Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Page 17

Skessuhorn - 27.08.2014, Page 17
17MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 Hvað ertu með í skottinu? Skottsala á bílastæðinu hjá Ljómalind 30. ágúst kl: 16-18 Komdu með allt sem þú þarft að losna við og aðrir gætu mögulega haft áhuga á, svo lengi sem það kemst í skottið hjá þér! Stæðin verða ókeypis en við biðjum fólk samt um að senda okkur línu á islandur@yahoo.com eða hringja í 695 2583 og tilkynna komu sína. Um að gera að leggja heilann í bleyti og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði, eflaust eiga margir falin verðmæti sem aðrir gætu nýtt sér. ATVINNA ! BORGARNESI AUGLÝSIR EFTIR STARFSKRAFTI Fullt starf UMSÓKN SKILIST Á www.bonus.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Fékk óvæntan glaðning á afmælisdaginn Blaðamaðurinn og fjölmiðlakonan Guðríður Haraldsdóttir er þekkt fyrir að halda veglega upp á afmæli sitt. Hún er mikið afmælisbarn og byrjaði að halda formlega upp á af- mælið þegar hún var 29 ára. „Ég var komin í mjög skemmtilegan vinkvennahóp sem ég tilheyri enn og ákvað að gleðja þær með tertu- veislu. Þetta vatt svo upp á sig og ég fór að bjóða fleirum, m.a. kunn- ingjum, fólki sem ég hafði unnið með og fólki sem ég þekkti kannski lítið en tímdi ekki að missa úr lífi mínu. Öllum er boðið; vinum, ætt- ingjum, kunningjum, strætóvinum og feisbúkkvinum,“ segir Gurrí í samtali við Skessuhorn. Hún held- ur bara þessa einu veislu á ári og heldur hana alltaf heima, á afmælis- daginn sjálfan, 12. ágúst. Yfirleitt er mikið fjölmenni í afmælum Gurrí- ar enda býður hún yfir hundrað manns. „Það kemur alls konar fólk, allt frá alþingismönnum og upp í ræstitækna! Í Reykjavík bjó ég í lít- illi íbúð, ekki nema 56 fermetrum, og ég þurfti í alvöru nokkrum sinn- um að biðja fólk að færa sig aftar í íbúðina til að fleiri kæmust inn, líkt og gert er í strætó,“ útskýrir hún. Bjóst við því versta Gurrí hefur búið á Akranesi í nokk- ur ár og enn koma margir gest- ir á afmælidaginn. Hún segir það skemmtilegt hversu margir af Skag- anum séu farnir að mæta í afmælið, en fyrsta árið þar komu einungis tveir eða þrír heimamenn. Afmæl- iskökuna fær hún í gjöf frá bakar- anum í Bernhöftsbakaríi í Reykja- vík og mætir hann sjálfur í afmæl- ið með kökuna. Hún lætur allt- af skreyta kökuna og skrifa ein- hverja skemmtilega áletrun á hana og hefur Halldór Högurður, frændi hennar, aðstoðað hana undanfar- in ár við að velja áletrun á tertuna. „Ég kynntist Halldóri reyndar ekki fyrr en 1996 og er hann fyndnasti maður sem ég þekki. Halldór, sem fékk fljótlega uppnefnið „Halldór fjandi“ í stað frændi, á gott með að vera andstyggilegur, svo mjög að hann gerir það eiginlega að list- formi en hann er jafnframt alveg hroðalega fyndinn. Þegar hann tók við byrjaði þemað „ég fékk hana ódýrt“. Eitt árið létum við til dæm- is skrifa á tertuna „Dofri Hvann- berg, til hamingju með fyrsta fall- hlífarstökkið 10.8.1999“. Gestir veislunnar hváðu og afmælisbarnið sagði; „ég fékk hana ódýrt...“ Það fór svo eftir innræti gestanna hvort þeir héldu að Dofri hefði hætt við stökkið eða eitthvað annað. Annað árið var boðið upp á tertu með áletr- uninni: „Velkominn til starfa, Run- ólfur,“ en þá átti Runólfur nokkur að fá starf hjá umboðsmanni skuld- ara en fékk ekki,“ segir Gurrí sem einnig sagði gestunum það árið að sú kaka hefði fengist ódýrt. Þar sem Halldór hafði verið aðalráð- gjafi Gurríar í tertumálum undan- farin ár, ákvað hún að treysta hon- um í fyrsta sinn fyrir áletruninni í ár. „Hann neyddi mig eiginlega til þess. En ég treysti honum, hann fer svo oft svo langt yfir mörkin að það verður fyndið.