda. Auk þess verður síðari ferðin svoköll- uð “Gestacoara-leið.” Á slíkri leið fá gestir að spreyta sig sem aðstoð- arökumenn. Þrír heppnir vinnings- hafar af sýningunni “Kraftur” verða meðal þeirra. Er fólk hvatt til að koma og fylgjast með keppninni en bent á að virða öryggislokanir. TímOn-félagar mæta galvaskir í þessa keppni að venju. Heimamað- urinn í Skagafirði, Baldur Haralds- son, hefur látið hlúa örlítið að bíln- um og ætti hann því að verða eins og best verður á kosið. Bæði Baldur og Borgfirðingurinn Aðalsteinn Sím- onarson eru vel kunnugir rallýakstri í Skagafirði en þetta er þriðja sum- arið sem þeir keppa þar saman. Eft- ir sigur í síðustu keppni leiða þeir fé- lagar á Íslandsmeistaramótinu með átta stiga forskot á þá Hilmar B. Þrá- insson og Elvar Smára Jónsson. Þeir Baldur og Aðalsteinn hafa því það markmið að ná fullu húsi stiga. mm KA jafnaði á lokasekúnd- unum í Ólafsvík Boltinn þenur möskva KA marksins eftir aukaspyrnu Jóns Vilhelms Ákasonar sem skoraði seinna mark ÍA. Skagamenn án stiga frá Selfossi Skagakonur töpuðu í Árbænum Kristinn Aron Hjartarson skoraði sigurmark Grundarfjarðar gegn Víði. Hann sést hér henda sér á boltann inni í vítateig andstæðinganna. Mikil spenna í leik Grundarfjarðar og Víðis Vestlendingar gætu eignast Íslandsmeistara í rallý

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.