Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2014, Síða 15

Skessuhorn - 30.12.2014, Síða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Föstudaginn 19. desember síðast- liðinn voru 15 nemendur braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði. Af félags- fræðabraut brautskráðust þau Aníta Rún Sæþórsdóttir, Brynja Ýr Ólafs- dóttir, Dagný Rún Þorgrímsdótt- ir, Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir, Jóhanna Ómarsdóttir, Kristinn Þór Ragnarsson, Perla Ösp Jónsdóttir og Vera Sól Bjarnadóttir. Af nátt- úrufræðibraut brautskráðust Bene- dikt Óskarsson, Eyrún Lind Árna- dóttir, Guðbjörg María Ágústs- dóttir, Jóhannes Geir Guðmunds- son, Kristinn Magnús Pétursson og Sveinn Pétur Þorsteinsson. Með viðbótarnám til stúdentsprófs út- skrifaðist Kristín Benediktsdóttir. Nýjar brautir á afmælisári Athöfnin hófst á því að Jón Eggert Bragason skólameistari brautskráði nemendur og flutti ávarp. Þar rifj- aði hann m.a. upp að skólinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í haust og af því tilefni bárust skólanum góð- ar kveðjur og gjafir. Rauðakross- deildir af Snæfellsnesi, Kvenfélagið Gleym mér ey og Jeratún, sem er félag í eigu sveitarfélaga á Snæfells- nesi, gáfu veglegar peningagjafir sem notaðar verða í þágu nemenda skólans. Fyrir hönd skólans þakk- aði skólameistari þann hlýhug og virðingu sem skólanum var sýndur með þessu. Jón Eggert kom inn á að hópur heimamanna sem vill veg skólans sem allra mestan hafði sig í frammi á þessu hausti og mótmælti m.a. þeim breytingum sem felast í fjárlagafrumvarpi 2015, en þar er gengið út frá færri nemendum en verið hefur og að FSN skuli fyrst og fremst einbeita sér að svokall- aðri kjarnastarfsemi en fáist ekki við að laða til sín nemendur í dreif- og fjarnám. Einnig kom fram í ávarp- inu að skólinn innritaði fyrstu nem- ana inn á nýjar námsbrautir síðasta haust þar sem meðalnámstími er áætlaður sjö annir í stað átta eins og nú er. Þá gerði skólameistari einn- ig að umtalsefni að framhaldsdeild skólans á Patreksfirði hafi held- ur betur sannað gildi sitt en þrír af þeim sem útskrifuðust 19. desemb- er hafa stundað nám sitt frá Pat- reksfirði. Viðurkenningar Hrafnhildur Hallvarðsdóttir að- stoðarskólameistari FSN afhenti að þessu loknu nemendum viður- kenningar fyrir góðan námsárang- ur. Sveitarfélög gáfu viðurkenning- arnar auk Arion banka í Stykkis- hólmi, Landsbankans í Snæfellsbæ og FSN. Hæstu einkunn á stúd- entsprófi, með 8,83 í meðalein- kunn, hlaut Jóhannes Geir Guð- mundsson. Hann fékk afhenta veglega bókagjöf ásamt peninga- styrk frá Landsbankanum í Snæ- fellsbæ. Jóhannes Geir hlaut einn- ig viðurkenningu fyrir góðan ár- angur í raunvísindum, stærðfræði, dönsku og þýsku. Vera Sól Bjarna- dóttir sem kom fast á hæla Jó- hannesar með 8,6 í meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur í félags- greinum (saga, félagsfræði og sál- fræði) ásamt viðurkenningum fyrir góðan árangur í dönsku og ensku. Kristinn Magnús Pétursson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árang- ur í íslensku og dönsku. Benedikt Óskarsson fékk viðurkenningu fyr- ir störf í þágu nemendafélagsins en hann er fyrrum forseti þess. Krist- inn Þór