Skessuhorn - 30.12.2014, Page 24
www.skessuhorn.is
Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi?
Áskriftarsími: 433 5500 og www.skessuhorn.is
Áramótaþorskurinn sóttur á þriðja degi jóla
Ein af línutrillunum í Ólafsvík heldur í róður að morgni laugardagsins 27. desember.
Dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason SH brunar af stað á miðin á laugardaginn. Sigurður Scheving á Lilju SH dásamar fiskinn sem hann dró úr sjó þriðja dag jóla.
Skipverjar á nokkrum bátum í Ólafs-
vík notuðu góðviðrið á laugardag-
inn, þriðja dag jóla, og réru til fiskj-
ar. Flestir þeirra höfðu tekið langt
frí um jólin. Með því að róa á þriðja
degi jóla voru menn bæði að horfa til
þess að það spáði illa í byrjun þessar-
ar viku en líka vegna væntinga um að
ná góðu fiskverði á mörkuðum síð-
ustu dagana fyrir áramót. Víða er-
lendis er sterk hefð fyrir því að fólk
borði fisk um áramót eftir mikla
kjötneyslu um jólin. Viðskiptavin-
ir íslenskra sjómanna og fiskfram-
leiðenda í ýmsum markaðslöndum
vilja fá sinn nýársfisk. Eftirspurnin
er mikil miðað við framboð og því
góður möguleiki að fá góð verð.
Afli Ólafsvíkurbátanna var með
ágætum þennan dag. Línutrillan
Lilja SH var með um tvö tonn á
24 bala úr veiðiferðinni. Sigurður
Scheving á Liljunni kvaðst þó al-
veg hafa viljað fá meira. „Ekki al-
veg sáttur,“ sagði hann og brosti
þegar fréttaritari átti leið um höfn-
ina í Ólafsvík.
Þeir sjómenn sem réru þennan
dag gátu þó verið sáttir. „Það eru
dúndurverð á öllum helstu teg-
undum sem eru að koma í land hér
núna. Aflabrögðin eru fín miðað
við hvernig veðrið er búið að vera.
Það er að fiskast vel milli jóla og
nýárs. Menn fara örugglega bros-
andi inn í nýja árið,“ sagði Ósk-
ar Meldal Gíslason hjá Fiskmark-
aði Íslands í Ólafsvík í samtali við
Skessuhorn í gær, mánudag.
mþh/Ljósm. af