Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARENDURHÆFING Tafla 1. Algeng vandamál sjúklinga í öldrunarendurhæfingu. Áhersluþættir í öldrunarendurhæfingu Öldrun Aldurstengdar breytingar Takmarkað þrek og minni aðlögunarviðbrögð Meinafræði Aðalsjúkdómur, fylgisjúkdómur, fylgikvillar Meðvirkir sjúkdómar Fyigikvillar í veikindaferli Sjúkdómseinkenni - svefntruflanir - sársauki - lystarleysi - heilabilun - þvagleki - líkamsþurrkur - mæði - hægðatregða - aukaverkanir lyfja - byltur - líkamsléttun (Sjá töflu II) Færniskerðing Hreyfifærni - vöðvastyrkur -jafnvægi - göngulag Skyn - sjón - heyrn - stöðugleiki Tjáning Skllvitund - óráð - skilvitundarskerðing - heilabilun Tllfinningar - leiði - þunglyndi - kvíði Fötlun Athafnir daglegs lífs (ADL) Heimilishald (dagleg umsýsla) (IADL) Félagsleg vandamál Lífsáföll Ónógur félagslegur stuðningur Álag á aðstandendur Örorka - þátttaka ADL = Athafnir daglegs lífs; IADL = Heimilishald (dagleg umsýsla). Tafla II. Dæmi um fylgikvilla við sjúkrahúsinnlögn sem taka þarfá í öldrunarendurhæfingu. • Blóðleysl • Hjarta- og æðasjúkdómar • Óráð • Þunglyndi og kvíði • Flogaveiki • Beinbrot • Sýkingar • Efnaskiptatruflanir • Þrýstingssár • Lungnakvillar • Segarek dregur úr fötlun. Þannig er hægt að minnka bilið milli fötlunarinnar og umhverfisaðstæðna (til dæmis sjúk- lingur kemst á salerni án aðstoðar). Nýlegar rannsókn- ir benda til að hjálpartæki séu heppilegri en aðstoð annarrar manneskju til að draga úr fötlun (4). Það sem á vantar til sjálfsbjargargetu verður að bæta með breytingum á umhverfi og/eða stuðningskerfi. Mikil- vægustu breytinguna eða endurhæfmguna er hins vegar að finna hjá einstaklingnum sjálfum. Sú ábyrgð hvílir sameiginlega á aðilum teymisins að meta getu sjúklings ekki síður en getuleysi gagnvart fötluninni og móta víðtækar stuðningsaðgerðir á faglegan hátt. Heilbrigðisstarfsmönnum jafnt sem aðstandendum ber að nálgast sjúklinginn með velvilja, hvatningu og stuðningi. Markmið endurhæfingar eru sett í samráði við sjúklinginn, enda þurfa markmiðin að vera skýr og hafa tilgang bæði fyrir hann sjálfan og stuðningskerfi hans. í töflu I eru nefndir ráðandi lykilþættir í öldrun- arendurhæfíngu. Lífsáföll Ellinni fylgir oft flókin blanda af félagslegum, líkam- legum og andlegum áföllum er mynda áhættuþætti og fylgikvilla sem hafa áhrif á árangur endurhæfingar. Ómeðhöndluð lífsáföll geta einnig dregið úr með- ferðarmöguleikum, aukið kostnað og dregið úr ár- angri. Afallahjálp og stuðningsaðgerðir eru nauðsyn- legir þættir endurhæfingar (5). Ellin Ellinni fylgja breytingar á efnajafnvægi líkamans og minnkað varaafl sem eykur hættuna á að lífsjafnvægi fari úr skorðum. Vegna flókins samspils erfða og um- hverfisþátta kemur fram aukinn fjölbreytileiki milli einstaklinga þegar aldurinn færist yfir. Þetta kann að blekkja og sumt sýnist vera eðlileg elli þegar um er að ræða ástand sem hægt er að leiðrétta eða að þjálfa upp áunnið þrekleysi. Með endurhæfingu má hafa áhrif á ýmis algeng einkenni meðal aldraða. Dæmi um meðvirk sjúkdómseinkenni sem oft þarf að greina og meðhöndla eru sýnd í töflu II. Verklag við öldrunarendurhæfingu Öldrunarteymið: Fjölþætt nálgun kallar á þverfaglegt samstarf. Uppvinnsla og skilgreining markmiða er venjulega unnin í teymi. Þverfagleg samvinna byggist á því að hver meðlimur teymisins safnar upplýsingum og skilgreinir skerðingar, fæmitakmarkanir og fatlan- ir, sjá öldrunarmat (2). Setja þarf sjúklingnum raun- hæf markmið áður en hægt verður að leggja út í end- urhæfingu. Þessi markmið eru sett með hliðsjón af því sem endurhæfingin hefur upp á að bjóða, hrum- leika sjúklingsins og væntingum sjúklingsins sjálfs og aðstandenda hans. Markmiðunum er settur ákveðinn tímarammi. Markmiðin eru skoðuð og endurmetin á reglubundinn hátt. Þverfagleg öldrunarteymi á sjúkrahúsum saman- standa af lækni, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara og félagsráðgjafa og stundum einnig af öðmm fagaðilum eins og talþjálfa, sálfræðingi, nær- ingarfræðingi og fleirum. Þarfir sjúklings og stað- 32 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.