Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Page 8

Skessuhorn - 27.08.2014, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Hollvinir á golfmót BIFRÖST: Sunnudaginn 7. september nk. fer fram golf- mót Hollvinasamtaka Bif- rastar á golfvellinum Glanna. Mæting verður í golfskálann klukkan 13:30 en mótið hefst klukkan 14 og ræst verður út frá öllum teigum samtím- is. Þátttökugjald er 3.000 kr og eru veitingar innifaldar. Hámarksfjöldi er 36 manns. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni. Sigurveg- ari á mótinu fær farandbik- ar Hollvinasamtakanna til varðveislu. Verðlaun verða gefin fyrir fyrstu þrjú sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta höggið á 5/14 holu og nándarverðlaun á 9/18 holu. Skráning og nán- ari upplýsingar gefur Þórir Páll Guðjónsson á netfangið thorir@bifrost.is. Skráning þarf að berast sem fyrst og í síðasta lagi fyrir miðviku- daginn 3. september. –fréttatilk. Breyttur opn- unartími í Edduveröld BORGARNES: Rekstr- araðilar veitingastaðarins Edduveraldar í Borgarnesi hafa tilkynnt um breyttan opnunartíma nú þegar langt er liðið sumars. Frá og með næstu mánaðamótum verð- ur opið frá kl. 16 til 22 frá mánudegi til fimmtudags. Opnunartími verður lengri um helgar, frá 16-01 á föstu- dögum og 12-22 á lauga- dögum og sunnudögum. Frá 1. október er síðan áform- að að lokað verði á sunnu- dögum og mánudögum í Edduveröld. Samhliða þess- um breytingum á opnunar- tíma verður hætt að bjóða upp á hádegismat í Eddu- veröld nema fyrir hópa sem panta fyrirfram, en að sögn þeirra Erlu og Gunnu var þátttakan ónóg til að hægt væri að bjóða upp á hádeg- ismatinn áfram. „Viljum við þakka þeim sem komið hafa til okkar í hádeginu síð- asta eina og hálfa árið. Von- umst til að sjá ykkur hér eftir sem hingað til, en á breytt- um opnunartíma,“ segja þær stöllur í Edduveröld. Þær segja dagskrá vetrarins fram að áramótum í vinnslu, svo sem rússakeppni, trúbadora- kvöld, Pub Quiz og svo vin- sælu jólahlaðborðin. Svo verði náttúrlega skötuveislan á Þorláksmessu fastur liður áfram, sem og að veisluþjón- ustan verður alltaf opin. –þá Ljóða- og menn- ingarverðlaun BORGARFJ: Minningarsjóð- ur Guðmundar Böðvarsson- ar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardótt- ur konu hans veitir Ljóðaverð- laun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverð- laun á samkomu í Reykholts- kirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 16.00. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Auk afhendingar verðlauna er dag- skrá með tónlistarflutningi og ljóðalestri. Allir eru velkomn- ir og alveg sérstaklega félagar í aðildarfélögum sjóðsins, en aðilar að sjóðnum eru: Bún- aðarsamtök Vesturlands, Ung- mennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna, Rithöfundasamband Íslands og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 16. - 22. ágúst. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 9 bátar. Heildarlöndun: 4.886 kg. Mestur afli: Grímur AK: 1.374 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 38 bátar. Heildarlöndun: 262.997 kg. Mestur afli: Dögg SU: 26.437 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 28 bátar. Heildarlöndun: 766.092 kg. Mestur afli: Klakkur SK: 240.070 kg í þremur löndun- um. Ólafsvík 54 bátar. Heildarlöndun: 290.838 kg. Mestur afli: Brynja SH: 27.349 kg í sex löndunum. Rif 32 bátar. Heildarlöndun: 303.211 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 48.522 kg í einni löndun. Stykkishólmur 15 bátar. Heildarlöndun: 9.204 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 1.567 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Baldvin NC – GRU: 222.861 kg. 19. ágúst. 2. Klakkur SK – GRU: 84.662 kg. 19. ágúst. 3. Klakkur SK – GRU: 79.848 kg. 17. ágúst. 4. Klakkur SK – GRU: 75.560 kg. 21. ágúst. 5. Hringur SH – GRU: 65.331 kg. 19. ágúst. mþh Páll Jónsson dreginn í land Línubáturinn Páll Jónsson GK varð fyrir vélarbilun átta mílur vestnorðvestan af Malarrifi að- fararnótt síðastliðinn miðviku- dags. Skipið var á leið á miðin þegar bilunin varð og var björgun- arskipið Björg í Rifi kallað út um fimmleytið. Að sögn Páls Stefáns- son skipstjóra á Björginni skotgekk að ná í bátinn en Björgin dró hann til hafnar í Ólafsvík þar sem hon- um var komið í lag áður en aftur var snúið til veiða. Hér sést Björg koma með Pál til hafnar í Ólafsvík um hádegi á miðvikudag. Eins og sjá má er töluverður stærðarmun- ur á skipunum en Páll er 44 metra langur. grþ/ Ljósm. þa Bæjarstjóri hvetur forstöðumenn til að hagræða sem mest Sturla Böðvarsson bæjarstjóri hef- ur sent opið bréf til forstöðumanna stofnana Stykkishólmsbæjar. Það hvetur hann þá til að hagræða sem mest þeir mega í rekstri stofnana það sem eftir lifir þessa árs. Sam- kvæmt fjármálareglum sem sveit- arfélög búa við þurfa þau að sýna hagnað samanlagt í þrjú ár. Ekki sé útlit fyrir að það mark náist árin 2012-2014 í Stykkishólmi og því þurfi að bregðast skjótt við. Sturla segir m.a. í bréfi sínu: „Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2014 sem samþykkt var 12. des- ember 2013, og ársreikningum ár- anna 2012 og 2013, blasir við að bæjarsjóður stenst ekki þá kröfu reglugerðarinnar að þessi þrjú ár skili rekstrarafgangi. Til þess að ná jöfnuði hefði bæjarsjóður (A og B hluti) þurft að skila meiru en 14 milljónum í afgang árið 2014. