Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Dagana 28. - 30. ágúst fer fram fjórða umferðin á Íslandsmeistara- mótinu í rallý. Alþjóðarallið sem í daglegu tali er kallað Rallý Reykja- vík er það 35. í röðinni. Meðal ann- ars verður ekið um Borgarfjörð á lokadegi keppninnar. Þessi keppni er frábrugðin öðrum rallýkeppnum ársins því hún tekur yfir þrjá daga í stað eins til tveggja. Þeir TímOn- félagar á Subaru; Aðalsteinn Sím- onarson úr Borgarnesi og Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki, mæta galvaskir til keppni með 16 stiga forskot eftir sigur í síðustu keppni. Munu þeir hefja keppnina fyrstir í rásröð með Íslandsmeistara síð- asta árs, Henning og Árna, næsta á eftir sér. Takist þeim Aðalsteini og Baldri að sigra í þessarri keppni eru þeir öruggir með Íslandsmeistara- titilinn í ár, en hvorki Skagfirðingi né Borgfirðingi hefur áður tekist að landa þeim eftirsótta titli. Leikar hefjast seinnipart fimmtu- dagsins 28. ágúst í nágrenni Reykja- víkur en endað í Glaðheimum í Kópavogi. Er það þriðja árið sem ekið er svokölluð áhorfendaleið um Glaðheima, en hún þykir skemmti- leg fyrir áhorfendur sem vilja fylgj- ast með. Föstudagurinn 29. ágúst er langur dagur fyrir áhafnir keppnis- bílanna og þjónustulið þeirra en dagurinn hljóðar upp á 512 km í akstri. Lagt verður af stað kl. 07 úr Reykjavík og halda að Heklu. Ekið verður í kringum hana en endað eins og kvöldið áður í Glaðheim- um í Kópavogi. Laugardagurinn hljóðar upp á 335 km akstur. Fyrsta leið er um Hengilssvæðið, síðan er haldið upp í Borgarfjörð, m.a. upp á Kaldadal. Á þeirri leið er allra veðra von. Ekki er nema ár síðan einung- is var hægt að aka hálfan Kalda- dalinn vegna óvæntrar snjókomu, en Kaldidalur er þriðji hæsti fjall- vegur landsins, liggur 720 metra yfir sjó. Leiðirnar verða síðan ekn- ar til baka og endað við Djúpavatn um kl. 14:30. Fyrir Borgfirðinga er auðvelt að aka yfir Uxahryggina og sjá keppendur og bíla þeirra annað hvort á Tröllhálsinum eða á Kalda- dal. Það verða 18 áhafnir sem mæta til leiks í keppnina, þar af fimm er- lendar áhafnir frá breska hernum. Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim gengur en jepparnir eru með stýrið hægra megin. Skap- ar það oftar en ekki skemmtilegt fát og fum starfsmanna tímavarða- stöðvanna. Munu jepparnir aka síðastir, en það er gert af öryggis- ástæðum þar sem þeir eru hægari en venjulegir rallýbílar. mm Theódór Freyr Hervarson veður- fræðingur hefur haft í nógu að snú- ast síðustu vikuna á skjálftavaktinni hjá Veðurstofu Ísland. Þar á bæ er nú mikill viðbúnaður sökum jarð- hræringanna í Bárðarbungu og Dyngjujökli undir norðanverð- um Vatnajökli. Theódór Freyr, eða Teddi eins og hann er jafnan kall- aður, gaf þó blaðamanni Skessu- horns tíma til að ræða um starf sitt, hugsanlegt gos og að sjálfsögðu um veðrið, vinsælasta umræðuefni Ís- lendinga fyrr og síðar. Ætlaði að verða rafeindavirki Teddi hefur starfað lengi á Veð- urstofu Íslands. Hann hefur verið veðurfræðingur í sjónvarpsfréttum RÚV síðan 2006 og er í dag yfir- maður eftirlits og spásviðs Veður- stofunnar. Það svið sér um að gera veðurspár og hafa eftirlit