Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / „SAMNINGANEFNDARFRUMVARPIÐ" Persónuverndin styrkt Eitt þeirra ákvæða sem læknasamtökin gerðu at- hugasemdir við varðar aðgang TR að sjúkraskrám þeirra sem fá bótarétt hjá stofnuninni. Þar voru gerð- ar töluverðar breytingar á frumvarpinu en eru þær nægar? „I fyrsta lagi gerðum við ekki athugasemdir við það að ríkið vildi fylgjast með því hvernig fjármunir þess eru nýttir. Læknar hafa átt samstarf við TR um það hvernig þessu eftirliti skuli hagað. Hins vegar bentu lögfræðingar okkar á að þessi opna heimild stæðist ekki lög um réttindi sjúklinga og persónu- vernd. Eftir að við bentum á þetta var málið rætt í þingnefndinni og gerðar breytingar sem eru á þann veg að það þarf að vera málefnaleg ástæða fyrir því að TR geti krafist þess að skoða sjúkraskýrslu. Árétt- að er að taka þurfi tillit til áðurnefndra laga og að ágreiningsmálum megi skjóta til Persónuverndar. Eg hef verið þeirrar skoðunar að betra sé fyrir sjúklinga að þetta eftirlitshlutverk sé hjá TR því þá þarf hún ekki að deila þessum upplýsingum með öðrum stofnunum ríkisins. Hún þarf svo dæmi sé nefnt ekki að senda Ríkisendurskoðun lista með nöfnum sjúklinga sem farið hafa til tiltekinna lækna. Hins vegar hefði mátt setja í lögin ákvæði um að utanaðkomandi aðili kvæði upp úrskurð um það hvenær eftirlits og nánari skoðunar væri þörf en það var ekki gert.“ Knappur tími til umræðu - En sérðu fyrir þér að þessi lög muni hafa í för með sér miklar breytingar á störfum lækna? „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því á þessari stundu. í upphaflegri mynd frumvarpsins átti að aftengja samkeppnislögin og heilbrigðisþjónustuna en frá því var fallið. Nú höfum við fengið í hendur álit heilbrigðis- og tryggingarnefndar þingsins sem er lögskýringargagn en þar er hnykkt á jafnræði rekstr- arforma og því að samkeppnisreglna sé gætt. Það er því búið að laga hlutina verulega miðað við þau pólitísku markmið sem upphaflega komu fram. En maður hlýtur samt að gera ráð fyrir því að þau mark- mið séu að einhverju leyti fyrir hendi ennþá. Það er til dæmis auðvelt að sjá samhengi þessa máls og nýrr- ar stefnumörkunar varðandi ferliverk á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Ég tel að það sé ákveðin hug- myndafræði eða stefna í gangi sem fram er komin að öllu öðru leyti en því að starfsmenn heilbrigðisstjórn- arinnar hafi gengist við henni. Það er þó óljóst hvernig heimildarákvæði ráðherra verður notað til að ná henni fram. Ég geri hins vegar ekki ráð fyrir því að þetta hafi miklar breytingar í för með sér í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Ég vil að það komi fram hér að hin Iýðræðislega umræða um málið sem gert var ráð fyrir tók mjög skamman tíma. Ef við hefðum ekki komist á snoðir um þetta frumvarp þegar fyrstu drög þess lágu fyrir í vor hefðum við ekki getað fjallað um það með þeim hætti sem við gerðum. Okkur voru ætlaðar þrjár vikur til að vinna umsögn um frumvarpið sem en það hefði einfaldlega ekki nægt. Mér er kunnugt um það að í löndum þar sem menn vilja hafa gott samráð og breiða samstöðu um mikilvæg mál, svo sem í Bret- landi, eru myndaðir vinnuhópar stjórnmálamanna og sérfræðinga og læknasamtökum gefið gott tóm til að ræða málin og móta afstöðu sína til þeirra. Þetta gera stjórnvöld til þess að tryggja vandaðan málatilbúnað og ákveðinn stuðning við frumvörpin, hvort sem það er naumur meiri- eða minnihluti. Það sem er kallað hin lýðræðislega umræða hér á landi leiðir oft ekki til mikils vegna þess að þegar er búið að gera út um málin í þingflokkum ríkisstjórnar- innar hvers tíma. Svo er gefið í skyn að engu verði breytt,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ. -ÞH Læknablaðið 2002/88 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.