Skessuhorn - 30.12.2014, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Berserkir til
bjargar
STYKKISH: Talsvert
var að gera hjá björgunar-
sveitarfólki Landsbjargar
á sunnudaginn en þá gekk
hvassviðri yfir samhliða
asahláku og hálku á vegum.
Á Snæfellsnesi aðstoðaði
björgunarsveitin Berserk-
ir í Stykkishólmi vegfar-
endur sem misstu bíl út af
í Helgafellssveit og nokkr-
um klukkustundum síðar
fóru sömu björgunarsveit-
armenn til aðstoðar bíl-
stjóra á Vatnaleið. Þar var
hvassviðri samhliða hálku.
–mm
Ráðstefna
um þverr
andi kosninga
þátttöku
LANDIÐ: Landssamband
æskulýðsfélaga kynnir al-
þjóðlegu ráðstefnuna “The
importance of youth org-
anisations in society and
democracy”. Þar verður
fjallað um kosningaþátt-
töku ungs fólk sem hefur
farið þverrandi á seinustu
árum og til að ræða málið
hefur Landssamband æsku-
lýðsfélaga fengið til liðs við
sig erlenda gesti sem hafa
unnið við að hvetja ungt
fólk til virkrar samfélags-
þátttöku. Ráðstefnan verð-
ur haldin í Reykjavík dag-
ana 16.-18. janúar nk. Nán-
ar á: www.aeska.is
–mm
Minnsta
atvinnuleysi í
sex ár
LANDIÐ: Samkvæmt
Vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands voru að
jafnaði 187.300 á aldrin-
um 16-74 ára á vinnumark-
aði í nóvember 2014, sem
jafngildir 80,9% atvinnu-
þátttöku. Af þeim voru
171.500 starfandi og 5.800
án vinnu og í atvinnuleit.
Hlutfall starfandi af mann-
fjölda var 78,4% og hlutfall
atvinnulausra af vinnuafli
var 3,1%. Samanburður
mælinga í nóvember 2013
og 2014 sýnir að bæði at-
vinnuþátttaka og hlutfalls
starfandi fólks jókst sam-
hliða því að dregið hefur
úr atvinnuleysi. Atvinnu-
þátttakan jókst um 1,2 pró-
sentustig, hlutfall starfandi
jókst um 2,1 stig og hlut-
fall atvinnulausra minnk-
aði um 1,1 stig. Leita þarf
aftur til október 2008 til
þess að finna lægra hlut-
fall atvinnuleysis en í þess-
ari mælingu, en þá mældist
atvinnuleysi 2,4%.
–mm
Engar verð
breytingar
utan vsk áhrifa
SKESSUHORN: Áskrift-
ar- og auglýsingaverð
hjá Skessuhorni verður
óbreytt nú eftir áramótin
utan þeirra breytinga sem
verða á virðisaukaskatti að
ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar. Þannig lækkar virðis-
aukaskattur á auglýsingar
en á áskrift var hann hækk-
aður úr 7% í 11%. Mesta
breyting á áskriftarverði
er 92 krónur á mánuði við
breytta skattprósentu.
-mm
Óska til
nefninga um
íþróttamann
BORGARFJ: Stjórn Ung-
mennasambands Borgar-
fjarðar óskar eftir ábend-
ingum frá almenningi um
íþróttafólk sem þykir hafa
náð góðum árangri eða
skarað fram úr í sinni íþrótt
á árinu 2014. Samkvæmt
reglum um kjör íþrótta-
manns Borgarfjarðar þá er
stjórn UMSB heimilt að
tilnefna allt að þrjá ein-
staklinga eða pör að eig-
in frumkvæði eða eftir
ábendingum frá almenn-
ingi. Ábendingarnar skulu
berast á skrifstofu UMSB
á Borgarbraut 61 í Borgar-
nesi eða í tölvupósti á net-
fangið umsb@umsb.is fyrir
föstudaginn 2. janúar 2015.