með nátt- úruhamförum. Hann segir að hálf- gerð tilviljun hafi ráðið því að hann gerðist veðurfræðingur. „Ég byrj- aði að læra rafeindavirkjun en eftir stuttan tíma í því námi kom til okk- ar maður frá Samtökum atvinnu- lífsins og tilkynnti að líkurnar á því að fá vinnu sem rafeindavirki væru sama sem engar. Það sem var fyndn- ast við þessa sögu er að þetta var aðeins örfáum árum áður en tölv- ur fóru að koma á almennan mark- að og eftirspurn eftir rafeindavirkj- um fór upp úr öllu valdi og er enn mjög mikil. Enga að síður ákvað ég á þeim tímapunkti að hætta í nám- inu og læra eitthvað nýtt.“ Fór utan til náms Teddi ólst upp á Akranesi og var mikið í fótbolta sem barn. Síð- ar átti hann svo eftir að spila fyr- ir meistaraflokki ÍA og verða Ís- landsmeistari fjórum sinnum með Skagamönnum á árunum 1992 til 1995. Hann segir að fótbolt- inn á Akranesi hafi stuðlað að því að hann fékk áhuga fyrir veðrinu. „Þegar ég var að alast upp á Akra- nesi var ég mikið í fótboltanum. Á þeim tíma var enginn æfingahöll eða æfingasvæði eins og er í dag. Það var bara lítið æfingasvæði, aðalvöllurinn, malarvöllurinn og Langisandur. Við vissum í boltan- um að ef það rigndi þá var útilok- að að við fengjum að spila á öðru en malarvellinum. Því fór ég fljót- lega að fylgjast með skýjafarinu Félagarnir Aðalsteinn og Baldur stefna að Íslandsmeistaratitli. Ekið verður meðal annars um Kaldadal í Rallý Reykjavík Fótboltinn kveikti í veðuráhuganum Rætt við Theódór Frey Hervarsson veðurfræðing á Akranesi og reyknum frá sementsstrompin- um og spá mikið í veðrið. Þannig má segja að fótboltinn hafi kveikt áhuga minn fyrir veðri. Það var svo ekki fyrr en ég var um tvítugt að ég ákvað að læra um veðrið af einhverri alvöru. Veðurfræði var þá ekki kennd á Íslandi og því varð ég að fara til útlanda til að læra. Ég fór til Bergen í Noregi þar sem ég tók bæði BS- og masterspróf í veðurfræði.“ Ekkert eðlilegt í íslenskri veðráttu Þegar rætt er við veðurfræðing er ekki komist hjá því að ræða um veðrið. Það má með sanni segja að veðrið hafi verið fremur votviðra- samt og leiðinlegt á Vesturlandi síðustu tvö sumur og fékk blaða- maður Tedda til að útskýra hvers vegna það væri. „Veðrið síðustu tvö sumur hefur verið leiðinleg á Suður- og Vesturlandi. Það er þó skárra þetta árið þar sem það hef- ur verið töluvert hlýrra, þótt vætan hafi verið meiri. Því miður á veðr- ið til með að detta inn í ákveðið mynstur sem varir lengi. Það vildi svo óheppilega til að mynstrin síð- ustu sumur voru suðvestlægar áttir sem þýðir oftast rigningu og jafn- vel rok í okkar landshluta, en sól og blíðu fyrir norðan og austan. Það virðist engu að síður vera að rætast úr þessu sumri og austlæg- ari áttir komnar sem ættu að skila betra veðri. Hvort að veðrið síð- ustu tvö sumur sé eðlilegt er ekki gott að segja. Síðustu tíu sumur á undan voru í raun óeðlilega góð. Það er í raun ekkert sem hægt er að kalla eðlilegt í íslenskri veðr- áttu.