Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Hvað er að gerast í málum heimílislækna? Þórir B. Kolbeinsson Höfundur er formaður Félags fslenskra heimilislækna og situr í stjórn Læknafélags Islands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Umbrotatímar HAFA VERIÐ MEÐAL HEIMILISLÆKNA. Staða fagsins og staða heimilislækna í kerfinu hefur verið til umræðu sem og kjör þeirra, starfsmöguleikar og aðstaða. Sami ferill hefur reyndar einnig sést meðal heimilislækna erlendis og í öðrum sérgreinum, til dæmis skurðlækningum. Hérlendis hefur þetta komið fram í lakari nýliðun í sérgreininni, brotthvarfi reyndra lækna og mönnunarerfiðleikum sem skjól- stæðingar okkar hafa fundið fyrir, meðal annars vegna þess að erfitt hefur reynst að fá heimilislækni. Félag íslenskra heimilislækna hefur með góðum stuðningi Læknafélags Islands og Reykjavíkur vakið athygli á þessum erfiðleikum. Á Norðurlöndum má sjá að brugðist hefur verið við með samræmdum að- gerðum stjórnvalda og sjá má aðgerðir í þá átt hér- lendis. Heimilislæknum er ætlað að vera fyrstu tengiliðir sjúklings við heilbrigðiskerfið og að bera uppi grunn- þjónustu. Sérfræðingar í heimilislækningum eru sér- hæfðir til að sinna heildrænum vanda skjólstæðinga sinna og fylgja þeim eftir. Vissulega eru fleiri aðilar sem geta leyst þetta verk af hendi en hins vegar hefur það verið talin hagkvæmasta uppbygging heilbrigðis- kerfis hvers lands og í samræmi við ráðleggingar WHO að byggja upp sterka og öfluga grunnþjónustu með heimilislækninn í forsvari. Fyrir því eru einnig samþykktir hérlendis, bæði í hópi lækna og stjórn- valda. Hlutfall sérfræðinga í heimilislækningum hef- ur farið vaxandi meðal heimilislækna. Ríkisvaldið takmarkar þó starfsvettvang þeirra með því að leyfa þeim að sinna heimilislækningum eingöngu innan sjúkratryggingakerfisins undir liðnum almennar lækningar en ekki sérfræðilækningar. Þannig mega þeir annaðhvort starfa á heilsugæslustöð eða sam- kvæmt samningi sjálfstætt starfandi heimilislækna í gegnum TR, en inn á þann samning hefur ekki verið hleypt í tíu ár. Það er álit FÍH að sérfræðingar í heim- ilislækningum eigi sama rétt til að starfa og bjóða þjónustu sína og aðrir sérfræðilæknar og rekur FÍH nú dómsmál gegn TR á þeim grundvelli. Ýmis atriði má telja upp sem benda til þess að vilji sé hjá stjórnvöldum til að efla heilsugæsluna. Kennsla í heimilislækningum hefur verið efld og endurupp- taka þriggja mánaða starfstfma á heilsugæslustöð á kandidatsári hefur bætt kynningu unglækna á starfi því sem fram fer í heilsugæslu. Framhaldsnám hefur verið eflt og námsstöðum fjölgað hérlendis sem leitt hefur til fjölgunar lækna í framhaldsnámi. Aðgengi að framhaldsnámi erlendis er auðveldara en var á tímabili. Lauslega áætlað eru um 20 læknar í fram- haldsnámi nú en talið hefur verið að tíu til tólf heim- ilislækna vanti árlega hérlendis eins og kerfið er upp- byggt nú. Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um eflingu heilsugæslunnar í landinu. Sérstaklega á að fjalla um bætta stöðu heilsugæslunn- ar sem frumþjónustu, aðkomu að heilsuvernd og for- vörnum, mönnunarmál, eflingu heilsugæslu á höfuð- borgarsvæðinu og þjónustu á landsbyggðinni. Starf þessa hóps er þýðingarmikið og leiðir vonandi til þeirra úrbóta sem heimilislæknar vænta en vissulega er það í höndum ráðuneytisins að sjá til þess. Kjararáð FÍH lagði í júní 2001 fram heildrænar tillögur í kjaramálum fyrir Kjaranefnd um úrbætur á þeim úrskurði um kjör heilsugæslulækna sem nú gild- ir og er þar lögð mikil áhersla á að nauðsynlegt sé að samræma kjör sérfræðinga í heimilislækningum kjör- um annarra sérfræðinga. Tillögurnar eru ítarlegar og skapa ýmsa möguleika sem geta bætt kjör heilsu- gæslulækna og veitt svigrúm til annars verklags en núverandi úrskurður felur í sér. Meðferð kjaranefnd- ar á þessum tillögum mun ráða úrslitum um það hvort heilsugæslulæknar geta treyst á að Kjaranefnd ráði við það verkefni að annast launakjör þeirra. FÍH hefur lagt áherslu á að réttindi sérfræðinga í heimilislækningum eigi að vera þau sömu og annarra sérfræðinga og lagt áherslu á samstöðu með öðrum læknum. FÍH hefur þannig tekið höndum saman með Læknafélagi íslands, Læknafélagi Reykjavíkur og Sérfræðingafélagi íslenskra lækna í umsögn um fram- komið frumvarp um breytingar á almannatrygginga- lögum, eins og læknum hefur verið kynnt. Umsögn félaganna um frumvarpið er í raun merk úttekt á nú- verandi starfsemi lækna og leggur áherslu á hversu þýðingarmikil fagleg þekking lækna á starfsumhverfi sínu er fyrir framfarir í þjónustu og þróun hag- kvæmra rekstrarforma frekar en miðstýring inn á stofnanarekstur. Þau lög sem gilda í dag ná yfir skipulag heilsu- gæslu og sjúkrahússtarfsemi en ekki yfir heildar- skipulag heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, þar með talda sérfræðiþjónustu. Nauðsynlegt er að stjórnvöld kveði frekar á um skipulag þessa umhverf- is. Fagleg þekking lækna og annars starfsfólks þarf að fá að njóta sín við skipulag starfseminnar, slíkt skilar betri þjónustu og ánægðara starfsfólki. Heilsugæslu- 42 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.