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun þessa árs átti bæjarsjóður að skila rúmum 2 millj- ónum í afgang sem dugar ekki til þess að standast kröfur reglugerð- arinnar. Það sem af er þessu ári hafa tekjur aukist lítillega umfram áætl- anir. Rekstrarútgjöld munu hins- vegar aukast og veldur þar mestu áhrif nýrra kjarasamninga, ákvarð- anir um ný verkefni og fjölgun starfsmanna. Það blasir því við að jöfnuður mun ekki nást á þessu ári nema dregið verði umtalsvert úr útgjöldum og framkvæmdum jafn- framt frestað það sem eftir er árs- ins.“ Biðlar Sturla til stjórnenda að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði og finna leiðir til þess að hagræða í rekstri bæjarins. „Allar tillögur í þeim efnum eru vel þegn- ar og er hér með kallað eftir þeim. Á næstunni mun ég heimsækja allar stofnanir og funda með stjórnend- um til þess að fá sem besta yfirsýn um rekstur Stykkishólmsbæjar. Það er von mín að okkur megi takast að snúa vörn í sókn og skapa skilyrði til þess að auka tekjur og draga sem mest úr útgjöldum, en nýta þá fjár- muni sem eru til ráðstöfunar til að- gerða sem gera bæjarfélagið betur í stakk búið til nýsköpunar og vaxt- ar.“ mm Sveitarstjórn heimilar tveimur leikskólum að taka inn 12 mánaða börn Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum fyrr í þessum mánuði tillögu fræðslunefndar um að leikskólarnir Andabær á Hvann- eyri og Hraunborg á Bifröst fái að taka til vistunar 12 mánaða börn. Leikskólar í sveitarfélaginu taka að jafnaði ekki inn börn fyrr en þau eru orðin 18 mánaða. „Við vonum að ákvörðun þessi hafi jákvæð áhrif fyrir aðsókn í háskólana tvo á þess- um stöðum og samfélögið sem þeir starfa í. Dagvistun ungra barna er vandamál víða og t.a.m. þurfa börn að vera orðin tveggja ára í Reykja- vík til að komast á leikskóla,“ seg- ir Guðveig Eyglóardóttir formað- ur fræðslunefndar Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. Ákvörðun þessa efnis hefur fengið góðar við- tökur og strax í síðustu viku höfu ell- efu umsóknir borist um leikskólavist ársgamalla barna á þessum tveimur leikskólum. Í þessu sambandi er gaman að geta þess að veruleg aukning hef- ur orðið í fæðingum í uppsveit- um Borgarfjarðar á þessu ári. Séra Geir Waage í Reykholti tjáði blaða- manni að hann hefði fengið að skíra sjö börn á einni viku nú fyrr í ágúst og væri það einsdæmi í preststíð hans í Reykholti, sem nú spann- ar 35 ár. Þá sé enn von á talverð- um fjölda barna í héraðinu á næsta misseri. Guðveig Eyglóardóttir kveðst einnig fagna þessari þróun. „Þetta eru miklir gleðigjafar í sam- félagið okkar,“ sagði hún. mm Fyrsta steypan í ÞÞÞ húsið Byggingarframkvæmdir á nýju at- hafnasvæði bifreiðastöðvar ÞÞÞ á Akranesi hófust á dögunum. Síðast- liðinn fimmtudag var fyrsta steyp- an á byggingarstað við Smiðjuvelli. Steypt var undir og milli forsteyptra sökkuleininga í húsinu. Húsið verð- ur að mestu byggt úr einingum frá Smellinn sem hefur umsjón með byggingu hússins samkvæmt samn- ingi. Það eru iðnaðarmenn frá Sjamma ehf á Akranesi sem sjá um uppslátt og steypuvinnu en þakefni kemur frá Límtré Vírneti í Borgar- nesi. Nýja ÞÞÞ húsið verður alls um 1700 fermetrar að stærð á 1450 fer- metra grunnfleti. Athafnarýmið á Smiðjuvöllum 15 verður um 11.500 fermetrar, heldur minna en að Dal- braut 6 þar sem ÞÞÞ hefur verið síð- ustu 20 árin, en fyrirtækið var stofn- að árið 1927. Þórður Þ Þórðar- son framkvæmdastjóri segir að fyr- irtækið eigi samkvæmt samningi að fá húsið afhent í nóvember næst- komandi og ÞÞÞ muni flytja á nýjan stað fyrir eða um áramótin. Þórð- ur kvaðst vonast til að akstur á jarð- efnum í grunn hússins hæfust í þess- ari viku og svolítil seinkun á fram- kvæmdaáætlun muni vinnast upp í framhaldi af því. Þórður segir að forsvarsmönnum fyrirtækisins lítist vel á nýtt svæði á Kalmansvöllum, þótt það hefði vissulega mátt vera heldur stærra, en þetta yrði að duga, sagði Þórður. þá Smiðir hjá Sjamma ehf steypa með forsteyptum sökkuleiningum frá Smellinn í ÞÞÞ húsið.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.