“ Veðrið þjóðaráhugamál Íslendinga Teddi segir að þótt veðurfræðing- ar spái fyrir um veðrið stjórni þeir því ekki. „Veðrið er auðvitað þjóð- aráhugamál Íslendinga. Ég hef lent í því að fólk kvartar við mig um að veðrið sé ekki nógu gott og krefjist útskýringa. Þá er það afar vinsælt af mínum félögum að kenna mér um veðrið og jafnvel panta gott veður. Við veðurfræð- ingar stjórnum hins vegar ekki veðrinu en erum yfirleitt tilbúnir að ræða það,“ segir Teddi léttur í bragði og bætir við að veðurspár í dag séu alltaf að verða nákvæm- ari. „Nú erum við með athugunar- stöðvar á fjölmörgum stöðum og reiknilíkön sem geta gefið nokkuð góða mynd af veðrinu fram í tím- ann. Hér áður fyrr var þetta mun meiri spámennska. Þegar ég var að byrja í þessu voru menn með veð- urkort sem voru svo einfaldlega færð með þumalmælingum og þannig var spáð um hvernig veðr- ið myndi breytast.“ Gos hefur lítil áhrif á Vesturlandi Teddi var í pásu frá skjálftavakt- inni þegar blaðamaður ræddi við hann. Hann var spurður hvort gos í Bárðarbungu myndi hafa áhrif hér á Vesturlandi. „Áhrifin ráð- ast helst af því hvort um ösku- eða hraungos verður að ræða, ef það gýs. Ef það yrði risastórt öskugos og það væru mjög austlægðar áttir þá yrði í versta falli eitthvað ösku- fall. Það myndi sennilega valda einhverjum heilsufarsvandamálum en flóð og annað slíkt myndi ekki ná til okkar á Vesturlandi. Hins vegar gæti það raskað ferðalögum hjá mörgum en það á svo sem við um alla aðra á landinu. Hins veg- ar er ljóst að það er eitthvað mikið á seyði þarna fyrir austan og þess vegna erum við nú að vakta svæð- ið allan sólarhringinn. Sem dæmi má nefna að Ísland liggur á tveim- ur jarðflekum sem rekur um einn til tvo sentímetra frá hvor öðrum á ári. Núna síðustu daga hefur þá rekið 14 sentimetra, sem er með því mesta sem mælst hefur.“ Nálægðin við náttúruna Ísland er mjög spennandi land fyr- ir náttúruvísindamenn. Teddi seg- ir einstakt hvað Íslendingar lifi í mikilli nálægð við óútreiknanleg náttúruöflin. „Veðurfarið á Íslandi er mjög breytilegt og alveg gjör- ólíkt því sem þekkist til dæmis í Bandaríkjunum og Evrópu. Hér er mikið um eldgos, jarðskjálft- ar eru tíðir og jöklar sem hafa gíf- urleg áhrif á líf okkar. Það sem er svo sérstakt er hvað við Íslending- ar lifum í mikilli nálægð við nátt- úruna. Það eru auðvitað til fullt af stöðum úti í hinum stóra heimi þar sem eru eldgos, jöklar eða jarðskjálftar. Til dæmis í Alaska, en þar býr fólk ekki nálægt stöðum þar sem náttúran hefur öll völd og er svona óútreiknanleg. Ég er því fullviss um að ef ýmsir staðir á Ís- landi færu í hættumat yrðu þeir í dag aldrei samþykktir sem heppi- leg svæði til búsetu.“ Vill getað sannað góða veðrið á Akranesi Teddi var að lokum tilbúinn að gefa blaðamanni eina langtíma spá. „Ég spái því að ÍA fari upp í úrvalsdeild í fótbolta, en til þess að halda sér þar þarf liðið meiri stöðugleika. Annars verður áfram blíða á Flórídaskaganum og sé ég ekki fyrir endann á henni í nánustu framtíð,“ segir Theódór Freyr veðurfræðingur brosandi. Hann bætir við að hann vilji fá veðurat- hugunarstöð á Akranes sem fyrst. „Það þarf veðurathugunarstöð á Akranes. Ég hef tekið eftir að það er yfirleitt gott veður á Skaganum, en mér hefur reynst erfitt að sanna það.“‘ jsb Theódór Freyr Hervarson veðurfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.