–mm
Á fimmtudag fyrir jól var skrúf-
að frá vatni inn á nýja heitvatns-
geyminn á Akranesi, sem mun auka
mjög afhendingaröryggi á heitu
vatni í bænum. Orkuveitan ákvað
fyrir réttu ári að ráðast í byggingu
geymisins. Hann margfaldar heita-
vatnsforðann fyrir bæinn en oft
þarf að grípa til hans vegna tíðra
bilana á Deildartunguæð, lengstu
heitavatnslögn landsins. Það svig-
rúm sem starfsmenn Orkuveitunn-
ar munu hafa til að gera við slíkar
bilanir án þess að þær komi niður á
hitaveiturekstrinum í bænum leng-
ist úr fjórum klukkutímum í fjór-
tán. Geymirinn stendur við dælu-
stöð hitaveitunnar við hlið gamla
geymisins. Sá minni tekur 2.000
rúmmetra vatns en sá nýi 6.200.
„Þetta er nú einhver besta jóla-
gjöf sem ég gat hugsað mér,“ sagði
Gissur Þór Ágústsson svæðisstjóri
Orkuveitunnar á Vesturlandi dag-
inn sem nýi geymirinn var vígð-
ur. „Öryggið í hitaveiturekstrin-
um eykst mikið en ekki síður ör-
yggi okkar starfsfólks sem nú verð-
ur ekki í eins mikilli tímapressu
að gera við í allskonar veðrum við
allskonar aðstæður,“ bætir Giss-
ur við. Það er Ístak sem er verktaki
við byggingu geymisins. Ýmiss frá-
gangur á byggingarstað er enn eftir
og verður unnið að honum eftir því
sem veður leyfir. þá/ Ljósm. mþh.
Stjórnendur Orkuveitu
Reykjavíkur hafa ákveð-
ið að taka á ný við mæl-
um fyrir rafmagn og
heitt og kalt vatn hjá
viðskiptavinum á þjón-
ustusvæði sínu. Gildandi
samningur rennur út 31.
maí 2015. Orkuveitan
og forverar hennar sáu
fyrr á árum um mæl-
ana eða til 2001 þegar
Frumherji hf. keypti þá
í kjölfar útboðs og leigði
Orkuveitunni til afnota.
Frumherji hefur síðan
átt og rekið mælasafnið.
Núgildandi þjónustu-
samningur Orkuveit-
unnar og Frumherja var
gerður eftir útboð árið 2008. Hann
rann út í maí síðasta vor og var þá
framlengdur til eins árs eða til maí-
loka 2015 eins og fyrr segir. Ekki
eru frekari möguleikar á framleng-
ingu í samningnum. Eignarhald
mæla flyst því til Orkuveitunnar.
Í tilkynningu frá OR segir að
þjónusta verði boðin út að ein-
hverju leyti og eftirlit með mæl-
um verði í höndum óháðs aðila lög-
um samkvæmt. Verð á rafmagni
og vatni breytist ekki vegna þessa.
Orkuveitan byggir ákvörðun sína
aðallega á því að mæl-
arnir eru hluti af dreifi-
kerfinu sem er kjarna-
starfsemi fyrirtækisins.
Megininntak í stefnuyf-
irlýsingu Orkuveitunn-
ar og eigenda hennar er
einmitt að hlúa beri sem
mest og best að kjarna-
starfseminni. Ör tækni-
þróun er á sviði mæla-
búnaðar og fyrirtækið
þarf að stýra þeirri upp-
byggingu og þróun án
milliliða milli fyrirtæk-
isins og viðskiptavina.
Í tilkynningunni seg-
ir einnig að Orkuveitan
hafi góða fjárhagslega
burði til að taka mælana
í hús til sín, enda hefur viðsnúning-
ur í rekstri hennar tekist betur en
áætlað var. Til lengri tíma stuðlar
ákvörðunin svo að hagræðingu og
sparnaði í rekstri, viðskiptavinum
Orkuveitunnar til hagsbóta.
þá
Hleypt á nýja heitavatnsgeyminn á Akranesi
Lesið á mæla.
Orkuveita Reykjavíkur eignast
mælana að nýju