Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ Breytingar hjá Læknablaðinu Um áramót urðu ritstjórnarfulltrúaskipti á Læknablaðinu. Birna Þórðardóttir sagði starfi sínu lausu í haust og hætti um áramót eftir margra ára starf hjá læknafélögunum og Læknablaðinu. Birna vann fyrst á skrifstofu félaganna, síðan við Fréttabréf lækna sem ritstjóri og loks sem ritstjórnarfulltrúi Lækna- blaðsins. Ritstjórn Læknablaðsins þakkar henni fyrir langa trúmennsku og ánægjulegt samstarf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. í störfum sínum við Læknablaðið hefur Birna borið hitann og þung- ann af framkvæmd þeirra breytinga sem á blaðinu hafa orðið á síðustu árum og nægir þar að nefna að prentun og framleiðsla var flutt frá Danmörku til ís- lands, sameiningu fréttabréfs og blaðs og útlitsbreyt- ingu blaðsins fyrir tveimur árum. Eftir á að hyggja er erfitt að hugsa sér að hægt hefði verið að gera þessa hluti án þess að Birna hefði komið að þeim. Svo mikið og náið hefur Birna unnið að öllum þáttum í fram- leiðslu blaðsins að engu er líkara en að Læknablaðið og Birna hafi verið eitt. Það hefur og greinilega komið í ljós eftir að það spurðist út að Birna væri að hætta að höfundar efnis og viðskiptamenn hafa kunnað að meta störf hennar, staðfestu og trúnað við blaðið. Eitt það síðasta sem Birna hefur lagt hönd á plóg við er gerð samnings um hönnun vefútgáfu Læknablaðsins. I honum er gert ráð fyrir að blaðið allt komi á vefnum í þeirri mynd sem það birtist á pappírnum. Blaðið mun verða óbreytt, vefurinn mun geyma viðbótarútgáfu sem öllum verður opin og aðgengileg á slóðinni: www.icemed.is/laekna- bladid. Frá og með mánaðamótum janúar/ febrúar verður því hægt að lesa blaðið af tölvuskjánum. Ætlunin er að hægt verði að leita að efni í vefútgáf- unni eftir höfundum, fyrirsögnum og einstökum orðum. Þannig heldur blaðið áfram að þróast. Til þess að taka við starfi Birnu Þórðardóttur Samningar um hönnun vefútgáfu Lœknablaðsins undirritaðir. Frá vinstri: Hringur Hafsteinsson hjá Gagarín, Birna Pórðar- dóttir og Vilhjálmur Rafnsson. Védís Skarphéðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi Lœkna- blaðsins. hefur Védís Skarphéðinsdóttir verið ráðin sem rit- stjórnarfulltrúi. Védís hefur kanditatspróf í ís- lenskum bókmenntum og hefur auk annars verið ritstjóri hjá Eddu - miðlun & útgáfu. Hún er boðin velkomin til starfa. VlLHjÁLMUR RAFNSSON ÁBYRGÐARMAÐUR Læknablaðið 2002/88 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.