“ Halldór stofnaði einnig leyni- grúppuna Afmælisplott á Face- book, sem Gurrí fékk alls ekki að- gang að, og þar skipulagði hann óvæntan afmælisglaðning. „Ég vissi ekkert hvað hafði gengið á í þess- um hópi en datt sitthvað í hug. Mér fannst það ekki alveg Halldórs að fá strippara en mig grunaði allt annað, bjóst við því versta.“ Landhreinsunarátakið „Gurrí burt“ Afmælisdagurinn rann upp og fyrstu gestir mættu um klukkan fjögur. Siggi bakari var mættur með tert- una en enginn Halldór var sýnileg- ur. Gestirnir voru orðnir svangir og því var sagt „gjörið svo vel“ og allt í boði, nema afmælistertan því hún var enn hulin þar sem afmælisbarn- ið mátti ekkert sjá strax. „Svo kom Halldór með stóra ferðatösku með sér. Mér fannst svo skrýtið þegar fólk hópaðist í kringum mig og mér var sagt að opna töskuna. Ég gerði það en taskan var tóm. Einhver sagði mér að gá betur og þá sá ég stóra útprentaða pappírsörk í hlið- arnetinu,“ útskýrir Gurrí. Hún kíkti á örkina og sá að efst á henni stóð „Landhreinsunarátakið Gurrí burt“ og við hlið textans var fótósjoppuð mynd af henni sem flugdólgi, kefluð og bundin við flugsæti. Fyrir neð- an voru nöfn þeirra sem gengu í af- mælisplottshópinn. „Mér skilst að frændi hafi fengið þá hugmynd að ef afmælisgestir legðu í púkk gæti margt smátt gert eitt stórt. Hon- um fannst greinilega of mikil ráð- deild eða sparnaður hjá mér enda hef ég ekki farið til útlanda í mörg ár. Honum tókst því að ná sambandi við fólkið á boðslistanum og undir- búa þetta í leynigrúppunni. Und- irtektirnar voru svo góðar að það safnaðist fyrir ferð til Elfu vinkonu í Seattle og vænum farareyri,“ seg- ir Gurrí þakklát. „Svo var áletrunin á tertunni afhjúpuð og þá var skilj- anlegt hvers vegna hún var leyndar- mál. Þar stóð „Gurrí 56 ára, á leið til Elfu í Seattle í boði vina og Malaysi- an Airlines!“ Hann gat því ekki alveg stillt sig,“ bætir hún við. Gurrí fyrir- hugar að fara í ferðina nú í nóvem- ber og með stóru ferðatöskuna að láni frá Halldóri „fjanda“. Óvæntur afmælisgestur Gurrí er dýravinur mikill og á tvo ketti. Rétt fyrir afmælið bættist óvænt enn einn köttur inn á heim- ilið og leitar hún nú eigandans. „Ég áttaði mig á þegar ég hafði séð hann við Langasand í um mánuð að hann væri líklega á vergangi. Hann byrj- aði að sjást hérna í kringum Írsku dagana og gæti hafa komið hingað þá. Það endaði með því að ég tók hann inn og gaf honum að borða. Hann var mjög svangur og greini- lega vanur að bjarga sér. Yndisleg- ur Facebook-vinur hjálpaði mér svo að fara með hann til dýralækn- is og þar kom í ljós að hann er um tveggja til þriggja ára gamall, gelt- ur en ekki örmerktur. Ég lét bólu- setja hann og hreinsa til öryggis.“ Kötturinn, sem er gulbröndótt- ur og hvítur að lit, hefur nú feng- ið nafnið Guðbrandur. Gurrí hef- ur auglýst hann víða en án árang- urs. Guðbrandur var því meðal gesta í afmælinu en þó lokaður inni í þvottahúsi á meðan. „Ekkert bólar á eigandanum enn. Ég vona bara að hann komi í leitirnar áður en ég tek of miklu ástfóstri við Guðbrand,“ segir Gurrí að lokum. grþ Afmælisbarnið Gurrí Haralds skellihló þegar hún sá hvað leyndist í töskunni. Ljósm. Nanna Rögnvalds. Flugdólgurinn Gurrí og áletrunin á skjalinu sem hún fékk í afmælisgjöf. Ekkert bólar á eigendum Guðbrands sem lætur fara vel um sig á hekluðu teppi með útsýni yfir Langasand. Ljósm. úr einkasafni. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Lokaútsala enn meiri verðlækkun 70% afsláttur af öllum útsöluvörum (reiknast af upphaflegu verði) Verslunin Belladonna Stærðir 38-58

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.