Ragnarsson fékk viður- kenningu frá Kvenfélaginu Gleym- mér-ey fyrir list- og verkgrein- ar en hann á að baki farsælan feril með Stórsveit Snæfellsness eða Big Band áfanga skólans. Kvenfélagið Gleym mér ei gaf sem fyrr nýstúdentum leiðbein- ingar út í lífið. Þar má m.a. finna þvottaleiðbeiningar ásamt góðum ráðum við geymslu matvæla. Í byrjun athafnar flutti Hólm- fríður Friðjónsdóttir létta jólatón- list á flygilinn og skapaði það há- tíðlega stemningu þegar gestir gengu í salinn. Um tónlistaratriði í athöfninni sáu tveir nýstúdent- ar; Dagný Rún og Benedikt, ásamt þremur fyrrum nemendum skólans sem svo skemmtilega vill til að eru bræður Dagnýjar, þeir Hafþór Ingi og Mattías Arnar og Eyþór bróð- ir Benedikts. Þau fluttu tvö lög og vöktu mikla lukku meðal gesta um leið og þau gerðu athöfnina pers- ónulega og einlæga. Helga Lind Hjartardóttir flutti kveðjuræðu fyrir hönd kennara og annars starfsfólks, þar sem hún gaf brautskráningarnemum heilræði út í lífið og hvatti þá til að vera stolt af árangri sínum, byggja upp sjálf sig og lifa í nú-inu. En um leið ættu þau að undirbúa vel og vandlega jarðvegin fyrir framtíðina. Aníta Rún Sæþórsdóttir fluttu kveðju- ræðu fyrir hönd nýstúdenta. Aníta fór fögrum orðum um skólann, hrósaði starfsfólki og kennurum fyrir hjálp þeim til handa og þakk- aði skemmtisögur og útúrsnúninga kennara á köflum! Að lokum sleit skólameist- ari seinni útskrift skólans á þessu merka tíunda starfsári skólans og bauð gestum í kaffi og kökur. hlh/mm Þrjátíu og fjórir nemendur útskrif- uðust frá Stóriðjuskóla Norður- áls 15. desember síðastliðinn, sext- án úr grunnnámi og átján úr fram- haldsnámi. Sá síðarnefndi er jafn- framt fyrsti hópurinn sem útskrif- aður er úr framhaldsnámi við skól- ann. Stóriðjuskóli Norðuráls hef- ur verið starfræktur frá 2012. Til- gangur námsins er meðal annars sá að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu og efla starfsánægju og samskipta- hæfni. Lögð er áhersla á að nem- endur tileinki sér færni í að afla og miðla upplýsingum og að þeir efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Stóriðjuskólinn virðist hafa hvatt starfsfólk til frekara náms. Stór hluti nemenda sem hefur útskrifast úr grunnnámi sækir um inngöngu í framhaldsnám Stóriðjuskólans. Þá eru dæmi um að fyrrverandi og nú- verandi nemendur hafi farið í tré- smíði, rafvirkjun, vélvirkjun og al- mennt bóknám. Þá virðast nem- endur einnig hafa hvatt vini og fé- laga innan fyrirtækisins til að fara í nám eða halda áfram námi. Norð- urál er í samstarfi við Símenntun- armiðstöðina á Vesturlandi og Fjöl- brautaskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni. mm/sb Útskriftarhópur úr framhaldsnámi ásamt forstjórum. Útskrifað úr Stóriðjuskóla Norðuráls Útskriftarhópur úr grunnnámi ásamt forstjórum. Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Ýmsar viðurkenningar voru veittar. Ljósm. tfk. Fimmtán nemendur voru að þessu sinni brautskráðir frá FSN. Hér eru þeir ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. tfk. Dúx skólans, Jóhannes Geir Guðjónsson, drekkhlaðinn bókum ásamt Hrafnhildi Hallvarðsdóttur aðstoðarskólameistara.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.