Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Side 6

Skessuhorn - 27.08.2014, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Ekið á sauðfé LBD: Síðustu vikuna hefur verið ekið á þrjár ær og fjögur lömb í umdæmi lögreglunn- ar í Borgarfirði og Dölum. Vill lögreglan minna öku- menn á að aka um þjóðvegi með aðgát þar sem sauðfé er víða við vegi á þessum tíma og daginn farið að stytta. –þá Lokun á Lang- jökulsvegi BORGARFJ: Örlítið seink- aði að hefja viðgerð á brúnni yfir Geitá í Borgarfirði, á leiðinni að Langjökli þegar ekið er frá Húsafelli. Fram- kvæmdir hófust þó í liðinni viku. Í tilkynningu frá Vega- gerðinni segir að gert sé ráð fyrir að brúin verði lokuð til 25. september. –mm Féll af hestbaki BORGARFJ: Karlmaður féll af hestbaki skammt frá heimili sínu í Stafholtstung- um í Borgarfirði sl. fimmtu- dagskvöld. Hafði hann verið á reið ásamt börnum sínum þegar hross sem hann var á fældist. Börnin náðu að kalla til hjálp og fóru lögregla og sjúkraflutningamenn á stað- inn og fluttu manninn und- ir læknishendur. Hann hlaut beinbrot og höfuðáverka, en var engu að síður með reið- hjálm. Maðurinn er nú á batavegi og hefur verið út- skrifaður af sjúkrahúsi. -mm Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda LANDIÐ: Sautjándi aðal- fundur Landssamtaka skóg- areigenda verður haldinn dagana 29.-30. ágúst. Fund- urinn verður að þessu sinni í Miðgarði í Skagafirði og sér Félag skógarbænda á Norð- urlandi um undirbúning. Fyrir fundinn verður haldin ráðstefna sem ber yfirskrift- ina „Kraftmeiri skógur“ og hefst hún kl. 13:30 og lík- ur kl. 15:30. Aðalfundurinn hefst svo í kjölfarið. Eftir að aðalfundi líkur verður boðið í skógargöngu og eru gestir hvattir að hafa með viðeig- andi klæðnað til útiveru. Að lokum blása skógarbændur til árshátíðar og skemmta sér fram á nótt. Nánari upplýs- ingar og dagskrá fundarinns og ráðstefnunnar má finna á heimasíðu LSE: www.skog- arbondi.is –fréttatilk. Eitt af þeim verkefnum sem Vega- gerðin hefur haft á sinni könnu um árabil er að slá grasið við kanta þjóðvega landsins. Lengi vel hef- ur það trúlega verið búfénaðurinn sem víða hélt grasvextinum við veg- ina í skefjum, en eftir að Vegagerð- in girti þá af hefur reynst nauðsyn- legt að slá grasið við vegkantana til að þeir safni síður að sér snjó á vet- urna. Þegar blaðamaður Skessu- horn var á leið í Dalina sl. föstudag var einmitt verið að slá. Starfsmað- ur Vegagerðarinnar, Ólafur Guð- jónsson bóndi á Leikskálum í Lax- árdal, var að slá meðfram vegin- um rétt sunnan Erpsstaða. „Það er langt síðan grasið hefur verið svona mikið við kantana eins og núna. Það er venjulega um þetta leyti, síðsumars eða að haustinu, sem við förum í þetta verk og það mátti ekki seinna vera núna svo að stikurnar hyrfu ekki í grasið,“ sagði Ólafur. Hann bætti við að það væri nauð- synlegt út frá umferðaröryggi að slá við kantana. „Það er verra að sjá sauðfé þegar grasið er orðið svona mikið, ef það leynist í köntunum. Ef grasið væri ekki slegið fyrir vet- urinn myndi það síðan virka eins og snjógirðingar á einstaka stöð- um þar sem snjósöfnun á sér stað.“ Aðspurður sagðist Ólafur ekki hafa tölu á þeim fjölda kílómetra sem slá þarf meðfram vegum í Dölunum en þetta væri um hálfs mánaðar verk. þá Eins og sjá má er grasvöxturinn mikill við vegina. Greinilega er til mikilla bóta að slá vegkantana. Hyggjast endurhlaða gömlu fjárréttina ÓLAFSVÍK: Guðrún Tryggva- dóttir hefur forystu fyrir áhuga- hópi í Snæfellsbæ um endurgerð gömlu fjárréttarinnar sem er í hlíðinni við Rjúkandavirkjun ofan Ólafsvíkur. Guðrún hefur aflað leyfis frá Minjastofnun til að fara í framkvæmdir og hefur boðað til fundar um fyrirhugað verkefni. Hann verður haldinn í Átthagastofu Snæfellinga nk. föstudag kl. 16. Guðrún seg- ir að eitthvað sé til af gögnum um réttina en einnig standi til að safna ljósmyndum og sögum sem tengjast réttinni, þannig að hún verði enn sýnilegri nýrri kynslóð. Guðrún segir að það hafi lengi verið draumur sinn og margra annarra að fá leyfi og fjármagn til að laga og hlaða gömlu fjárréttina upp á nýtt. Einn fjárstyrkur hefur fengist til verkefnisins og vonast er eft- ir liðsinni frá fleirum. –þá Örlítil aukning umferðar um göngin HVALFJ: Umferð í Hvalfjarð- argöngum jókst um tæplega 2% fyrstu sjö mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra. Umferð- artölur júlímánaða áranna 2014 og 2013 eru nánast samhljóða. Júníumferðin var hins vegar 3,6% meiri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Spal- ar. Umferð á hringveginum var á sama róli og um göngin, tæp- lega 2% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra samkvæmt taln- ingu Vegagerðarinnar. Umferð- in jókst mest á Suðurlandi en dróst hins vegar saman á Norð- urlandi, sem reyndar er eini landshlutinn þar sem umferð var minni en í fyrra. Tölur frá Vegagerðinni segja að umferðin í heildina hafi aukist um 4,5% fyrstu sjö mánuði ársins og er spáð að aukningin verði um 4% á hringveginum á öllu árinu 2014. –þá Kafgras slegið við vegkantana Slegið meðfram veginum skammt sunnan Erpsstaða í Dölum. Ólafur Guðjónsson starfsmaður Vegagerðarinnar í Búðardal og bóndi á Leik- skálum í Laxárdal í traktornum sem notaður er við sláttinn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.