Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 7

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 7
FRfl RITSTJÓRN Áramótaþankar um heilbrigðísmál Öll berum við þá von í brjósti að 21. öldin verði verðugur arftaki hinnar 20., en aldrei hefur þekking eflst eins mikið og á síðustu öld. Ef til vill hefur okkur sjaldan miðað jafnlangt fram á við í hugsun um manngildi, mannréttindi og frelsi og mikilvægi sam- hyggðar og samhjálpar. Fyrsta ár nýrrar aldar byrjaði þó ekki vel, með hryðjuverkum og notkun sýklavopna gegn almenningi. Hliðstæð hryðjuverk hafa verið unnin, til dæmis í Þýskalandi nasismans, Rúanda-Búrúndi og gömlu Júgóslavíu, en hin nýju hryðjuverk eru hins vegar nálægari okkur Vesturlandabúum en hin fyrri. Afleiðingarnar innan Bandaríkjanna sem utan eru einkum ótti og skelfing, og þessi mál varða okkur Islendinga. I stuttum pistli við áramót vil ég nefna þrennt sem varðar okkur: uppbyggingu heilsugæslu, vöxt for- varna og lýðheilsuaðgerða og nýjan háskólaspítala. Heilsugæsla hefur að undanförnu verið í nokkurri kreppu og engum hefur verið það betur ljóst en starfsmönnum heilsugæslunnar. Hún á að vera þungamiðja grunnheilbrigðisþjónustunnar í landinu og hefur riðið á vaðið með áhugaverðri stefnumótun. Lögð er vaxandi áhersla á sjúkdómavarnir, skimun og meiri upplýsingar um heilsueflingu og heilbrigði. Unnið er að því að efla nám í heimilislækningum við læknadeild, ungir læknar fá meiri kynningu á heilsu- gæslu en áður á kandidatsári og vísbendingar eru um að þetta skili sér. Ahersla á heilsugæsluhjúkrun er einnig nauðsynleg. Sóknarfæri felst í eflingu heilsu- gæslusjúkrahúsa á landsbyggðinni með tilstyrk heilsugæslulækna og -hjúkrunarfræðinga. Samvinna heilsugæslu á Stór-Reykjavíkursvæðinu við bráða- þjónustu sjúkrahúsa þarf einnig að koma til. Nokkuð hefur verið rætt um landsbyggðarlækningar og -hjúkr- un og kennsla á því sviði myndi efla grunnheilbrigðis- þjónustuna. Fer vel á því að miðstöð slíkrar heilsu- gæslu verði á Akureyri þar sem fyrir er öflug heilsu- gæsla, sjúkrahús og vaxandi háskóli. Góðar vonir eru bundnar við sameiningu heilbrigðisstofnana úti á landi og miklu skiptir að ekki verði látið staðar numið þrátt fyrir erfiðleika. Forvarnir og efling lýðheilsu er nátengd umræðu um heilsugæslu. Menn gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi þess að grafast fyrir um eðli og orsök sjúkdóma og heilsufarsvanda með það fyrir augum að betra sé heilt en vel gróið. Þetta er helsta markmið íslenskrar heilbrigðisþjónustu, en það hefur hamlað að formlegt forvarnarstarf hefur verið mjög dreift og lítil samvinna milli þeirra sem sinnl hafa forvörnum. í málefnum lýðheilsu og forvarna hefur að ýmsu leyti náðst góður árangur. Tölur um almennt heilsufar eru óvíða betri, svo sem um langlífi, burðarmálsdauða, berklatíðni og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Um- hverfi okkar er tiltölulega öruggt, náðst hefur góður árangur í bólusetningum og þekking fólks á helstu hættum sem ógna heilsu er góð. Ymis ný eða nýupp- götvuð vandamál krefjast þó skarpari viðbragða. Á það einkum við ýmsar geðraskanir og hegðunar- vandamál. Nú er unnið að því að sameina krafta allra sem sinna forvörnum og betri lýðheilsu í Lýðheilsu- stöð. Hugmyndir um hana munu líta dagsins ljós innan tíðar og hefur heilbrigðisráðherra boðað frum- varp þess efnis á vorþingi. Þörfin fyrir samvinnu á þessu sviði er öllum ljós. Sé heilsugæslan þungamiðja grunnheilbrigðis- þjónustu í landinu er háskólaspítalinn flaggskip hennar. Vonandi dylst engum að forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu eru öflugar rannsóknir og kennsla í læknisfræði. Rannsóknastarfsemi á íslandi hefur fleygt fram á undanförnum 15-20 árum og stöndum við jafnfætis og framar stórum nágranna- þjóðum. Mikilvægt er að þessi þróun haldi áfram innan vébanda öflugs háskólaspítala. Hlutverk hans er að sinna sem flestum þáttum heilbrigðisþjónust- unnar þótt hann sinni ekki hverjum þætti til fulls. Hann þarf að tengjast háskólanum traustum böndum og því er nauðsyn að læknar stofnunarinnar beri kennsluskyldu. Sporna verður gegn því að verkefni færist frá spítalanum. Öflug utanspítalastarfsemi getur þrifist vel innan spítalans eða í nánum tengslum við hann þrátt fyrir ólflc rekstrarform. Náið sambýli legudeilda og göngudeilda/læknastofa er vel þekkt á háskólaspítölum í nálægum löndum og eitt af skil- yrðum fyrir þróun þeirra. Framtíðarmarkmið verður að koma sérgreinum saman til að sinna bráða- og langtímaþjónustu í samvinnu og samheldni og slíkt er unnt að gera þótt spítalabyggingar séu fleiri en ein. Uppbygging háskólaspítala er eitt af stærstu verk- efnum íslenskrar heilbrigðisþjónustu og nauðsyn að vel takist til, önnur tækifæri gefast ekki á næstu ára- tugum. Háskólaspítali þarf að vera stofnun þar sem ákveðin hugsýn rflcir, þjónustan og vinnan er hluti af kennslu og vísindum, og öfugt. Vonandi verður annað ár nýrrar aldar friðsælla en hið fyrsta. Á Islandi er það framundan að efla sam- félagið og heilbrigðisþjónustuna. Að þeim verkefn- um eiga ekki einungis stjórnendur í heilbrigðisþjón- ustu eða stjórnmálamenn að vinna heldur einnig heilbrigðisstarfsmenn og þjóðin öll. Sigurður Guðmundsson Höfundur er landlæknir. Frágangur fræðilegra greina Höiundur sendi tvær gerðir liundritu til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíða- smára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Hundriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur «g niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnur inyndir og gröf komi á rafrænu forrni ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litniynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið frant. Læknablaðið 2002/88 7

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.