Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur næst út:
Miðvikudaginn 7. janúar
Miðvikudaginn 14. janúar
Miðvikudaginn 21. janúar
Miðvikudaginn 28. janúar
Pantanir í blaðið 7. janúar þurfa að berast
fyrir hádegi mánudaginn 5. janúar.
Útgáfan
næstu vikur
AKRANESSTRÆTÓ
KYNNING Á BREYTTRI AKSTURSLEIÐ
Þann 1. janúar 2015 taka í gildi breytingar á akstursleið
Akranesstrætó og ferðafjöldi verður aukinn um eina ferð.
Akstursleiðirnar verða tvær, annars vegar morgunferð
og hins vegar seinni ferð.
www.akranes.is
s. 866 2097
Minnum á
flugeldasölu okkar
Aldrei meira úrval og
frábært verð
Sölustaður: Kjaransstaðir, Hvalfjarðarsveit
Jólastund á Jaðri
Heimilisfólk og starfsmenn dvalar-
heimilisins Jaðars í Ólafsvík gerðu
sér glaðan dag mánudaginn 22.
desember síðastliðinn þegar haldin
voru Litlu jólin. Góðir gestir komu
einnig og nutu stundarinnar. Þor-
steinn Jakobsson kom og spilaði
jólalög á harmonikku ásamt Sól-
eyju Jónsdóttur sem söng nokkur
jólalög. Signý Rut Friðjónsdótt-
ir las jólavísu og Steinunn Stefáns-
dóttir færði heimilisfólki jólagjöf.
Óttar Sveinbjörnsson kom í heim-
sókn færandi hendi ásamt tveim-
ur barnabörnum, en verslunin
Blómsturvellir hefur í 15 ár kom-
ið í heimsókn á Dvalarheimilið til
að gleðja heimilisfólk með ýmsum
gjöfum. Áður en dóttursynir Ótt-
ars útdeildu gjöfunum sagði hann
heimilisfólki og gestum sögu frá að
því þegar hann var barn. Að sögn
Júníönu, dóttur Óttars, er þetta
góð hefð og veitir ánægju á báða
bóga. „Sérstaklega er þetta gam-
an eftir að krakkarnir mínir fóru
að fylgja afa sínum,“ sagði Júníana.
Í lokin skiptust svo starfsmenn og
heimilisfólk á gjöfum eftir að hafa
fengið sér heitt súkkulaði og kræs-
ingar. Það ríkti sannarlega jólaandi
á þessari notalegu stund á dvalar-
heimilinu.
þa
Á myndinni eru Pétur Steinar og Brynjar Óttar Jóhannssynir, dóttursynir Óttars,
Óttar Sveinbjörnsson og Inga Jóhanna Kristinsdóttir forstöðukona á Jaðri.
Pollinn veitti skjól
Það var ekki alltaf
auðvelt að finna
skjól þegar vetrar-
veður geisa hvað
hörðust. Hann dó
þó ekki ráðalaus
mávurinn sem
þarna kúrir. Hann
nýtti sér bryggju-
polla við Ólafsvíkur-
höfn til að híma við
og skýldi sér fyrir
vindinum.
þa
Matarveisla og skemmtikvöld
Söngbræðra framundan
Karlakórinn Söngbræður heldur
hina árlegu og rammþjóðlegu veislu
sína í Logalandi í Reykholtsdal,
laugardaginn 10. janúar kl. 20:00.
Veislan verður með hefðbundnu
sniði; söngur, matur og aftur söngur.
Á matseðlinum verða svið frá Fjalla-
lambi, heit og köld, saltað hrossakjöt
ásamt meðlæti; rófustöppu og kart-
öflumús. Eitthvað verður dagskrá-
in svo krydduð með léttmeti. Gestir
Söngbræðra að þessu sinni eru karla-
kórarnir Grundartangakórinn og
Sprettskórinn, sem áður hét Gusts-
kórinn, en þarna er vísað til hesta-
mannafélagsins Spretts, sem varð
til við sameiningu hestamannafélag-
anna Gusts í Kópavogi og Andvara
í Garðabæ. Stjórnandi beggja kór-
anna er Atli Guðlaugsson, tromp-
etleikari og skólastjóri Listaskóla
Mosfellsbæjar. Báðir flytja kórarnir
létta tónlist og sjálfsagt verður stutt
í hestamennskuívafið.
Stjórnandi Söngbræðra er sem
fyrr Viðar Guðmundsson frá Kað-
alsstöðum, sem býr nú sauðfjárbúi
á Miðhúsum á Ströndum. Með-
leikari er Heimir Klemenzson frá
Dýrastöðum í Norðurárdal. Hljóm-
sveit kórsins skipa auk stjórnanda og
meðleikara þeir Bjarni Guðmunds-
son á gítar og Guðbjartur A. Björg-
vinsson harmónikkuleikari.
Að sögn Gunnars Arnar Guð-
mundssonar formanns Söngbræðra
koma sviðin frá Kópaskeri, af þing-
eyskum gæðadilkum, sviðið með
Kósangasi, en ekki með súr, sem
gefur þeim aldeilis hreint himneskt
bragð, eins og um heimasviðið væri
að ræða. Hrossakjötið er af borg-
firskum fyrrum gæðingi, saltað af
kunnáttumönnum innan kórsins.
Kartöflurnar koma svo úr Þykkva-
bænum og rófurnar frá Reykjum,
allt úrvals matvæli, vottuð og stimpl-
uð. En félagar í kórnum sjá sjálfir um
eldmennsku og framreiðslu.
Verðið er að sögn mjög hóflegt,
en það kosta 4.000 kr. inn á skemmt-
unina. Aðrar léttar veitingar verða
einnig seldar á hóflegu verði, sem
ekki má auglýsa. Unnt er að panta
miða í síma 894-9535 fyrir klukkan
22 fimmtudaginn 8. janúar.
Meðfylgjandi eru svipmyndir frá
sviða- og hrossakjötsveislu kórsins.
mm